Vísir


Vísir - 22.12.1975, Qupperneq 6

Vísir - 22.12.1975, Qupperneq 6
Mánudagur 22. desember 1975. VífiQLR fSLENSK FYNDNI! Guöni Gubmunds- son var ab kenna i kvennabekk i Menntaskólanum. t byrjun timans höfbu stólkurnar hellt vatni i setuna á kennarastólnum. Gubni skeytti þvi engu og kenndi út timann, en þegar hann stób upp, sagbi hann: ,,Ég ætla ab bibja ykkur, stúlk- ur, ab vera ekki ab setjast I kennara- stólinn i frlminút- unum.” n LAUMIÐ „ÍSLENSKRI f JÓLAPAKKANN Fœst í öllum bókaverslunum og blaðsölustöðum Stálpípur — Gufulokar o.fl. Tilboð óskast vegna kaupa á eftirtöldum vörum fyrir gufuveitukerfi Kröfluvirkjun- ar. 1. Stálpipur, stærðir 25 til 800 m/m 2. Fittings fyrir stálpipur, ýmsar gerðir 3. Flansar, boltar, þéttingar 4. Gufulokar, ýmsar gerðir og stærðir 5. Plötujárn 6. Kúpaðir botnar Gtboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri gegn 3.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri, þriðjudaginn 27. janúar 1976, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKiSINS BORGARTÚNI 7 SIKI 26844 STÁLTÆKI Auðbrekka 59 s. 42717. íVrHtur með *TTCSTTU J fréttimar V JLÖJLXt; ó Moskvuflugvellí TOLLÞJÓNARNIR LÉTU ÞÓ NÓBELSVERÐLAUN VERA, EN HIRTU HINSVEGAR ERLENDAR ÞÝÐINGAR Á BÓKUM SAKHAROVS Sovésk tollyfirvöld létu Yelenu Skaharov sæta saumnálarleit í farangri hennar, þegar hún kom frá nóbelsverðlaunaveit- ingunni í Osló. — Frá henni voru teknar bækur eftir eiginmann hennar í erlendum þýðingum sem hún hafði tekið með sér heim. Meö tárin i augunum féllust þau i faðma hjónin á Shere- metyevo-flugvellinum, en margir vinir voru þar staddir til að taka á móti Yelenu sem fyrir 12 dögum veitti viðtöku friöarverðlaunum Nóbels fyrir bónda sinn. Dr. Sakharov, stjúpdóttir hans og eiginmaður hennar, litli sonur þeirra og bróðir hennar, ásamt 20 vinum og vandamönn- um voru látin biða i tvær og hálfa klukkustund eftir að flug- vélin kom frá Paris meðan toll- þjónarnir leituðu i farangri frúarinnar. Sjónarvottar sögðu að þrátt fyrir hve leitin hefði verið löng, hefði þeim ekki virst hún bein- linis fjandsamleg. Frú Sakha- rov sagði blaðamönnum eftir á aö tollþjónar hefðu tekið til nán- ari athugunar bækur eftir eigin- mann hennar, þýddar á erlend tungumál. En þeir sögðu henni að bókunum yrði skilað aftur, ef þær reyndust ekki andsovéskar. — Varð hún að skrifa upp á það. Hinsvegar snertu tollþjónarn- ir ekki verðlaunapeninginn eða heiðursskjaliö sem Yelena hafði veitt viðtöku i Osló fyrir hönd Sakharovsþarsem honum hafði Yelena Sakharov meb nóbelsverblaunin sem hún veitti vibtöku fyrir hönd Andrei, en hann fékk ekki ferbaleyfi hjá sovéskum yfirvöldum. — Tollþjónarnir létu verblaunin I fribi. veriö meinað um feröaleyfi hjá sovéskum yfirvöldum og gat þvi ekki veitt þeim viðtöku sjálfur. 1 flughöfninni var tekið strangar á þvi en oft áður að móttakendur fengju ekki aö fara inn i farþegaafgreiösluna. Sakharov og fylgdarliði hans var haldiö fyrir utan. Þegar visindamaðurinn sem kallaður hefur verið „faðir atomsprengju sovétmanna” sté upp á stól til að sjá yfir timburþil, veifa konu sinni og kalla til hennar, sussaöi ein hlaðfreyjan á hann og bað hann að fara niður af stólnum. Hann kom meö vönd af rauð- um og hvitum nellikum, sem voru hálf „þreyttar” að sjá, þvi að frostið var biturt. Það urðu svo miklir fagnaðar- fundir með þeim loks þegar Yelena fékk aö fara. Þau hjónin hafa ekki sést i fjóra mánuði. Áður en Yelena fór til Osló haföi hún dvaliö til lækninga á Italiu vegna glákómu-augnveiki. „Þeir hrópuðu i Noregi: „Sakharov er góöur maður,” ” sagði hún snöktandi viö Andrei. Viö hlið hennar i flugvélinni á leið frá Paris sat frönsk stúlka, Marina Stcherbatcheff, sem getiö hefur veriö i fréttum. Marina er gift Boris Spassky, fyrrum heimsmeistara i skák. — Eins og lesendur minnast gekk það ekki þegjandi og hljóðalaust fyrir sig að sovésk yfirvöld veittu þeim giftingar- leyfi, heldur voru gerðar til- raunir til þess að hræða stúlk- una úr landi, og henni var sagt upp starfinu við franska sendi- ráðið i Moskvu. ítorleg left í farangri Yelenu Sakharov

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.