Vísir - 23.12.1975, Page 8
B
VÍSIR
Þriöjudagur 23. desember 1975. VISIR
Umsjón:
Guðmundur Pétursson.
)
(Jtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson
y Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44.tSimar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innaniands.
i lausasöju 40 kr. eintakiö. Biaöaprent hf.
,,Því skín á hamingju
undir daganna angri"
Þegar klukkur landsins hringja inn jólahátiðina
höfum við enn einu sinni verið minnt óþyrmilega á
það reginafl náttúrunnar, sem enginn mannlegur
máttur fær ráðið við. Við höldum nú aftur jól i
skugga þeirra hamfara náttúruaflanna, sem óneit-
anlega hafa sett mark sitt á islenskt þjóðlif i gegn-
um tiðina.
Hér á norðurhjara veraldarinnar eru jólin eins
konar vin i eyðimörk skammdegismyrkursins. Þau
eru hátið ljóssins i tvennum skilningi. Hvort tveggja
er, að þau varpa birtu á mannlifið dimmustu daga
ársins, og þau eru haldin þá dag tekur að lengja á
ný. En ef til vill eru jólin þó öðru fremur hátið friðar
og nýrra vona.
Ýmsir hafa á seinni árum talið, að jólin hafi misst
eiginlegt gildi sitt i kaupvertið og gjafaprjáli. Vist
er, að i hringiðu nútimalifsins verða jólin aldrei það
sama og áður var. Á öld hraðans og raftækninnar
eru kertin og spilin aðeins þægileg þjóðsaga frá
horfinni tið, þó að i raun réttri sé hún ekki svo göm-
ul.
Jólasiðirnir breytast með breyttum þjóðlifshátt-
um. Það er ekkert til að gráta yfir, heldur eðlileg
þróun. Inntak og gildi jólanna getur verið það sama
eftir sem áður. Framhjá hinu er þó ekki unnt að
horfa, að jólin eru eiginlega andstæða hraðans og
gauragangsins, sem öðru fremur einkennir
mannlifið nú um stundir.
Jólin hafa öðru fremur verið talin friðarins hátið.
Eðlilega finnst mönnum þó sem friðarboðskapurinn
hafi mátt sin litils, þegar þjóðirnar standa enn sem
fyrr gráar fyrir járnum og við verðum að viður-
kenna þá köldu staðreynd, að i okkar heimshluta er
friðurinn tryggður með spjótsoddum. En eigi að
siður má spyrja, hvort við værum ekki enn verr á
vegi staddir, ef friðarboðskapur jólanna hefði aldrei
náð eyrum manna.
Slikum spurningum um gildi jólanna svarar hver
fyrir sig. En það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af
þvi þó að jólin breytist með breyttum timum. Þáð
liggur i eðli hlutanna að svo sé.
Hátið friðar og ljóss getur aldrei verið annað en
hátið gleðinnar og vonarinnar. Jólin eru þannig
hátið vonarinnar um ,,hið ljúfa vor, þegar alls stað-
ar sást til vega,”' hið ljúfa vor, sem „fylgir oss eftir
á lestaferð ævilangri” eins og borgarskáldið Tómas
Guðmundsson segir i Eftirmála að Stjörnum
vorsinc.
Mannlifið byggist á þverstæðum. Á milli tregans
og gleðinnar er órjúfanlegt samband. Þannig verða
jólin mörgum stund trega en ekki gleði. Ógnarleg
slys siðustu mánaða hafa kostað mörg mannslif og
þau minna okkur á, að jólahátiðina ber misjafnlega
að garði. En eftir sem áður eiga jólin að geta boðað
vonina um hið ljúfa vor.
Jólin opna oftast nær augu manna fyrir þessum
andstæðum, sem þó verða aldrei skildar að,
gleðinni og treganum. Eða eins og borgarskáldið
segir i kvæði sinu:
„Þvi skin á hamingju undir daganna angri
og undir fögnuði daganna glitrar á trega,”
Visir óskar landsmönnum öllum
gleðilegra jóla. \
Þar þarf ökuskír-
teini til að mega
aka sleða
í Finnlandi eru
hreindýrin mikilvægt
nauðsynjadýr þar
sem þau annast mikla
flutninga, gefa af sér
mat, hita, skrautgripi,
félagsskap og aðsókn
ferðamanna.
