Vísir - 23.12.1975, Side 9
VISIR Þriöjudagur 23. desember 1975.
9
Með heitu blóði
Þorvaröur Helgason
Nýlendusaga
Helgafell 1975
Ný skáldsaga frá þessum höf-
undi er strax nokkuö forvitnileg
ólesin, og byggist þaö viöhorf á
fyrri skáldsögu hans, Eftirleit,
sem kom út 1970 og vakti vonir
um rithöfund, sem ætti eftir aö
vaxa og stækka. Nafn þessarar
skáldsögu er dregiö af þeirri
málvenju aö kalla nýlendu þann
hóp, sem dvelur samtimis i borg
erlendis viö nám, og þó öllu
heldur þann staö, þar sem
hópurinn hittist. Skáldsagan er
um einn svona námshóp, eöa
einkum þrjú úr hópnum, og
gengur þar ýmist á ást eöa kyn-
lifi, eftir þvi hver i hlut á. Þótt
ytra atferli hópsins i nýlendunni
kunni aö koma kunnuglega fyrir
sjónir þeim, sem i nýlendu hafa
verið, er skáldsagan bæöi for-
vitnileg og upplýsandi fyrir
hina, sem aldrei hafa i nýlendu
veriö, og yfirleitt ekki komizt
lengra en spá i belgi á Den röde
Pimpernelle.
Þótt um engan skyldleika sé
að ræða, minnir skáldsaga þessi
á Elskhuga Lady Chatterley um
djarfmæli, og ævisögu Frank
Harris hvað snertir hispurs-
lausar lýsingar. Þær gerast nú
æ tiðari hinar djarfmæltu bæk-
ur, sem samdar eru af Islend-
ingum, sumar eru gerðar til að
drepa tiðina, aðrar til að
segja nokkru fjölþættari sögu og
vekja til umhugsunar. Nýlend-
an er of fjölþætt til að falla undir
skemmtilestur eingöngu, þótt
moröhistorian, eins nauösynleg
og hún er þessu annars alvar-
lega verki, beri nokkurn keim af
Christie-legum aðferöum. Þaö
er oröiö nokkuö langt siöan hér
hefur veriö uppdiktuö saka-
málasaga, og eiginlega var eng-
in slik góð fyrir nema ,,Allt i lagi
i Reykjavík”, eftir Ólaf við
Faxafen (Friðriksson). Sakar-
efnið i Nýlendusögu er þó sýnu
auöveldara viöfangs, þar sem
þaö gerist I útlöndum. Auk þess
gerir timamunur seinna verkið
sennilegra. Þaö var svolitið
erfitt aö skrifa um bréf undir
steini sunnan viö Tjörnina og
Indriði G.
Þorsteinsson
V
skrifar
göng undir Austurstræti svo trú-
legt þætti. En lurkur i dimmum
erlendum garði er hreinn
barnaleikur I morösögu. Annars
er Nýlendusaga ekki sakamála-
saga.
Þorvarður Helgason skrifar
mikið um ástina i skáldsögu
sinni, og viröist tefla svonefnd-
um „hreinum” tilfinningum
gegn aðförum, sem gleðikonur
eru sagöar nota þegar mönnum
bregst risiö. Hreina persónan
kemst aö visu I tæri viö gleði-
konur, en einhvernveginn ferst
fyrir að hann hafi eitthvert gagn
af þeim annaö en komast inn i
tiltekið hús, þar sem hann getur
kikt á ósómann hjá eljara sinum
og þeirri, sem sá „hreini” elsk-
ar. Þessi ástarævintýri rekja
sig á mjög raunsæilegan og eðli-
legan hátt, og oft þann, sem ekki
hefur veriö sagöur i bókum.
Hins vegar er það nokkur galli,
sem ekki mun þó stinga alla i
augun, að orðfæriö með þessu
raunsæi er ekki alveg viö hæfi á
stundum. Höfundur notar orð
eins og ást og að elska, sem
varla er beitt i alvarlegri frá-
sögn vegna þess hve ofnotkun
þeirra I ómerkilegum verkum
hefur gert þau blautleg og hve
þau segja i rauninni litið. Góður
texti um ástir hefur gjarnan að
leiðarljósi kennslubókardæmi
úr Islendingasögum, sem engil-
saxar fundu upp löngu siðar og
nefndu „grace under pressure”.
Hefði veriö gaman aö sjá slika
útfærslu hjá Þorvarði á þessum
atriöum, og hvernig hún hefði
lyft bókinni, þótt engum úrslit-
um hefði ráðiö.
