Vísir - 23.12.1975, Síða 32

Vísir - 23.12.1975, Síða 32
Getrauna- úrslitum frestað ÞriÓjudagur 23. desember 1975. JÓLA VÍSIR Fjölmargir áskrifendur Visis úti á landsbyggöinni hafa hringt og kvartað yfir aö þeir myndu ekki ná aö koma lausnum jólagetraunarinnar til blaðsins fyrir tilsettan tima. Þaö hcfur þvi veriö ákveöiö að fresta þvi aö draga, þartil mánudaginn 29. desember næstkomandi. Þá ættu allir aö hafa haft tima til að skila af sér. —ÓT. Kona slasaðist í órekstri Kona slasaöist i árekstri, sem varö við Höföabakka rétt viö Vesturlandsveg i gærkvöldi. Areksturinn varð á áttunda timanum. ökumaður missti stjórn á bil sinum vegna hálku og rakst um leið á annan. Konan var ökumaður i öðrum bilnum og slas; ðist hún. Aðra sakaði ekki. Konan mun hafa skorist á höfði. — EA 32 árekstrar Mikiö var um árekstra i Heykjavik I gær. Fram til kl. 20 i gærkvöldi höföu 32 árekstrar verið bókaöir hjá lögreglunni. 1 flestum tilfell- um voru þeir smávægilegir og lítil meiðsl á fólki. Slæm skilyrði voru til aksturs i gærdag, mikil hálka samfara mikilli umferð. -VS. Margir í sömu árekstrunum og jafnvel mann- lausir bílar Talsvert var um árekstra i Kópavogi i gær. t flestum tilvik- um lentu fleiri en tveir bilar sam- an, og i tvcimur tilvikum var um mannlausa bila aö ræöa. Einn árekstur varð á Auð- brekku, rétt við Nýbýlaveginn. Þar runnu þrir bilar stjómlaust og lentu saman, enda mjög mikil hálka. Þá varð annar við apótekið i Kópavogi. Þar fór einn á tvo mannlausa bila, sem höfðu staðið kyrrir. Tveir árekstrar urðu i við- bót. I báöum tilfellunum var um tvo blla að ræða, en i annað skipt- ið var ekið á mannlausan, kyrr- stæðan bil. Engin slys urðu á mönnum, en bilarnir skemmdust talsvert. Hálkan var mjög mikil, og eins og sjá má af þessu, var oft erfitt að hafa stjórn á bilunum. — EA Systurnar vilja selja Landakot „Það er rétt, systurnar vilja selja Landakot. Málið er í athugun hjá rikis- stjórninni og hefur verið rætt þar, en engar ákvarðanir hafa verið teknar og þess er ekki að vænta fyrir áramót," sagði Matthías Bjarnason, heilbrigðisráðherra, i viðtali við Vísi í morgun. Þessi sala á Landakoti kom fyrst til umræðu i haust og þá voru þeir Ellert B. Schram og Oddur Ólafsson skipaðir af hálfu fjármála- og heilbrigðisráðuneyt- anna til að ræða við eigendur og athuga hugsanleg kaup rikisins. Greinagerð þeirra er nú til at- hugunar hjá rikisstjórn. Astæða þess að systurnar vilja selja Landakot er sögð sú, að þær eru nú orðnar fáar og reksturinn þeim þvi erfiður. -EB. Hregiö var i blaöburöar- happdrætti Vísis, mánudaginn 22. desember. Þeir heppnu sem hlutu vinning voru Helga Hallgrimsdóttir, sem hlaut Alfa-útvarp i þriðja vinning. Númer 2, feröasegulband, fékk Jón Gunnlaugsson, og númer 1, tvö labbrabb-tæki fóru til Hveragerðis, til Þórðar Jóhannssonar. Allir verölaunagripirnir eru frá Radióverslun Þorsteins og Vilbergs, á horni Laugavegar og Barónsstigs. A myndinni er Einar Vilhjálmsson (fyrirmiðju) sem afhenti verðlaunin. Hann heldur á labbrabb-tækjum Þórðar, sem komst ekki i bæinn nógu snemma til að vera við af- hendinguna. Helga og Jón eru með honum með sina verðlaunagripi. ^Jólaferðir strœtisvagna í iKópavog og Hafnarfjörð Kópavogur: Ekið verður á Þorláksmessu allan daginn á 12. min. fresti. Siðasta ferð frá Hlemmi kl.00:24,frá