Vísir - 12.12.1975, Blaðsíða 2
rimsm:
Heldur þú að Flugleiðir
standi á bak við Air Viking
málíð?
JL
•lúlius Arnórsson, tæknifræðing-
ur: — Ég hef enga hugmynd um
það. Ég hef litið fylgst með þessu
máli. Þó hef ég trú á að sitthvað
eigi enn eftir að koma i ljós.
Magnús Ólafsson, blaðamaður:
— Það er ekki gott að segja. Það
hefur margt fróðlegt komið fram
i þessu máli. Og enn á örugglega
ýmislegt eftir að koma i ljós,-sem
gæti veitt upplýsingar. Eg tel ekki
óliklegt að Guðni búi yfir ein-
hverri meiri vitneskju sem geti
breytt miklu.
Karl Sigmundsson, atvinnulaus:
— Ég er frekar litið kunnugur
þessu máli. Aðeins fylgst með þvi
i sjónvarpsfréttum. Mér finnst
þetta mál athyglisvert en maður
veit ekki hvað er satt.
Ragnar Karlsson, skrifstofumað-
ur: — Eftir nýjustu fréttum að
dæma þá virðist það svo, þó
furðulegt sé. En það reynir vist
hver að bjarga sér. Það er ein-
hver stórpólitik að baki.
Sölvi Jónsson, atvinnulaus eins og
er: — Það gæti vel verið að Flug
leiðir vilji alveg yfirtaka markað
inn. Ég hef bara ekki fylgst sér-
staklega með þessu máli, hef
heldur takmarkaðan áhuga á þvi.
Páll Bjarnason, árkitekt: Ég
veit ekki. Það getúr hins vegar
verið að það sé einhver pólitisk
pressa að baki. Það á öruggiega
ýmislegt eflir að koma i ljós.
Föstudagur 12. desember 1975. visir
JOLAGETRAUNIN (7)
Hvar halda þau sig í dag,
Steini, Gunna og fjölskylda?
Eins og venjulega er þaö hlut-
verk ykkar að finna það út.
Einn þeirra sem sendir inn rétt-
ar úrlausnir fær svo ríkuleg
verðlaun fyrir, sem sé Nord-
mendehljómtæki frá Radióbúð-
inni. En hver það verður, veit
enginn. Það gæti allt eins orðið
ÞU.
Jólakaka
350 g. smjör, 350 g púðursykur, 50
kokteilber, 225 g rúsinur, 350 g kúrenur,
150 g ffnmalað súkkat, 75 g niðurskornar
möndlur + 75 g malaðar möndlur, 5 egg,
350 g hveiti, 1 tsk. lyftidyft og 2 dl sérri.
Hrærið sm jör og sykur saman. Skerið
kokteilberin I tvennt, og blandið þeim út
i, ásamt rúsinum og kúrenum. Hrærið
eggjarauðunum út i. Setjið hveiti og
lyftiduft út i. Þeytið eggjahviturnar, og
blandið þeim varlega út í. Deigið á að
vera svo mjúkt, að það festist ekki við
skeið. Setjið mjólk út i eftir þörfum, ef
deigið festist við skeið. Setjið deigið i
form, og bakið i kiukkutima á 175 gráðu
hita. Minnkið siðan hitann niður i 160
gráður, og bakið i 2 tima i viðbót. At-
hugið með meðprjóni hvort kakan er til-
búin.
Arnaldur nýtur þess augsýni-
lega að drekka teið sitt í dag.
En það er ekki bara te sem boð-
iðer upp á, heldur heil jólakaka,
eða a.m.k. uppskriftin að henni.
Hvar er svo þessi kaka mat-
reidd?
□ BANDARÍKJUNUM
□ ENGLANDI
□ ÁSTRALÍU
Setjið kross við rétt svar.