Ég er anzi hræddur um aö Ný-
lendusaga sé ekki skrifuö með
það fyrir augum aö þjóna
sjónarmiðum hinna nýju kven-
réttindakvenna, og mundi ég I
þeirra sporum mótmæla þeirri
stöðu, sem konan fær I skáld-
sögunni. Einkum horfi ég meö
nokkurri ánægju fram til þess
að Helga Kress lesi skáldsög-
una, en sem kunnugt er hefur
hún verið anzi natin viö að finna
kynferðisverur I kvenpersónum
skáldsagna, þar sem allt á að
vera náttúrulaust samkvæmt
hinum nýja sið, og er það
kannski.
Einstakar setningar og stutt-
ar málsgreinar i skáldsögum,
sem lesanda getur hæglega sést
yfir við hraðan lestur, gefa oft
meira til kynna um þátt útlegg-
ingar en hið lengra mál. Náms-
fólkið i Nýlendusögu er aö sjálf-
sögðu allt að læra, en það er
jafnframt fólk með heitu blóði
bæöi I ástum og pólitik. 1 dagbók
þess myrta, sem þýdd er og les-
in fyrir lögreglufulltrúa stendur
m.a.:
„Það er talað illa um ákveð-
inn hóp, vel um annan og þjóð-
félaginu bölvað. Þjóðfélagið,
það eru þessir asnar þarna úti
sem halda fyrirtækinu gang-
andi, sem vinna og borga skatt-
ana og standa undir skólakerf-
inu sem þessi lýður er i aðal-
tengslum við.”
Lýðurinn, sem vitnað er til i
fyrrgreindum orðum, er:
„..laglegar, velklæddar stúlkur
sem eru að fikta við uppreisn
með þvi að umgangast list-
föndrarana og dópistana sem
koma á þetta kaffihús. Þær lita
ekki við mér af þvi ég er i
borgaralegum fötum og vinn
sýnilega fyrir mér. Hinir karl-
mennirnir eða stóru drengirnir
eru allir I bláum vinnubuxum og
peysum, yfirleitt skeggjaöir.”
Þorvarður lætur þess ekki
getið, að með þvi að ganga I
borgaralegum fötum eru þeir
hinir sömu að gefa þvi byr undir
vænginn að þeir hafi selt sig.
Kannski hafa allir með bindi
selt sig i augum hinna blá-
klæddu?
Þótt Nýlendusaga sé byggð á
veru islenzks námsfólks i er-
lendri borg, ber aö sjálfsögðu
fyrst og fremst að lita á hana
sem skáldsögu. Hún er að visu
fyrsta sagan um þetta efni, og
þvi gætir nokkurrar þarfar til aö
Þorvarður Helgason.
tengja hana sem atferlislýsingu
við hinn islenzka hóp. Þaö sem
hlýtur þó að vera undanskilið,
sem almennt dæmi um slikan
hóp, er morðið sjálft og aðdrag-
andi þess.
Með Nýlendusögu er Þorvarö-
ur Helgason orðinn höfundur,
sem taka verður tillit til. Hann
er að visu enn ekki fullráöinn,
sem varla er von, enda er bók
þessi tveggja átta, annars vegar
skemmtisaga, og hins vegar
alvarlegar bókmenntir, og
verður ekki af henni séö hvora
leiðina höfundur ætlar að velja.
Má einnig vera að hann kjósi aö
halda sig á þessum tviátta mið-
um enn um sinn. Hvaö sem
verður, þá er Þorvarður eftir-
tektarverður höfundur, sem
kann þá tækni að halda
lesandanum viö efniö, sem er
auðvitað upphaf þess handverks
aö skrifa bækur. Hitt verður svo
gæfa og gerð að skera úr um i
framtiöinni.
Indriði G. Þorsteinsson
Eftir þvi sem nær dregur jól-
um þéttist bókahriöin og stafl-
inn á borði umsegjandans
stækkar og breyttar aðstæöur
kalla á breytt viðbrögð. Hér á
eftir mun þvi fylgja umsögn um
fjórar bækur — og fyrsta bókin
eru Gotlenzk ljóð eftir Gustaf
Larsson I þýðingu Þórodds Guð-
mundssonar, 32 siöur, útgef-
anda er ekki formlega getið en
bókin er prentuð i Hólum og lit-
ur bókin vel út nema hvað káp-
an er nokkuð stilaverkefnisleg.
