Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Side 2
a LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 1. nóv. 1925. „Tror De at De kan finde Is- land?“ — svaraði umsjónarmaður í hæðnistón, en múgurinn á bakkan- um kímdi. Dregur nú umsjónarbáturinn farkostinn út að Löngulínu. Þar var leyfilegt að l\ggja með olíuna. Þegar þangað kemur, taka þeir saman ráð sín,N skipstjóri og báts- maður, að best væri að losna við eitthvað af vörunum. Gekk það í stappi nokkru, því búið var að afgreiða þær að öllu leyti, sem vera bar. En þareð sýnt var, að fleytan kæmist ekki leiðar sinn- ar með það, sem innanborðs var, var eigi annar kostur fyrir send- endur, en taka við vörunum. En um leið hugkvæmdist skip- stjóra að leita til enska ræðis- mannsins í Höfn, og fá hann til þess að leyfa flutninginn. En hann vísaði frá sjer til annars valds- manns. Þegar þangað kom vísaði sá frá sjer, til allra sendenda, að þeir gæfu vottorð um uppruna varanna og þvíuml. Uppgáfust þeir á að standa í því stappi og ákváðu að sigla blessunarlaust af hálÞi Breta. Þegar þetta er um garð gengið, og allmikið af vörunum sent í land, leggja þeir af stað. Hafa þeir hafnsögumann til Helsingja- eyrar. Skipverjar voru fjórir í alt, vielamaður og stúdent. auk skip- stióra og bátsmanns. Þegar þansrað kemur ákváðu þeir varðskifti á skipinu þannig, að skipstjóri hafi vörð með stú- dentinum, en bátsmaður og vjelar- maður sjeu saman á verði. Kl. 4 um nóttina voru vakta- skifti, eins osr lQg gera ráð fyrir. Var dimmviðri og úfinn sjór í Katteeattinu. Gekk skipstjóri þá undir þiljur, en ljet þess getið við bátsmann, að hann skyldi láta sig vita, ef viti sjáist á bakborða, því það sje vitinn á Anholt. Kl. 5 birtir í lofti. Sást þá vit- inn. Skipstjóri er kvaddur á þil- far. Lítur hann til veðurs og hefir orð á því við bátsmann, hve langt muni vera til lands. Bátsmaður var eigi klókur í því. Hann hafði aldrei stundað far- mensku fyrri en þetta. Skipstjóri ljet sjer það þá lynda, þó engin vissa væri fyrir því, hve langt væri til lands. Hann vissi þó altaf að vitinn á Anholt var á sínum stað. Gengur nú skipstjóri undir þilj- ur. En er hann hafði dvalið þar drvkklanga stund, stóð flevtan föst. Kemur skipstjóri hvatlega upp, og gefur til kvnna, að þeir væru strandaðir á Anholt-rifi. Var nú báturinn settur út, og vörpuakkerið flutt aftur af fleyt- unni; því næst „gengið til spils“ af öllum mætti. En ekkert stoðaði. Fleytan stóð bjargföst á Anholt- rifi. Var olíufötunum nú flevgt fyrir borð, og þau bundin öll í eina „trossu“. En þó fleytan ljettist um þau, stóð hún jafn óbifanleg eftir. Þá var timbri varpað fyrir borð, sem á þilfarinu var. En alt kom fyrir ekki. Varð nú ekkert aðhafst framar, og varð að skeika að sköpuðu hverju fram yndi. Kl. 11 um daginn var háflóð. pá losnaði fleytan af rifinu. Var nú fögnnður mikill meðal skip- verja. Þó skygði það nokkuð á gleðina, að farmurinn hafði minkað. En olíufötin áttu að vera vís. Átti nú að taka þau aftur. En er til kom, voru aðeins tvö eftir. Stakk skip- stióri upp á að leita þeirra. En æntrinn vissi hvert átti helst að leita. Fór skipstióri upp í reiða til að svipast eftir þeim, en varð einskis vísari, og var því haldið af stað við svo búið. Ferðin gekk vel, það sem eftir var dagsins. En um kvöldið syrti að með þoku, og var dimt mjög um nóttina. Skipstjóri var á verði. Kemur hann í dagrenning undir þiljur, og segir sínar farir ekki sljettar. Sagði hann, að land væri nú á alla vegu, þá vera komna inn í einhverja vík. Var það ljóst, að hjer var ekki alt með feldu. Enginn hafði vitað betur en að þeir væru á leið til Islands, en þarna stefndu þeir á land. Greip nokkur uggur þá ósjófróðu um það, að hafnar- umsjónarmaður hefði haft nokkuð til síns máls, er hann var eigi grunlaus um, að þeim mundi veit- ast erfitt að rata. Skipstjóri tekur nú sökku til að kanna dýpi. Eqp færi þraut, áður en hann kendi botns. Gat hann því ekki með öllu hugviti sínu áttað síg á, hvar þeir væru komnir. En samferðamönnum skip stjóra fanst í svip alt jafn botn- laust, víkin og siglingavit skip- stjóra. Fiskidugga var í nánd við þá, en vita sáu þeir í landi. Sneru þeir sjer til duggunnar og spurðu duggara hver viti sá væri, sem þeir sæju á landi. Sögðu þeir það vera „Marstrands fyr“ í Svíþjóð. Ljet nú vjelamaður uppi þá ósk, að leita til lands, og fá hafnsögu- mann til þess að koma þeim í trygga höfn, en láta af heimferð- inni. En bátsmanni kom í hug orð Snorra „út vil ek“, og varð það úr, að hann fjekk því ráðið að þeir skyldu reyna hvort þeir fyndu Skagatá á Jótlandi. Væri auðvelt að snúa aftur hvar sem væri, meðan þeir eigi væru komn- ir xit úr Kattegat. Úr vík þessari voru 28 sjómílur að Jótlandsskaga. Hjeldu þeir níi þangað. Stóð nii alt vel heima með siglinguna. Afrjeðu þeir því að halda áfram ferðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.