Andi jólanna aftrar ekki finn-
um frá þvi að éta allt ætilegt af
hreindýrunum og nota siðan
leifarnar til^skreytinga.
Fjöldi svokallaðra minja-
gripa, þar á meðal hnappar
bollar og skeiðar, eru gerðir úr
hreindýrabeinumog skinnin eru
notuð I teppi, ábreiður og
brdður.
Jafnvel ljósaskiltin á
Rovaniev-flugvelli eru gerð úr
hreindýrabeinum.
Hreindýrakjöt er líklegast
vinsælasta góðgætið í Finnlandi
enda er þaö einkum borið fyrir
gesti. Það er steikt hvort sem
um er að ræða tungu eða ófædd-
an hjartarkálf.
Hreindýr eru langstærsti hlut-
inn i kjötframleiðslu Finna og
sem náttúruauðlind eru þau sett
næst á eftir timbri og graniti.
En samkvæmt alþjóðaskýrslu
um villta dýrastofna, er hrein-
dýrið i Finnlandi ekki talið vera
i neinni hættu.
Hreindýrastofninn i Finnlandi
telur nú 225.000 dýr, að áliti
hreindýrastofnunarinnar þar,
og af þeim er um G0.000 felld á
ári hverju, sagði talsmaður
stofnunarinnar.
,,Við verðum að drepa þau,
annars syltu þau i hel. Það er
ekki til nægileg fæða fyrir þau
öll„ að ekki sé nú talað um ef
hart er i ári” sagði talsmaður
finnsku ferðaskrifstofunnar.
,,Við komumst ekki af án
hreindýranna. Timburiðnaður
okkar er ekki nægilega stór til
þess,” bætti hann við.
Hreindýrabændur smala
bústofni sinum heim i septem-
ber og fram i nóvember. Ferða-
menn fylgjast gjarnan með og
geta um leið virt fyrir sér norð-
urljósin, sem eru sérlega skær á
þessari breiddargráðu.
Um 6.000 hreindýrabændur
hafa slegið sér saman, og dýrin
eru flokkuð, bólusett og síðan
skorin á háls. útskýrði tals-
maður hreindýrastofnunarinn-
ar.
,,Það eru mjög mannúðlegar
aðfarir” sagði hann.
„Ekki fyrir hreindýrið” sagði
talsmaður sjóðs til verndar
villidýrum i Washington, en
hann var spurður álits á aðferð
þessari.
Hreindýr eru einnig notuö
sem dráttardýr, þótt þau fari
tiltölulega hægt miðað við
þyngd sina. A sleðunum sitja
lappar, iklæddir skrautlegum
þjóðbúningum.
En til þess að fá að aka sleða,
þarf sérstakt ökuskirteini.
Troðningarnir sem ekið er
eftir eru misjáfnir, en engu að
siðurhamasthreindýrin eins og
hver einasti vetrardagur sé að-
fangadagskvöld, og dimmt er I
Lapplandi einn sjöunda hluta
ársins eða 52 daga.
Rikisstjórnin hefur gert til-
raunir til að vernda hreindýrin
gegn umferðarslysum, og hafa i
þvi skyni um 300 dýr fengið
kraga með endurskinsmerki um
hálsinn.
Þannig kragar hafa þó reynst
fremur illa, þvi dýrin hafa oft
flækt þá i greinum og runnum
og rifið þá af, sagði talsmaður
hreindýrastofnunarinnar.
Umferðarráðið er þvi að leita
að nýjum og betri aöferðum.
í undirbúningi er umfangs-
mikili áróðursherferð gegn
snjóplógum, sem hrætt geta
kálffullar hreinkýr með hávaða
og valdið fósturláti.
Sem náttúruauðlind eru
hreindýrin í Finnlandi sett
nœst á eftir timbri og graníti