Vísir - 23.12.1975, Síða 2

Vísir - 23.12.1975, Síða 2
 Þriðjudagur 23. desember 1975. VISIB Þarftu að vinna um jólin?y Karl Adólfsson, vinnur i netum hjá ögurvik: — Ég verð i frii sjálfa jóladagana og eins um ára- mótin, annars þarf ég að vinna. Jóhanna Þorbjörnsdóttir, hús- móðir: — Ja, ég ernú einsog hver önnur húsmóðir, ég vinn ekki úti, en það verður auðvitað meira stúss en venjulega i kringum matinn, og annað sem tilheyrir jólum. Ég verð með gesti á að- fangadagskvöld, en svo fer ég lika i boð til anharra. Elín Guðmundsdóttir, nemi: — Já, ég verð I frii. Ég er i Fjöl- brautarskólanum i Breiðholti og við fengum fri á föstudaginn var, og til 5. janúar. Ég reyndi að fá vinnu i friinu en fékk enga. Robert Beard, frá Astraliu: — Ég er hér á ferðalagi og verð þvi i frii um jólin. Ég kom i gær og fer kannski strax eftir áramót en held jólin á Hjálpræðishernum. Páll Kristjánsson, nemi,— Ég fékk jólafri úr Verslunarskólan- um 11. desember, en er i vinnu hjá Anderson og Lauth i jólafri- inu, en við vinnum ekki sjálfa helgidagana. Flestir minir kunn- ingjar i skólanum fengu sér vinnu i jólafriinu. Ólög Sigurðardóttir, nemi: — Ég er i Menntaskólanum á Akureyri og þar fengum við friið 18. desem- ber. Ég ætla bara að slappa af i friinu, kannski lesa svolitið. LITIÐ INN Á ELLIHEIMILI OG SJÚKRAHÚS Jólin hafa löngum verið talin fjölskylduhátið, og senniiega eru flestir þanniggerðirað vilja eyða þeim meðal ættingja^ Hins vegar eru alltaf ein- hverjir um hver jól sem ekki geta dvalist heima. Fyrir þvi eru ýmsar orsakir, en m.a. má nefna þá sem þurfa að dveljast á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Einnig eru þeir til sem ekki eiga neitt heimili eða fjölskyldu til að dvelja hjá um jólin, enn aðrir eru erlendis, ýmist sjálf- viljugir eða af nauðsyn. Og þá má ekki gleyma sjómönnunum sem margir hverjir þurfa að vera á hafi úti um jól og áramót. Visir leit inn á Landspitalann og Dvalarheimili aldraðra sjó- manna og forvitnaðist um jóla- hald þar, og einnig öfluðum við okkur upplýsinga um jólahald fyrir heimilislaust fólk sem fé- lagssamtökin Vernd standa að. Útskrifum alla sem hægt er fyrir jólin. Vigdis Magnúsdóttir forstöðu- kona Landspitalans sagði að Þau eru ekkert banginn á svipinn þessi, jafnvel þótt þau þurfi kannski að vera á sjúkrahúsinu um jólin, enda eru þau i góðum höndum og búið að Hfga upp á umhverfið. Þangað koma jólin líka allir sem gætu, fengju að fara heim fyrir jólin, sumir alfarnir, aðrir þurfa að koma aftur eftir hátiðina. Reynt er að skapa jóla- stemmningu fyrir hina sem ekki komast heim. Gangar og setu- stofur eru skreyttar og einnig eru sett jólatré inn á hverja stofu. Heimsóknartimarnir eru frá 6 til 9 bæði á aðfangadag og gamlársdag. Þá er og matseð- illinn heilmikið breyttur, há- tiðamatur bæði um jól og ára- mót. Möndlugrautur er hafður á aðfangadag og honum fylgir auðvitað möndlugjöf á hverri deild. A aðfangadager jólamessa og á jóladagsmorgun hefur Hjálp- ræðisherinn alltaf komið og leikið fyrir sjúklingana. Þá hefur Lúðrasveitin líka komið og skemmt sjúklingum. Jólasveinninn kemur i heimsókn. A barnadeildinni er sérstak- legareynt að gera dagamun. A aðfangadag klukkan fjögur kemur starfslið deildarinnar með sin börn, og þá er gengið kringum jólatréð og sungið, Jólasveinninn kemur i heim- sókn, og öll börnin á spitalanum fá pakka, en gestirnir konfekt- poka. Konfektpoka fá lika allir aðrir sjúklingar, sem dveljast á spitalanum yfir jólin. Við litum inn á barnadeildina og þar var að byrja að koma jólabragur, myndir og skraut á veggjum, en i dag verður sett upp jólatréð. Þó nokkur börn þurfa að vera á deildinni þessi jól, sérstaklega þau yngstu, hin stærri fengu flest að fara heim. Margir fara til ættingj- anna Jóhanna Sigmarsdóttir for- stöðukona á Hrafnistu, Dvalar- heimili aldraðra sjómanna, sagði að töluvert margir vist- menn færu til ættingja eða vina um jólin. Þó eru alltaf margir sem halda jólin á Hrafnistu, fyrir þá er töluvert breytt til. Skreytt er á göngum og setustofum og jólatré eru sett upp á Þorláks- messu. A aðfangadag klukkan fjögur er helgistund, en klukkan fimm er hátiðaborðhald. Borðsalurinn er skreyttur og breytt til i hon- um og seinna um kvöldið er svo drukkið súkkulaði með tilheyr- andi. Allir vistmenn fá pakka frá heimilinu, og svo hefur verið töluvert um sönghópa og aðra gesti sem koma til að skemmta vistmönnum, og reyna að gera þeim jólin ánægjulegri, og eru slikargestakomurað vonum vel þegnar. —EB Jólavipur var kominn á anddyri Hrafnistu. Þar hittum við Kristin Jónsson, Guðriði Pétursdóttur og Gunnólf Einarsson en þau gerðu ráð fyrir að dvelja annars staðar um hátiðina. Ljósm. Jim. Jólahald fyrir heimilislausa Félagssamtökin Vernd hafa siðastliðin tuttugu ár haldið jólafagnað fyrir einstæðinga og aðra þá sem hafa enga fjöl- skyldu að leita til, og svo verður einnig i ár. Sérstök nefnd undirbýr jóla- haldið, en einstaklingar og fyrirtæki gefa allt sem til þarf, og eru það yfirleitt sömu fyrir- tækin ár eftir ár. Jólahaldið fer fram i húsi Slysavarnafélags tslands við Grandagarð. Húsið er opnað klukkan þrjú á aðfangadag, og þar er veitt kaffi seinnipartinn fyrir þá sem vilja. Klukkan sex er siðan hátiða- matur og seinna um kvöldið er jólakaffi. Einnig eru gestunum veittar sigarettur og sælgæti og þarna geta þeir rabbað samán fram eftir kvöldi. Þá er einnig höfð helgistund, og stundum hafa komið söng- kraftar eða aðrir og skemmta gestunum. Félagar úr ungteniplarafé- laginu Hrönn hafa séoúfn að skreyta salinn og setja þar uþp jólatré. Einnig hafa þeir stund- um komið og leikið músik af seguibandi. öll vinna við undirbúning og einnig framreiðslan á aðfanga- dag er unnin i sjálfboðavinnu, og Slysavarnafélagið lánar húsnæðið endurgjaldslaust. Þetta jólahald hefur verið vel sótt og hafa komið þarna um sextiu manns þegar flest hefur verið. —EB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.