Gustaf Larsson er maður á ni-
ræðisaldri og er þess getið i for-
mála eftir þýðanda að ljóð hans
á gotlensku hafi fyrst komið út
1961, skáldið þá tæplega sjötugt,
liklegt er að birst hafi fyrr
kvæði á sænsku þó það sé ekki
tekið fram sérstaklega, en i
bókinni eru bæði kvæði þýdd úr
gotlensku og sænsku. Kvæðin úr
gotlensku túlka lifsviðhorf trú-
. aðs fullorðins manns sem þykir
mjög vænt um náttúru heima-
haga sinna og viröist einnig
sáttur við aldurinn — haust-
æfinnar — sbr. eftirfarandi
niðurlag:
Hjartað þolir og þreyr,
þangað til óró vor deyr.
Hjarta vort hlýtur að bresta
hvers og eins, ljúfan min bezta.
Af sænsku kvæðunum þykir
mér fallegt kvæði sem heitir
Ljósið:
Hið bjarta ljós frá sólarupp
komunni
flæddi yfir skógarmúrinn I
austri,
fossaði inn á bæjarhlaðið,
glitraði i hrimfrostinu
og hverfðist við skynjun
mina
i sigursöng.
Ég kann engin skil á Gustaf
Larsson urhfram það sem i
kverinu stendur og hef ekki að-
stöðu til að bera saman þýðingu
og frumtexta, en svo virðist sem
þýöingin sé vel af hendi leyst.
Af bókum
Jó Helgasonhefur sent frá sér
smásagnasafn: Steinar I brauö-
inu. Skuggsjá, 128 siður. 1 bók-
inni eru sjö sögur frá ýmsum
sviðum þjóðlifsins, úr borg,
sveit og bæ og eru allar sögurn-
ar vel læsilegar, að minum
smekk ber þó ein af, Kirkjugriö,
i henni er áhrifamáttur frásagn-
arinnar hvað mestur og tjáning
beisk og skörp. Málfar höfund-
ar er skemmtilega rikt og ber
þess merki að hann er úr sveit
og sveitin sem sögusvið honum
sýnilega kær.
Þorvaröur Helgason
skrifar
“ V
Tveir ungir menn hafa tekið
höndum saman og gefið út fjöl-
ritaða bók mynda og ljóða:
Geimtugg, ljóð eftir Jóhann
Helgason, myndir eftir Pjetur
Stefánsson, eigin útgáfa, 61
siöa. Titilinn má hugsanlega
túlka á fleiri vegu en einn en viö
lestur bókarinnar kemur manni
helst i hug að margir textar
hennar séu viðeigandi andleg
tugga i geimum, helst undir
morgun þegar langvarandi
vima hefur vaidið þvi, að skop-
skyn manna er mjög næmt og ó-
gagnrýnið sbr.:
Lifið er eins og appelsinu?
marmelaði
lekandi af vörubilspalli
sleiktu’ða
Fiestir textar bókarinnar
virðast eiga rót sina i ofan-
nefndu hugarástandi og það er
þvi eðlilegt að mæla með henni
til sliks brúks — og eru áreiðan-
lega til óþarfari bækur. Myndir
Pjeturs Stefánssonar virðast
mér falla vel að efninu, sérstak-
lega hafði ég gaman af mynd-
inni með kvæðinu Ég, en það
hljóðar svona:
Ég vissi ekki neitt hvað
um var að vera
né hvað timanum leið
bara beið eins og skreið.
Annað fjölritað litið kver ber
titilinn Kom eftir Arna Ibsen,
Ljóð 1971—1973, myndir eftir
Eirik Smith, eigin útgáfa, 47
siöur. Ljóðin i bókinni eru af
ýmsu tagi, lengri frásagnir i
ljóðformi, skoðanatjáning og
lýsingar, margt efni gamal-
kunnugt og tök ekki öll ferskleg.
Mér virðist höfundur mætti
leggja meiri rækt við skáld-
skapinn og stefna að þvi að
verða skirri og persónulegri.
Eitt af bestu kvæðunum i bók-
inni er Einn morgun:
i morgunstillunni stend ég
einn á götunni
er nývöknuð sólin hjalar
við"þögnina
þá heyri ég óm af tali
tveggja manna
sem koma úr hliðargötu
og ganga i átt frá mér
ég greini ekki orðin
en ómurinn lifir lengi
i kyrrðinni
meðan mennirnir fjarlægjast.
Pelsar - hlý og falleg jólagjöf
Fáeinir pelsar eftir.
Nú er hver siðastur.
Góöir greiðsluskilmálar.
Opið í dag kl. l-10e.h.
Pelsasalan Njálsgötu 14. Simi 20160.