Geymið seðilinn, og safnið öll-
um seðlunum tíu saman, þegar
qetrauninni er lokið. Þá skal
senda seðlana ásamt nafni,
heimilisfangi og símanúmeri
til Vísis. Dregið verður úr rétt-
um úrlausnum fyrir jól, um
hin glæsilegu verðlaun.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
Furðuleg ofstoða
íþróttafréttaritara
Jóhannes Sæmimdsson skrifar:
Fimmtudaginn 4. 12,var slitið
námskeið fyrir leiðbeinendur I
iþróttum A-stig. Námskeiðíð,
en fór fram i Menntaskólanum I
Reykjavik, stóð yfir i rúma 70
tima og lauk með prófi, sem 17
manns gengust undir.
Það, sem vekur furðu mina og
vonbrigði er afstaða fjölmiðla
til fræðslumála iþróttahreyf-
ingarinnar. Haft var samband
við Morgunblaðið, Timann,
Þjóðviljann og Visi, en enginn
fréttamaður hjáþessum blöðum
lét sjá sig, þrátt fyrir góð orð
um að koma og segja frá þessu
námskeiði.
Það, sem ég vonaðist sérstak-
lega eftir að blaðamennirnir
myndu gera, var að segja frá og
vekja athygli á þvi, sem verið er
að gera i fræðslumálum iþrótta-
hreyfingarinnar. Mér finnst það
ansi hart, að þurfa að skrifa i
kvörtunartón i lesendadálk
dagblaðs til þess að koma á
framfæriupplýsingum um að 17
nýir leiðbeinendur hafi bæst i
hóp þeirra er nú þegar hafa lok-
ið A-stigi. Iþróttafréttaritarar
móta almenningsálitið á iþrótt-
um með skrifum sinum. Með þvi
að sýna fræðslumálum
iþróttanna engan áhuga með
skrifum um þau, geta þeir hæg-
lega drepið þennan visi að
fræðslu sem gæti ef vel tekst til,
haft ómetanlega þýðingu fyrir
iþróttafélögin. Hjá Iþróttafélög-
unum er hvergi nærri nóg af
menntuðum leiðbeinendum og
er það vandamál, sem allir gera
sér grein fyrir. Það er þvi mikil
ábyrgð sem hvilir á ykkur,
iþróttafréttaritarar, en oft
finnst mér á skrifum ykkar og
þvi sem þið segið ekki, að þið
gerið ykkur ekki grein fyrir
ábyrgðinni og hversu miklu
góðu þið getið komið til leiðar og
jafnframt, hversu miklum
skaða þið getið valdið.
SRthvað að vera í stjóm
eða stjórnarandstöðu?
Emil K. Thorarensen, Eskifirði
skrifar:
Þvi hefur verið haldið á lofti
að undanförnu að stjórnmála-
menn gerðust oft óábyrgir
þegar þeir væru i stjórnarand-
stöðu. Hefur Lúðvik Jósefsson
manna mest verið gagnrýndur i
þessu sambandi.
Um daginn sagði Gunnar
Thoroddsen i sjónvarpinu,
vegna framkomu breta i fisk-
veiðideilunni, að rikisstjórnin
hefði ýmis tromp á hendi sér og
nefndi nokkur þeirra, svo sem
að kæra breta fyrir Nato og
kæra þá fyrir öryggisráð SÞ
Það vakti furðu mina að ráð-
herrann skyldi ekki nefna þann
möguleika að láta alþjóðadóm-
stólinn i Haag útkljá þetta mál.
Eins og allir vita var Gunnar
Thor og hans flokkur i stjórnar-
andstöðu 1972. Þá hvatti hann
eindregið til þess að islendingar
legðu málið fyrir Haa-dómstól-
inn og spáði jafnframt góðum
málalokum fyrir okkur.
En tók jafnframt fram að ef
úrskurður dómstólsins yrði okk-
ur ekki i hag þá færum við ekki
eftir honum. í fyrrnefndu sjón-
varpsviðtali passaði Gunnar sig
hins vegar vel að minnast ekki
einu orði á þetta fyrrverandi
þjóðráð sitt. Hvað hefur gerst
hjá þessum mikilhæfa stjórn-
málamanni? Hefur Gunnar
misst trúna áHaag-dómstólnum
eða er hann einn þeirra sem
umpólast við að fara úr
stjórnarandstöðu i stjórn??