Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1925, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. október 1025. 1 BESTA I I SÆLGÆTIÐ I 1 E R I í heildsölu fyrir kaupmenn og kaupfjelög hjá: 0. Johnson & Kaaber. stoð Þjóðverja og frá 16. maí 1918 er Finnland frjálst og sjálfstætt 'lýðveldi. Borgá. Borgá liggur um 60 kfn. austur frá Helsingfors; er um einnar stundar ferð þangað með lestinni, er .Sþá kl.st. með gufubát. Flestir kjósa sjóleiðina þó iengri sje, en leiðin er injög skemtileg um sund in milli eyjanna og síðast inn eft- i" ármynninu, sem Borgá stendur við. Borgá er ekki stór borg, en á merkilega sögu alt frá 14. öld. Þar er dómkirkja háreist, með slandmynd af Alexander I. í sömu sporury og hann stóð, þegar liann undirritaði grundvallarlög Finna 1809. í þeirri kirkju sóru stjettir Finnlands honum trú- og holl- ustueiða saipa ár hinn 29. mars. Hjer voru skólar margir; menta skóli, kvennaskóli, lieyrnar- og málleysingjaskóli, handiðnaðar- skóli, vefnaðarskóli og lýðháskóli, hinn elsti í Finnlandi. Kom jeg þar á fund, sem sænskir og finsk- ir lýðháskólakennarar höfðu með sjer. Heimili Runebergs. Merkustu minjarnar í borg- inni eru tengdar við nafn skáld- konungsins Runebergs. parna er heimili hans, þar sem liann bjó stöðugt frá 1852 til dauðadags 6. maí 1877. Samkvæmt tillögum Borgá-búa hefir ríkið keypt og tekið til varðveislu heimili Rune- bergs. (Runebergs hem). Eru þar stofur allar og húsgögn hin sömu og með sömu ummerkjum og þeg- ai skáldið samdi þar hin ódauð- legu ljóð sín. Þar er svo margt að s'já. í þeim stóru og veglegu húsakynnum, sem of langt yrði upp að telja. Verð jeg þó að nefna silfurkönnuna miklu, sem skáld- inu var færð að gjöf frá lierdeild- um Finnlands 8. júní 1854. A hún aldrei lir ættinni að ganga; nú á hana Björn Runeberg, v'erkfr., enhann, eins og faðir hans, hefir ákveðið að hún skuli geym- ast 1 gamla heimilinu. Kannan er Lstaverk mikið og vegur 18% punds. A lokinu er finska ljónið með reidda lijörinn og á brjóstið er greipt „Várt land“. Umhverfis

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.