skiptistöð til Reykjavikur 00:17. Á aðfangadag verða ferðir á 12 min. fresti. Siðasta ferð frá Hlemmi kl. 17:00,frá skiptistöð til Reykjavikur kl. 16:53. Akstur hefst kl. 14 á jóladag og ekið á 20. min. fresti til kl. 00:20. A annan i jólum hefst akstur kl. 10.00og ekið á 20 min. fresti til kl. 00:20. Hafnarfjörður: A Þorláksmessu verða ferðir eins og venjulega. Siðasta ferð á aðfangadag verður kl. 17 frá Reykjavik, og frá Hafnarfirði kl. 17:30. Ekið verður á 30 min. fresti fram til kl. 13:00 eftir það á 20 min. fresti. Ferðir hefjast á jóladag kl. 14:00 og verður ekið til kl. 00:30. Ekið verður á 20min. fresti til kl. 20:00, en eftir þaðá 30min. fresti. Hefur ekki fyrr fallið úr hillum Fjölskyldan á Ærlækjarseli — henni hefur ekki orðiö svefnsamt siöan jaröskjálftarnir byrjuöu. F.v. Grimur örn, Grimur Jónsson, Bernharð, Erla og Arnþór. Ljósm. VIsis: BG. Vísir í heimsókn á aðal- skjálftasvœðinu í Kelduhverfi: Sofa lítið fyrir iarðskjálftunum „Ástandið má ekki versna mikið. Þá veröum viö aö fara eitthvaö burtu, a.m.k. til að sofa”, var samróma álit fjöl- skyldunnar á Ærlækjarseli á Austursandi i Axafiröi, þegar Visir heimsótti bæinn I gærdag. Jarðskjálftakippirnir i Keldu- hverfi hafa veriö einna sterk- astir á Austursandi, sem er austan Jökulsár á Fjöllum. Þegar Visir kom á Ærlækjar- sel i gær, var búið að taka alla glermuni saman. Blóm höfðu vafist ofan af stöng, og bækur og munir I hillum kastastúr þeim, i verstu kippunum. „Þetta er allt i lagi á daginn, en verst þegar maður er að fara að sofa og reyna að komast i ró”, sagði húsfreyjan, Erla Bemharðsdóttir. Hún sagðist litið hafa getað sofið undan- farnar nætur, og vaknað við hvern skjálfta. Grimur Jónsson bóndi sagðist hafa gréint nokkrar litlar sprungur I pússningunni utan á húsinu, sem ekki hefðu verið þar áður. Synirnir á bænum þeir Grim ur Grimsson og Arnþór, sögðu að utan frá að sjá sæjust húsin ganga i bylgjum þegar stærstu kippirnir kæmu. „Bilarnir hoppa eins og á holóttum vegi”, sögðu þeir. Til öryggis eru allar ciyr , þar á meðal útidyi: hafðar opnar á næturnar á bæjunum á Austursandi. Ef hús skyldu skekkjastaf völdum skjálfta er alltaf hætta á að hurðir festist i umbúnaði sinum. Yngsti sonurinn á heimilinu, Bemharð, hefur tekið skjálftun- um fremur rólega. „En siðustu nótt veinaði hann mikið upp úr svefninum,” sagði Erla. Igær voru engar talstöðvar komnarábæinaá Austur- sandi. -ÓH. „Skjálftarnir hafa veriö harö- ir margir h\]erjir,en áöur hafa hlutir ekki dottiö úr hillum”, sagöi Lilja Guölaugsdóttir á Framnesi I Kelduhverfi, þegar blaöamenn Visis litu viö hjá henni stuttu eftir stóra skjálft- ann sem varö þar um klukkan 10.30 i gærmorgun. Sá skjálfti mæidist 4,3 stig á Richters- kvarða. 1 stofunni hjá Lilju höfðu hljómplötur og glermunir fallið niður á gólf. Lilja sagði að önnur dóttir hennar, sem er 6 ára, væri mjög hrædd vegna skjálftanna. Hin, sem er 3 ára, áttar sig ekki eins vel á hvað um er að vera. Tengdaforeldrar Lilju, sem búa einnig á Framnesi, eru um áttrætt. En þau hafa aldrei áður fundið slika jarðskjálfta i Kelduhverfi, þótt þau hafi búið þar alla sina tið. — ÓH Lilja i stofunni i Framnesi þar sem hlutir féllu úr hillum i versta jarðskjálftakippnum kl. 10.30 i gærmorgun. Ljósm. VIsis: BG.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.