Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Síða 4
i to uiiirl M. Dílasápa Rósarsápa \ Murusápa Lanolin-sápa Biðjið um i s I e n s k u «reinssíDu:mr. úthafsfarar skyldu stöðvu ferð sína. KÖlluðu hermeun af togaran- um og spurðu hvaðan þeir kæmu og hvert ferðinni væri heitið. Nú kom til kasta stúdentsins, því hann var sá eini, er kunni að mæla á enska tungu. Fjekk hann kallaralúður í hönd og sagði þeim alt af Ijetta. En hvort það var svo, að þeir skildu ekki hvað hann sagði, ellegar þeir voru tortrygnir, er óvíst. En þéir Ijetu sjer eigi nægja orðín tóm og skutu út báti með mönnum, er komu til að skoða, hvað skipið hafði innanborðs. En svo meinleysislega leyst komumönnum bæði á skipverja og |arangur, að þeir ljetu sjer lynda, LESBÓK MOROUNBLAÐ8INS 1. nóv. 1925. þótt plöggin væru eigi undirskrif- uð af fulitrúum heimsveldisins. — liáðu þeir afsökunar á töfinni og fóru leiðar sinnar. En þegar átti að setja vjelina í hreyfingu, duttu í hana sömu dutlungarnir og við hafnarbakk- ann í Höfn. Hún ljet sig ekki, hvað sem reynt var. Horfði nú í óefni, og var viðbúið, að nú bæri að þriðja strandinu. Því fleytuna rak áleiðis að skeri einu, sem eigi var langt undan. Og var þá engu líkara en að þau álög íylgdu þeim, að hljóta eitt strand við hvert þjóð land, sem þá bar að. Þess skal getið, Bretunum til verðugs lofs, að þeir biðu á togar- anum, til þess að sjá fyrir endann á því, hvort yrði fyrri til, vjelin að komast í hreyíingu, eða aldan að varpa kútternum á skerið. En vjelamaður bar sigur úr být- um. i Að því búnu drógu Bretarnir niður merkiflögg sín á togaranum. Bátsmaður kúttersins var á þil- fari. Taldi hann óþaría að haia „Dannebrog“ lengur uppi og hugð ist að draga flaggið niður. En svo vildi til, að hnútur var á flagg snúrunni, og stöðvaðist flaggið því við miðja siglu. En er hermenn- irnir á togaranum sáu þetta, brugðu þeir við og kiptu þeir gunnfána sínum niður í kveðju- skyni, því þeir litu svo á, að „Dannebrog" hefði stöðvast þarna í siglunni vegna þess, að þeir ís- lendingar væru að kveðja sig og sýna með því heimsveldinu til- hiýðilega virðingu. Þetta sá bátsmaðurinn, þar sem hann stóð og leysti hnútinn. Kúm Lesbókarinnar leyfir eigi ítarlega frásögn af ferðinni, sem eftir er. Stöðugt pumpandi leka- vatn á 1—2 Jdukkustunda fresti með lúinni dælu komust þeir leið- ar sinnar undir Færeyjar og spurðu þar fiskimenn til vegar til næstu hafnar. Fengu þar vistir og aðrar nauðsynjar. Og eftir hæfi- lega langan tíma komust þeir undir Eystra-horn, og hjeldu síðan sem leið liggur til Reykjavíkur, og komu þangað eftir þriggja vikna ferð. ------o—ooo—o-------- fláfc: ^ |Meira um Berba. s. Samanburður á þeim og íslendingum til forna. ö Eftir dr. Jón Stefánsson. Menn hafa forvitnast um Ber- ba og viljað vita meira inn þá. Ilöfðingjavald og þingvald er líkt hjá þeim og var hjá íslendingum fyrir 1262. Ættbornir menn, sem hafa áunnið sjer hylli manna fyrir afburða vit eða hreysti, hafa öll mannaforráð. Þeir ráða úrslitum 4 þingum. Þing þeirra og þinghá, þ. e. umdæmi hvers þings, kallast „djemaa“. Nú er sannað, að rúss- neska orðið „dúma“ er komið úr norrænu. Á elstu forn-ensku, á undan víkinga-öldinni, eru lög kölluð „dómas“ (dómar). Er kyn- legt, að svo líkt orð skuli verða brúkað um svo líka stofnun í Norð ur-Afríku, þó það geti verið af hendingu. Öll lög Berba eru eld- gamlar venjur, sem eru svo sam- grónar holdi þeirra og blóði, að þó enginn stafur þeirra sje settur á bók og þær sjeu aðeins geymdar í minni og munnmælum, þá er þeim fylgt langtum betur en rit- uðum lögum. Líkt er Englending- um farið. Stjórnarskipun þeirra er ekki til á pappírnum, en þó má hvergi út af henni bregða. Kyn- slóð eftir kynslóð rígbindur sig samt við hana. Ætt og ættmenn standa að baki 'hvers einstaklings, er gert er á hluta' hans. Ef kona segir skilið við mann sinn, heimtar ætt henn- ar heimanmund hennar og miklar bætur af fje og eignum bónda, og gengur eins ríkt eftir því og á söguöldinni. Saktal og sárabætur er eins nákvæmt hjá þeim og í Grágás eða í Gulaþingslögum. — Gjöld vaxa og þverra eftir því sem ætt stendur til; nánustu ætt- ingjar hins vegna fá mest, firn- ustu minst. Manngjöld eru sniðin eftir því, hvers virði maðurinn er.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.