Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Page 1
5öngurinn 1930.
Eftir Bjarna l?orsteinsson prest í 5iglufirði.
iMargt er talað og ritað um al-
þingishátíðina 1930, sem eðlilegt
er; það er eðlilegt að áhugi sje
hjá öllum góðum íslendingum t'.vr-
ir því, að hátíðahaldið, bæð.i á
Þingvöllum og í Reykjavík, megi
takast sem best og verða bæði
laiuli og þjóð til veruiegs og var-
anlegs sóma. Undirbúningsnefndir
hátíðahaldanna hafa mikið og
vandasamt lilutverk að inna af
hendi, og einn þáttur þess verks
er sá, að yfirvega nákvæmlega
allar þær tillögur, sem koma fram,
um fyrirkomuiag hátíðahaldanna,
aðhyllast nokkur, breyta öðrum en
hafna sumum.
I Jeg ætla hjer ekki að tala neitt
um söng eða músík með nútíma-
sniði, sú hlið málsins er í góðra
manna liöndum, þar sem eru hljóð-
færamenny söngstjórar og tónskáld
höfuðstaðarins. En jeg ætla að
minnast á aðra hlið þessa máls,
annað atriði, sem mjer er mjög
hugleikið og hefir lengi verið, en
það eru þjóðlög vor, sem eru meira
virði en margir ætla.
Eins og jeg tel það sjálfsagt, að
ísleliskir einsöngvarar, söngfjelög
og hljómsveitir höfuðstaðarins taki
á sínu besta, til að láta hina mörgu
gesti, útlenda og innlenda, heyra
það, á hvaða stigi vjer stöndum í
lagsmíð og vmiskonar sönglist með
nútímasniði, eins tel jeg mjög æski-
legt, og enda engu síður sjálfsagt,
að hinum sömu áheyrendum sje
gefinn kostur á að heyra úrval af
hinum forna, innlenda söng, af
hinum ýmsu tegundum þjóðlaga
vorra, og skyldu lögin vera kladd
í hátíðabúning, ef svo mætti að
orði kveða, og borin fram í svo
smekklegum umbúðum, sem kostur
er á, en )>ó halda öllum sínum
fornu og þjóðlegu einkennum. —•
Tel jeg engan vafa á því, að mörg-
um manninum, útlendum, sem
innlendum, mundi þykja mjog
mikið varið í það, að fá í þessum
efnum sem öðrum að líynnast bæði
hinu forna og hinu nýja hjá oss,
enda er hinn forni innlendi söng-
ur vor sannarlega þess verður, að
við hann sje lögð meiri rækt hjer
eftir en hingað til.
Af því jeg vænti þess og óska,
að þessi tillaga mín verði talin
nokkurs nýt og að tiltækilegt þyki,
að koma henni í framkvæmd, vil
jeg með fáeinum orðum skýra,
hvað fyrir mjer vakir í þessu efni.
og hvemig jeg hugsa mjer að
þetta mætti framkvæma.
Þau þjóðlög, sem hjer koma
helst til greina, og sem að míni
áliti eru frambærilegust, eru að-
allega þrennsi konar. I fyrsta lagi
eru einrödduð lög, og er þar úr
afarmiklu að velja og vandsjeð
hvað taka skal. Söngmaðurinn
verður að vei’a raddmikill og radd-
góður, og skilningsgóður á eðli ís-
lenskra þjóðlaga, því þar munu
koma fram hinar sjerstöku tónteg-
undir laganna, æólisk, dórisk og
lýdisk. Mjög einfalt, veikt undir-
spil mætti fylgja þessum lögum
til stuðnings. í öðru lagi eru tví-
rödduð lög, fáein bestu tvísongs-
lögin okkar, sem svo að segja öll
eru í lýdiskri tóntegund, og ganga
raddirnar í kvintum. Sú tegund
söngs, kvintsöngurinn, er horfinn
úr öllum löndum álfu vorrar, nema
hjer hjá oss; hjer hefir hann lif-
að síðan í fornöld og lítið breyst;
en því merkilegri forngripur er
iiann. Ekkert undirspil á að fylgja
þessum lögum, en valdir verða
söngmennirnir að vera. Þá eru í
þriðja lagi lög, sem fleiri sýngju
cn tveir, og iiefi jeg þar sjerstak-
lega í huga vikivakalögin okkar,
svo og lög við ýms gömul kvæði
með viðlagi, þar sem kvæðiu voru
sungin af einum, (og stundum af
tveimur, er sungu einraddað á
víxl,) en viðlagið var sungið af
mörgum, hvort sém viðlagið var
inni í miðju erindi eða við enda
þess, eða livorttveggja.Eitt af slík-
um kvæðum, fornkvæði með við-
lagi, sem sungið er á víxl af ein-
um og fleirum, er kvæðið Olafur
liljurós. Af vikivakalögum með
tilheyrandi textum, og af þessum
síðarnefndu lögum, við fornkvæði
með viðlögum, er ha-gt að liafa i
takteinum ein tólf eða fleiri, og
velja| svo úr.
Sum af þessum lögum, einkum
vikivakalögunum, eru þannig vax-
in, og kvæðin ekki síður, að það
verður, ef vel á að fara, að leika
]jau utn leið og þau eru sungin,
leikur og söngur verða að vera
samfara. Þessu til skýringar skal
jeg minnast á eitt þeirra,