Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1926, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1926, Blaðsíða 6
6 LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS 26. sopt. ’26. og sá að leirugur var faldurinu á skikkjunni Arinbjarnarhaut, knjma }>essi prindi: Lýtum var lakrað fat, lekugur var faldur! Óleift iiafði einhver Egils bnnað tekið, vaxinn npp úr nurnum iiklala'gra en hann. Pingurbauguð, beltislvkluð, b ja r t f öld uð 111 aðh önd, fagurskikkjuð, sköruleg Asgerður í útidyrum stóð. Þá ritar Eggtwt Jóbannsson „Hugleiðingar um Nýja ísland", fyrstu íslensku bygðina vestan hafs, og segir frá því, hvernig hún kom fyrstu landnemunum fyrir sjónvr, og hvernig liún var umhorfs 1875, „þegar kjaltrje fyrstu landnemanna mörkuðu fjörusandinn á GSmli.“ — Er og nokkuð sagt fi á aðbúnaði og kjör- um þessara íslendinga á fy.rstu frumbýlingsárunum í nýrri álfu. Getur maður lesið á milli línanna, að ekki hefir aðkoman -að öllu leyti verið glæsileg, og að reynt hefir á kja.rk og karlmensku, elju og árvekni landnemanna. Það er einmitt frásögn eins og ]>essi, sem ætti að koma hinum ungu Vestur- íslendinguiu til þess að virða og elska það þjóðerni, sem fæddi og ól upp þessi karlmenni, landnen ' ana íslensku. I þessari ritgerð e.r drepið fingri á efni, sem mikið er rætt um lijer á landi og miklum áhyggjum veld- ur. Það er straumurinn tU bæj' anna úr sveitunum. — Það vill hrenna við vestra hjá löndum okk- ar eins og hjer. Höfundur grein' arinnar nefnir ýmislegt, sem gera mætti til þess, að halda unga fólk- inu í sveitunum. Er of langt mál að segja frá því hjer. En sumt af því ætti áreiðanlega við hjer á laudi, og verðu,r því ef til vill minst á það síðar hjer í blaðinu. Guðm. á Sandi á kvæði í Tíma' ritinu, „Heilsað vesturfara" og smásögu, „Lauf úr landi minn- inganna." Sagan er heldur veiga- lítil, en kvæðið er snjalt og ágæí* lega ort. Eitt orindið er svona. Meðan marleiði,r munda örskreiðir, háir, brjóstbreiðir barðar rótreiðir, okkar landslýði Ijóma.r dalprýði, geisla gull^míði á grnsi og víði. Þá skrifar Steingr. læknir Matt- híasson langa ritgerð, sem hann nefnir „Gamalt og gott — og ilt“, nokkrar endurmiuningar“. Talar hnnn um, hve góður skólí fátækí' in hafi vorið mörgurn manni, „þó of't væri hann harður“. Minnist á sparsemi og nýtni, og er þeirr- ar skoðunar, að þeir kostir sjeu nú heldur að þverra með okko." íslendingum. Greinin kemur víða við. . Þá eru birt „vísur og kvæði“ eftir Pál Ólafsson, úr blöðum og brjefulm, sem voru í eign Jóns .Tónssonar frá Sleðhjót. — Mun minsta kosti sumt af þessum vís* um hvwgi vera prentað annar- staðar. Sigurður 8kúlason birtir grein um Þjórsár'dal, rekur sögu hans eftir fornum og nýjum lieimild* um, og skýrir að nokk.ru frá, hverjar orsakir liggja til þess að bygð eyddist í dalnum. Hann tel- ur Þjórsárdal einhvern fegursta staðinn á landi hjer og náttúru* fegurð þa,r stórbrotna mjög. „Alþýðumentun á íslandi, úm það leyti er vestur'flutningar hófust“ heitir ritgerð eftir .Tónas J. Húnfjörð. Segir hún frá bóka- 'kosti þeim, sem íslendingar áttu við að búa um og eftir miðja 19. öldina. Er hún firóðleg mjög og merkileg að ýmsu leyti. Sjest, að þar hefir verið úr minna að moða en nú. En líklega hefir alþýða manna hagnýtt sjer betur þær bækur, so(m þá voru til en nú gerist. Loks er löng gæein, „Sitt af hverju frá landnámsárunum“, er þar einkum rætt um Marklands- nýlenduna. — Fýlgir þeirri grein skýrsla um bæja* og fólkstal í nýlendunni 1878 og fleira. Ætti að safna fle’ri þesskonar skýrsl- um. Því þær eru ómetanleg heim' ildarrit um feril margra Vestur- lslendinga. Auk þessa er í Tíxuaritinu ýmis' legt fleira læsilegt, svo sem æfin- týri o g saga eftir ,T. Magmis Bjornason. Hve margir íslendingar hjer á landi kaupa Tímarit þjóðræknis* fjelagsins? Þeirri spurninngu var varpað fram hjer í blaðinu fy.rir stuttn. Ástæðan til liennnr var sú, að grunur leikur á, að þeir sjeu helst til fáir, sem kaupa og lesa Tíma ritið. En mikill styrkur væri |>að Vestiwlslendingum, ef við hjer lieima fylktum okkur um Tíma- ritið. Þeim væri það fjárhagsleg* ur styrkur, og það sem meira máli skiftir, þjóðernislegur styrk- ur. Og með því að lesa það, fylgj' umst við best með öllum andleg- um l>.reyfingum landa vorra fyrir vestan hafið, og fáum glegst yf-r‘ lit yfir þau öfl, sem eru að mót.i þá og marka stefnu þeirra. J. B SKRÍTLUR. ANNAÐHVORT EÐA — Móðirin (við dálítinn telpu- krakka): — Nú, nú, elskan mín! Ertu nú til að fara og heimsækja hana ömmu þína ? — Já, tmamma! En á jeg að láta á mig lianska eða á jeg að þvo mje.r um hendurnar? RAKARARNIR Á MARS. Rakarinn (símalandi): — Jeg sá í gær í blaði, að Marsbúar eru að revna að ná tali af okkur. Gesturinn: — Nú, eru þeir að því! Það er þá sjálfsagt einhver af rökurunum á Ma.rs. ALDUR KVENNA. Telpuhnokki (við móður sína): — Hvað gömul ert þú, mamma? — Það kenmr ekki þjer við. elskan mín! — Þú vilt aldrei segja mjer hvað þú ert gömul. Jeg er virki- lega farin að sjá eftir, að jeg skuli hafa sagt þjer, hvað göimul jeg e«r.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.