Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1926, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MOftGUNBLAÐSINS 19. sept. Hjá Dybböl-vígi. Þ. 18. f. m. fóru fundarmenn þeiff sem voru á þingmannafund- inum í Kaupmiiöfn til Suður-Jót' lands. Yar haldin fjölmenn sam' koma við hið fræga Dybböl-vígi. Um 2000 manns voru þar saman komin. Þar voru margar ræður lialdn' ar, er lutu mest að samúð og sambandi Norðwlandaþjóðanna. Fyrsti ræðumaður var H. P. Hansen Suður'Jótinn nafntogaði, er lengi var fulltrúi Suður'Jóía í þýska þinginu. Mintist hann 4 sögu Suður-Jótlands, og þakkaði samúð þá, er SuðurJótar hefðu notið alstaða*v á Norðurlöndum, þegar mál þeirra var til lykta leitt eftir ófriðinn. Því næst talaði sænskur þing- maður, Lindskog að nafni, þá Mowinkel fyrv. forsætisráðherra Noffðmanna. Næstur talaði Jon Þorláksson, forsætisráðherra. Hnje ræða hans aðallega að úrslitum sambandsmálsins 1918, og for* dæmi því, er Danir gáfu í því efni. Stauning var síðasti ræðumað- ur. Talaði hann utn þann frið" sem ríkti nú um öll Norðurlönd. SKRÍTLUR. DÁLÍTID ANNAD. Húsbóndinn 4 von á erfingja og bíður með óþreyju eftir að fá að vita, hvort það verði drengur eða stúlka. Alt í einu kemur yfirsetukonan inn til hans með eitthvað fyrir' ferða»rmikið í fanginu. — Nú, er það drengur? segir hann. • — Nei. — Nú, það er þá stúlka! — Nei, það er þvotturinn! HJÁ MÁLARANUM. — Af hverjum á nú þessi mynd að vera? — Hún er af vinkonu minni. — Ja, rjett! En er hún það þá enn þá? EFTIR DANSLEIKINN. Dóttirin: —• Þew voru ekki færri en tíu, sem báðu mín á dansleiknum í gærkvöldi. Móðirin: — Nú hvað er að tarna! Játaðist þú þá nokkrum af þeim? Dóttirin: — Já, fimrn af þeim. SIGLINGAFRÆÐI. Y Frvl Ratan átti heima í sveit- inni og hafði aldrei á sjó komið. En nú var hún ífysrsta sinn kom' in á siglingu með eimskipi. — Hana langaði því til að fá að vita skil á öllu, sem hún sá. Og þegar hún eitt sinn rakst á skip- stjórann á þilfarinu, vjek hún sjer að honum og sagði: — Fyrirgefið þjar fávisku mína> herra skipsfrjóri! En hvernig far- ið þje^r eiginlega að því að rata hjer úti í hafi? — Það er enginn galdur, svav aði skipstjórinn. Það er kompás- inn, sem hjálpar okkur til þess. Því nálin í honum veit æfinlega í norður. Frú Ratan hugsaði sig ofur- lítið um. En svo spurði hún aftur: — Nú, en ef þjesr nú eigið að sigla í suður, hvernig fer þá? I PÁSKAKVÆÐIÐ. Skáldið: — Mjer er ómögulegt að finna handritið að páskakvæð- inu mínu. Krakkinn hefir þó lík- lega ekki rifið það í sundu*r? Frúin: — Það held jeg ekki. Því hann kom ekki að lesa. NafoHfárprentBiaiBja b.f. .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.