Vísir - 12.12.1975, Blaðsíða 17
VISIR Föstudagur 12. desember 1975.
17
3AG I PAB | í KVÖLP | í DAG |
Sjónvarp kl. 20.40:
Þorskar á þurru landii
Hvernig á að bregðast við
skýrslu fiskifræðinganna? A að
hunsa hana eða á að draga úr
sókn á miðin, og hvaða leiðir eru
þá heppilegastar eða vænleg-
astar til árangurs? Þessum og
fleiri spurningum verður leitað
svara við i Kastljósi i kvöld.
Þarna er um mikið hitamál að
ræða og sýnist þar sitt hverjum.
Er nú svo komið i orðræðum og
orðaskaki manna i millum að
almenningur veit ekki hverju
eða hverjum það á að trúa. Hef-
ur jafnvel verið reynt að gera
skýrslu fiskifræðinganna tor-
tryggilega.
Um eitt eru menn þó alger-
lega sammála og það er, að hér
sé um mikið þjóðhagsmál að
ræða. Afkoma heilla byggða-
laga sé undir þvi komin að á
þessum málum sé haldið af
skynsemi, einurð og festu. Fólk-
ið i landinu á kröfu til þess. En
aftur til þáttarins.
Sjónvarpsmenn brugðu sér til
Grindavikur og lögðu þessar
spurningar fyrir fjóra skip-
stjóra þar og einn fiskverkanda.
I sjónvarpssal mæta aftur til
umræðna þeir Matthias Bjarna-
son, sjávarútvegsráðherra,
Jakob Jakobsson, fiskifræðing-
ur og Kristján Ragnarsson, for-
maður Líú.
Rætt verður einnig við
fullljóst, hvort fulltrúi bankans
fengist til að mæta i sjónvarps-
sal til umræðna um þetta mál,
þegar þetta var ritað um hádegi
á fimmtudag.
Spyrjendur i þættinum verða
Wilhelm G. Kristinsson, frétta-
maður útvarps, og Guðjón Ein-
arsson, fréttamaður sjónvarps,
sem jafnframt er umsjónar-
maður.
.—vs
Kristján Friðriksson, iðnrek-
anda. Hann er mikill áhuga-
maður um þessi mál og hefur
lagt fram sinar tillögur i
þessum efnum. Fundi um málið
hefur hann og haldið á 18 stöð-
um á landinu. Ætti mönnum þvi
að vera vel kunnugt um hans af-
stöðu til málsins.
í annan stað er svo meiningin
að taka fyrir og fjalla um
Aiþýðubankamálið. Ekki var þó
Útvarp kl. 22.50:
Tónlistarþátturinn Áfangar verður
uppbyggður með blandaða tónlist i
kvöid. Flutt verður allt frá klassiskri
tónlist með Bela Bartok, Yehudi
Menuin og Mel Gotkovsky til Bungo
Fury með Frank Zappa Mother’s og
Captain Beefheart.
Allt frá klassic
til Frank Zappa
Unnendur Roxy-tónlistar fá Kynnt verður ný plata með
sinn skammt. Spilað verður lag- Dave Mason, Split Coconut, sem
ið A Song For Europe af plöt- er blönduð soul- og reggae-
unni Stranded. músik.
Japanskur ásláttarhljóðfæra-
leikari, Stomu Yamashta,
verður einnig kynntur, með
hljómsveit sinni East Wind.
Hann er mjög fjölhæfur hljóð-
færaleikari og semur öll sin lög
sjálfur.
Þá er ótalinn Poul Siebel,
country-rokksöngvari.
Að lokum verður leikið lagið
Manifiesto með Victor Jara frá
Chile, en hann er orðinn eins
konar pislarvottur i sinu heima-
landi, þar sem hann var fórnar-
lamb herforingjabyltingarinn-
ar. —VS
Nýafstaðnir atburðir hafa
vakið upp gagnrýni á eldvarn-
areftirlitið. Komið hafa fram
þær hugmyndir að auka þycfti
þetta eftirlit til mikilla muna —
koma á opinberu heimiliseftir-
liti.
Þetta varð kveikjan að erindi
þvi, sem Rúnar Bjarnason,
slökkviliðsstjóri flytur i útvarp-
ið i kvöid. Hann nefnir það
„Brunavarnir fyrir almenn-
ing.”.
Rúnar sagði að reynslan af
þessu heimiliseftirlitskerfi, þar
sem það væri útfært, væri ekki
góð. Eftirlitsmaður kæmi e.t.v.
einu sinni á ári inn á hvert
heimili og þá vantaði eftirlit
hinna 364 daga ársins Best væri
þvi að húsráðendur önnuðust
þetta eftirlit sjálfir. Til þess
þyrftu þeir þó fræðslu.
