Vísir


Vísir - 23.12.1975, Qupperneq 24

Vísir - 23.12.1975, Qupperneq 24
( Þriöjudagur 23. desember 1975. VISIR Umsjón: Rafn Jónsson. ) Stjörnu- bíó: Mafíósar í morðham Stjörnubló Stone Killer Bandarlsk. + + Það er ekki hægt að segja að maður komist í jólaskap við að sjá jóla- mynd Stjörnubíós. Stone Killer er sann- kölluð blóðsúpa með blý- kúlum. Rétt einu sinni er okkur boðið upp á að sjá ameríska lögreglu vernda ameríska borgara gegn alls konar glæpalýð sem veður uppi og kallar sig mafíosos. Þessi mynd er þó aö sumu leyti svolitiö betri en aðrar slík- ar, þótt hún gangi út i öfgar annaö veifiö:. Hún byrjar á þvi aö lögreglumanni er vikið úr starfi fyrir aö drepa 17 ára ungling en sá hafði brotist inn i áfengisbúð og ógnaði lögregl- unni með byssu. Lögreglumaöurinn (Charles Bronson) fer til kunningja slns i Los Angeles og gerist lögreglu- maður þar. Brátt hittir hann afbrotamann sem var eftirlýstur I New York, og hann fær það hlutverk að koma honum þangað. A leiöinni segir glæpamaðurinn honum frá þvi að verið sé að undirbúa morð og vill öölast frelsi gegn þvi aö láta i té upplýsingar. En löggan vill enga samninga. Þegar þeir koma til New York er glæpamaðurinn myrtur á flugvellinum. Þaö verður til þess að lögreglumaöurinn fer að rannsaka máliö og notar til þess þær fátæklegu upplýsingar sem glæpamaðurinn lét honum I té. Aður en varir kemur i ljós að uppgjör á brátt að verða milli mafiufjölskyldna i Bandarikj- unum, ein fjölskyldan ætlar að hefna moröa sem framin voru fyrir 42 árum! Leiötogum f jölskyldnanna tekst ekki að flýja örlög sin, en lögreglan nær þó glæpamönnun- um. Þessi mynd hefur þann stóra galla að atburðarásin er of hröð, klippingar of tiðar, og svo ótölulegur fjöldi manna kemur við sögu að það er varla fyrr en undir lokin sem maður fær ein- hvern botn I allt saman. I erlendum blööum hefur verið sagt aö Guöfaðirinn fölni i samanburði við þessa kvik- mynd, en ég held að þaö sé oflof. Hins vegar má segja að hún sé sæmilegasti reyfari. Háskólabíó Tregasöngur Laugarásbíó: HUNGRAÐI HÁKARLINN Laugarásbió Ókindin Bandarisk. + + + + Þessi kvikmynd er tækniundur og sem tækni- undur fær hún fjórar stjörnur. Auk þess er hún ansi spennaridi og ógeðs- leg eins og til er ætlast. Hún er gerð eftir tiltölulega nýrri kvikmyndagerðarformúlu sem nýtur mikilla vinsælda i dag i Bandarikjunum, þ.e. að sýna fram á það sem gæti gerst en hefur aldrei gerst. 1 þessu tilfelli er það glor- hungraður risahákarl sem legg- ur sér til munns nokkra baö- strandargesti, sem komnir eru til að njóta sólar og sumars. Myndin hefst á þvi að ung stúlka leggst til sunds og ekkert spyrst til hennar fyrr en daginn eftir.að hún finnst öll i tætlum á ströndinni. Læknirinn i þorpinu sem myndin gerist i, heldur þvi fyrst fram aö hákarl hafi étið hana, en þegar bæjarstjórinn sem á mikilla hagsmuna að gæta i rekstri sumarhótela, hefur blandað sér i málið, breytir læknirinn framburði sinum og segir að stúlkan hafi lent i skipsskrúfu. Siðan er drengureinn étinn af hákarlinum og ofsahræösla gripur um sig, en það er ekki fyrr en sá þriöji hefur verið ét- inn að bæjarstjórinn gefur sig, og leitin að hákarlinum hefst. Þá gerist myndin mjög spenn- andi og helst sú spenna allt til enda. Okindin eða Jaws eins og hún heitirá frummálinu, er sú mynd þar sem þessi nýja gerð hryll- ings-tæknimynda nær hámarki, og fróöir menn segja að mynd eins og Earthquake sé mun lak- ari, en hún verður sýnd i Laugarásbiói á næsta ári. Billie Holiday's Háskóiabió Lady Sings The Blues. Bandarisk + + + Af þeim myndum sem fjallað er um á siðunni i dag kemst maður næst þvi að fara i jólaskap við að sjá þessa mynd, en þó er hugurinn tregabland- inn þegar henni lýkur. Diana Ross lifir sig inn I hlut- verk Billie Holidays og gerir það meistaralega vel. Hún er ekki að- eins góð söngkona, heldur lika góð leikkona. Allt frá þvi að koma fram sem litil, saklaus sveita- stúlka og til þess að verða for- fallinn fikniefnaneytandi heldur hún huga manns föngnum með leik sjnum og söng. Höfuðgalli þessarar myndar er sá, að hún spannar of langt tima- bil, alla ævi Hollidays, og mjög fljótt er farið yfir sögu á stundum. bað er ekki til neins að ætla sér að rekja þráð myndarinnar hér, þvi hún á allt sitt undir tónlistinni og raunverulega verða menn að leggja sig vel eftir textanum til að njóta myndarinnar sem best og er það miður að lagatextar skyldu ekki vera þýddir. Það kemur fram i þessari mynd að fiknilyfjavandamálið er ekki nýtt undir sólinni. 1 myndinni koma fram þær hættur sem fikniefnaneyslu eru samfara og þeim vandamálum sem Holiday átti við að striða vegna fikniefnaneyslunnar. Eftir að hafa lent einu sinni i fangelsi vegna slikrar neyslu, missti hún leyfi sitt til skemmtanahalds i New York. Þá hófst önnur för hennar um landið til að vinna hylli manna, svo hún gæti skemmt I Carnegie Hall með söng sinum, en ekki var efast um að hún fengi leyfi sitt aftur eftir að hafa sigrað hjörtu áheyrenda þar. Hins vegar varð á sú raunin að henni var synjað leyfisins, og ieiddi það til aukinnar fikniefna- neyslu, uns hún ienti aftur i fangelsi. Þar lést hún svo 44 ára að aldri. Diana Ross og Richard Pryor I hlutverkum sinum I Lady Sings The Blues. Richard Pryor er stór- kostlegur I hlutverki „piano- mannsins”. Opið 2. dag jóla Hótíðarmatseðill

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.