Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1925, Blaðsíða 7
1. nóv. 1925. LB8B0K MOR&UNBLAÐSINS 7 y BE6TU PAPPÍRSVÖRURNAR 4 Fjölritunarpappir (dnplicator) i folio og 4to. Perpi- pappir, akorinn niðar ókeypis, eftir óskum. Karton, limpappir, kápupappir, prentpappír, skrifpapp- fr, ritvjelapappír, alt i mörgum litnm. Nafnspjöid, ýmsar stærðir Umslög, stórt úrval. Faktúru- og reikn- ingseyðublöð, þveritriknð og óþverstriknð sc* selur ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA H.F. - SÍMI 48. kvæði Guðm. Friðjónssonar, er hann yrkir um sjerkemiilef?a, stór- brotna menn, annaðhvort lífs eða liðna; þar er hann í essinu sínu. Hjer er ekki rúm til að draga fram nema örfá atriði þessu til sönnunar. Eru og mörg þessi kvæði hans kunn. í kvæðinu um Kristján Jóhanns- son ferjumann,^segir hann meðal annars: Veigadrotni vann hann eiða, var hans þegn til efsta dags. Hlína ljet í hugskotinu hlátra-guð til sólarlags, — eldaði margan aftanroða öldungi með snjóhvítt fax. Jeg skil ekki í öðru en þessi vísa lærist hverjum, sem hana les, jafnvel þó stækur andbanningur sje, svo frumleg og ljós er mynd- ki, sem hún bregður upp af mann- inum, bæði af útliti og skapgerð. <-a er og sama snildarbragðið á eftirmælunum um Þórarinn Jóns- son á Halldórsstöðum, Jóhann Sig- urjónsson og ýmsa fleiri. Um Þór- arinn segir hann: Ernir falla, hníga haukar, hrynja í valinn ættarlaukar. Þar fór sá, er hærra horfði heldur en dœgurflugna. mer’ð; allajafna einn á ferð, eldibröndum skjóta þorði, vitring stóð í speki á sporði, spentur andans megingerð. Síðasta erindið í kvæðinu um Jóhann er þannig: Með lotningu lýt jeg þjer föllnum, uns legst jeg í sex feta þró, sem arnsúginn dróst frá Öræfa- tind til Alpanna, og lengra þó, — sem fluttir orðstír vors fátæka lands, en flugríka, margri þjóð, sem hafðir í tungurót Hávagull, á hraðbergi andans glóð. Snjalt kvæði og mikilúðugt er Hrærekur blindi. Þar sjest mál- kyngi Guðmundar, orðauðgi og þróttur líkinganna. Sama er að segja um „Grettisbæli í Öxarnúp“ og „Dettifoss“, bæði ort undir hrynhendu hætti. pað er skeið- völlur, sem skáldfákur Guðmund- ar fer með mestum kostum á. En það eru fleiri góð kvæði í bókinni en mannlýsingakvæðin, t. d. 5,Tunglskinsnótt“, „Lóur“, „Haustmerki“ og fjöldi annara. „Helsingjar“ sýna afburða vel rímfimi höfundar. Vitaskuld er það, að ekki eru öll kvæðin í þessari bók jafn góð. Sum hefðu sjálfsagt mátt.eftir liggja, án þess að bókin hefði minkað að listgildi eða lífsgildi. En svo er um hvern afreksmann, að hann gerir ekki altaf jafn vel. Egill kvað ekki altaf Sonatorrek eða Höfuðlausn. Mestu máli skift- ir, að í þessari bók hefir Guðm. reist sjer óbrotgjarnastan minnis- varða. par hefir hann lagt í bók- mentasjóð þjóðarinnar sitt mesta verk, J. B. Búningur kvenna. Margskonar hugleiðingar hafa spunnist út af greininni, sem var í síðnstu „Lesbók“ um „Tíðarand- ann og búning kvenna“. Kona ein ógift hefir sent Mbl. eftirfarandi smágrein: Jeg er Morgunblaðinu þakklát fyrir greinina á dögunum um tíð- arandann og búning kvenna, því þar fjekk jeg svar við spurningu einni, sem jeg hefi velt fyrir mjer. Spurningin er þessi, hvernig á því standi, að flestir eiginmenn verði svo undur fljótt leiðir á kon- um sínum, þegar í hjónabandið er komið. En þarna fjekk jeg fullgilt svar. Þeir sjá konuna sína ennþá fáklæddari en okkur liinar, þótt ljettklæddar sjeum. „Fegurð hrífur hugann meir — ef hjúpuð er“ — segir skáldið. Sje jeg ekki betur, þegar að er gáð, en að þetta eigi í rauninni jafnt við konur sem karla. Get. jeg tekið dæmi frá sjálfri mjer. Nýlega var reist ljómandi falleg myndastytta af heilögum Jóse;i fyrir framan Landakotsspftalann. Jeg geng daglega Túngötuna. — Meðan myndin var sveipuð hvít- um dúk, gekk jeg þar um í eilíf- um spenningi yfir því að fá- að vita, hvað væri undir dúknum. Og þcgar myndin var afhjúpuð. þótti mjer hún svo falleg, að jeg gat varla haft angun af henni. Jeg dáðist að henni í þrjá datra sam- fleytt. — En þó jeg nú sjái glitta í eitthvað gvlt útundan mjer. þá segi jeg við sjálfa mig — r.iett eins og giftu mennirnir, þegar kon an þeirra talar til þeirra: — Það er bara hann Jósep. Ógift. Drengur eða stúlka. Nú geta konurnar ráðið því, eftir því, sem þeim sýnist, hvort þær eignast sjmi eða dætur. í sumar kom út bók í Englandi eftir Mrs. Montheith Erskine, — konu þingmannsins James Mont- heit Erskine. Bókin fjallar um það, hvernig ha/fct sje að ráða því, hvort fólk eignist syni eða dætur. Bókin vakti feikna mikla athygli. Hún er nýkomin út í danskri þlittnpi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.