Þessa fræðslu hyggst Rúnar
að veita okkur i erindi sinu.
Homum er hins vegar svo
þröngt sniðinn stakkur með
tima, að aðeins verður drepið á
grundvallaratriðum. Hann
kvað það ekki óhugsandi að-
spurður, að áframhald yrði á
þess konar fræðslu, en þá með
öðru sniði.
„Von min er sú að erindi þetta
geti lagt grundvöllinn að frekari
þekkingu i þessum efnum”,
sagði Rúnar að endingu. —VS
Sjónvarp
kl. 22.05:
Leikararnir
eru ekki af
lakara taginu
Með aðalhlutverk fara Burt
Lancaster, Audrey Hepburn,
Audie Murphy og Charles
Bickford — allt vaiinkunnir
leikarar.
„Tökubarnið” fjalllar
annars um litla stúlku, sem
býr með landnemum i „villta
vestrinu”. Landnemarnir eru
kona ásamt þremur sonum
sinum og svo þessari stúlku,
sem hún segir dóttur sina.
Einn góðaii veðurdag kemur
svo gamall maður, hálf rugl-
aður að sjá, og segir stúlkuna
indiána. Hafi faðir hennar og
fleiri verið drepnir i bardaga
en stúlkunni hafi hann komið
undan. Hann hafi ætlað að
skipta á henni og syni sinum,
sem indiánarnir hafi haft i
haldi, en þeir ekki viljað. Inn i
málið blandast nú þjóðflokkur
indiánanna og gera tilkall til
stúlkunnar. Úr þessu verður
eitt heljar mikið blóðbað.
Útvarp klukkan 21.35:
Björgunar- og brunavarna-
áœtlun fjölskyldunnar
Það er i lagi að hafa dálitla minnimáttarkennd
út af nefinu, en það er verra, ef þú færð stór-
mennskubrjálæði þess vegna.
I IÍTVARP #
Föstudagur
12. desember
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan:
„Fingramál” eftir Joanne
Greenberg. Bryndis Vig-
lundsdóttir les þýðingu sina
(14)
15.00 Miðdegistónleikar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar
(16.15 Veðurfregnir)
16.20 Popphorn
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Drengurinn i gullbuxun-
um” eftir Max Lundgrcn.
Olga Guðrún Árnadóttir les
þýðingu sina (12)
17.30 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynnngar.
19.45 Daglegt mál Guðni
Kolbeinsson flytur þáttinn.
19.50. Þingsjá.Umsjón: Kári
Jónasson.
20.10 Sinfóniuhljómsveit tsl
leikur i útvarpssal.
21.05 „Litil stúlka á
kvennaári” smásaga eftir
Jennu og Hreiðar Stefáns-
son. Jenna Jensdóttir les.
21.35 Brunavarnir fyrir al-
menning. Rúnar Bjarnason
slökkviliðsstjóri flytur
erindi.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Dvöl.
Þáttur um bókmenntir.
Umsjón: Gylfi Gröndal.
22.50 Afangar.Tónlistarþáttur
i umsjá Ásmundar Jóns-
sonar og Guðna Rúnars
Agnarssonar.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
SJÚNVARP •
Föstudagur
12. desember
20.00 Frétlir og veður
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Kastljös. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maður Guðjón Einarsson.
21.45 Innsta eðlið. Norskur
skem mtiþáttur. Harald
Heide Steen yngri bregður
sér i ýmis gervi og kemur
fram i stuttum atriðum.
Einnig syngur hann nokkur
létt lög. Þýðandi Jón O. Ed-
wald. (Nordvision-Norska
sjónvarpið).
22.05 Tökubarnið. (The Unfor-
given) Bandarisk biómynd
frá árinu 1960. Leikstjóri er
John Huston, en aðalhlut-
verk leika Audrey Hepburn,
Burt Lancaster, Audie
Murphy og Charles Bick-
ford. Fjölskylda nokkur tek-
ur litla indiánastúlku i fóst-
ur. Þegar hún er gjafvaxta,
vill þjóðflokkur hennar fá
hana aftur. Þýðandi Jón
Thor Haraldsson.
00.10 Dagskrárlok.
Ja mér datt i hug að þú hefðir áhuga á beinum skiptum
159*1
Gætuð þér séð af
af bensini, herra....?-----------
kalli til að kaupa dropa