Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1926, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1926, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MOBOUJfBIiAÐ9IM5 17. jan. ’26. væru Tyrkir meðlimir Bandalags- ins. Tyrkir, sem óttuðust, að þeir færu halloka, lýstu því þegar í byrjun yfir, að þeir mundu ekki hlýðnast úrskurði er færi í bága við vonir þeirra. Þeir neituðu að Haagdómstóllinn hefðj no*kkurt vald til þess að ákveða, að úr- skurður Alþjóðabandalagsins skyldi vera gildur. Þeir bentu á, að tyrkneski forsætisráðherrann, Ismet Pasba, hefði neitað að gangast undir þenna gerðardóm, þegar um þetta var rætt áður á friðarsamningunum í> Lausanne. Lord Curzon hafði meira að segja sagt, að það mætti ekki grípa til gerðardóms, nema með samþykki Tyrkja. Tyrkir álitu því að Al- þjóðabandalagið hefði í raun og veru aðeins vald til að miðla mál- um. Á desemberfundinum stungu Tyrkir upp á, að hjeraðsbúar Mos- ulhjeraðsins skyldu greiða at- kvæði um það, hvoru megin þeir vildu vera. Þessi uppástunga var feld með þeim röknm, að íbúarnir væru of ómentaðir „og óþrokkaðir til að leggja málið undir þeirra dóm, fæstir væru læsir eða skrif- andi. Alþjóðabandalagið hikaði tals- vert lengi við að kveða upp úr- skurðinn. Málið var dregið á langinn og á meðan var reynt að koma sættum á milli aðila. Tyrk- ir sáu hvað verða vildi, og hættu um síðir umræðum um málið, en sögðu skýrum stöfum, að til styrj- * / Sími 542. aldar mundi leiða, ef þeim yrði misboðið. Utanríkisráðherra Tyrkja fór af fundinunl i mikilli reiði og hjelt heimleiðis, en sneri þó aftur til baka til Genéve, samkv. fyr- irskipunum forsætisráðherra síns. Loksins kvað Þjóðabandalagsráð- ið upp úrsikurð sinn: Mosulhjer- aðið skyldi sameinast konungs- ríkinu Irak, og England skyldi hafa umboðsvald yfir Irak fyrsta aldarfjórðunginn. Tyrkir hjeldu heimleiðis og nú rak hver flugufregnin aðra, að þeir væru að búa sig undir stríð gegn Bretpm. Sem betur fór, sef- uðust þeir þó brátt. Tyrkneska stjórnin hefir lýst því yfir, að hún ætli ekki að hefjast handa og verður því að álítast að þeir ætli að sætta sig við úrskurð Al- þjóðabandalagsins. Mosulmálið er eitt hið erfið- asta viðfangsefni, sem Alþjóða- bandalagið hefir haft með hönd- um og það má kalla mikla ham- ingju að það hafði vald og álit til að skera úr þessari alvarlegu misklíð á friðsamlegan hátt. .... ——•••• Ferð sendiherra Dana Fyrirlestur í : ,'ræðifjelaginu. Frá því hefir verið sagt hjep í blaðinu, í erlendum skeytum, að sendiherra Dana hjer hafi flutt erindi um för sína til Vatnajök- uls í sumar í Landfræðifjelaginu danska. „Berlingske Tidende“ geta um þetta erindi, nokkru pánar, og Miinli eftir þessu eina innlenda fjelagi þegar þjer sjó- og bruna* tryggið. segja að erindið kafi einkum ver- ið um Island sem ferðamannaland, en jafnframt um ferð hans til Vatnajökuls, sem fram að þessu liafi. verið órannsalkaður. Blaðið getur þess, að sendiherr- ann hafi farið um þvert og endi- langt ísland, ýmist gangandi eða ríðandi, og liafi hann í sumum þeim ferðum unnið bug á ýmsum erfiðleikum, sem jafnvel fslend- ingar sjálfir kynokuðu sjer við að leggja út í. Þá er 'Og þess getið, að erindið hafi gefið ágæta hugmynd um þá geysi-örðugleika, sem verði á vegi ferðamanna á íslandi, en jafnframt lýst frábærlega vel þeirri dásamlegu fegurð, sem þarna sje að sjá uppi í óbygð- unum. Smælki. « Hlýtt með brögðum. Móðirin (við ungan son): — Jeg sá, að hún systir þín litla tok minna eplið. Lofaðir þú henni sjálfur að kjósa, eins og jeg hafði sagt þjer? — Já mamma! Jeg sagði, að hún gæti valið um, hvort hún vildi heldur minna eplið eða þá alls ekki neitt. Og svo kaus hún það minna. Góð sönnun. Frúin: — Þolir nú þessi regn- kápa regn? Kaupmaðurinn: — Já, því ekki það? Ilún er úr bjórskinni. Hafið þjer nokkurntíma heyrt getið um, að bjórarnir gangi með regnhlíf? Pósihólf 417 og 574. Simnefnis Insurance. ísafoMarprentsmlCja h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.