Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Qupperneq 4
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS unum. Sálina dreymir undir þess um tónum, að hún sje lcomin í ruggustól, eða jafnvel barnsvöggu við móðurknje. Og ]>á verður eigi á betra kosið í stundlegum heimi. Þegar kliðseimi klukknanna lýk- ur, ganga fjögur börn skrautklædd inn að altarinu, hneigja sig og liverfa inn í skrúðhús. Þessi böru eru 10—12 ára, búin rauðum og hvítnm herðamötlum. Þau koma aftur í ljós og aðstoða klerkinn við athöfnina, með því móti, að þau hampa helguin dómum beggja megin við altarið. — Klerkurinn dvelur lengi fyrir altarinu og er slcrýddur fagurlega. Laufagull eða skarlatsfegurð dásainleg á borða- fellingum, glóir á herðum lians og brjósti, en kápuskautið hvítt — ef jeg man rjett 'að greina. Það er mjer úr minni gengið, hafi klerkurinn tónað. Hitt man jeg, að hann flutti gott erindi í stólnum — sem fjallaði um upp- risu Krists. Þessi ræða var greina- góð og íslensku hragð að henni svo mikið, að mig rak í rogastans. — Kennimaður þessi er hollenskur og liefir verið í Landakoti fá ár. Klerkar vorrar gráu lútersku gætu, sumir, hverjir, haft gott af því að hlusta á þennan mann, eða þá pre- fektinn M. Meulenberg, sem sagð- ur er dálega slyngur íslenskumaður. Það væri nú alls ekki það lakasta, sem komið gæti fyrir börn íslenska „ríkisins", að útlendir menn kæmu þannig ár sinni fyrir borð, að „synir og dætur svellalands“ ættu til þeirra það erindi að nema af þeim móðurmálið sjálft, nor- rænuna. Til þess að sá lærdómur nái tak- markinu, verða synir og dætur Pjallkonumiar að leggja það á sig að ganga brekkuna að Landakoti og setjast við þann forna Mímis- brunn, sem spekingar sögualdar vorrar jósu úr, þeir sem í kaþólsk- um sið gerðu garðinn frægan með dýriiulis handritum. Mentagyðja klaustranna getur enn risið upp frá dauðum í landi voru, ef ham- ingjan tekur í taumana og menn- irnir standa á fótum innlendrar góðmenningar, sem einnig mætti vera af útlendu bergi brotin. Enn er eftir að minnast á ljósa- dýrðina í kirkjunni og sjálfan sönginn. Mörg ljós loga beggja megin við altarið, á lágum og háv- um stengum. Reykelsisilmur berst um kirkjuna og fer vaxandi, eftir því, sem líður á messuna. Oðru liverju hljómar sálmasöngurinn ofan frá svölum eða liápalli, þar sem nunnur sitja og anda frá sjer hljómþíðunni. Þessar ambáttir drottins — ef svo má að orði ltveða um þær — hafa svarið honum skírlífi og lofað hátíðlega að snúa baki við veraldlegum hjegóma. — Jeg sje ekki ásýndir þessara kvenna, en þylcist vita, að í þeim blundi steinsofandi ástríður og að í ásjónum þeirri geti að líta vak- andi guðsást. Raddir þessar virtust mjer dúnmjúkar. Og áttu þær virkta vel við karlmanninn í mjer. Svo er um flestar skemtanir í höfuðstaðnum og hvarvetna annar staðar, að þær líkjast dægurflug- um eða rykmýi, sem enga endur- minningu skilur eftir. Vandfýsinn m.aður, þroskaður, ber með sjer heim af þeim mannamótum eng- in varanleg áhrif, eða minningu, sem ljómar af. Svo er mjer farið a. m. k. En þeir svara fyrir sig, sem verið hafa þar eða þar, þá og þá stundina. Margur er hjegóminn í henni gömlu veröld, og mun verða langa lengi. Þegar jeg gekk ,upp að‘ Landa- kotskirkju, páskadagskvöldið, voru í mjer veðrin tvö. 1 aðra röndiua nenti jeg ekki, eða þá naumlega, að stíga ]>essi fáu spor,. sem nema svo sem stekkjargötulengd. En forvitnin hvatti mig. Hins vegar bærðist í mjer þakklætis undiralda til kaþólsku kirkjunnar fyrir það fóstur. og það skjólstæði, sem húu veitti forðum daga rithöfundum vorum. Sú skuld verður seint gold- in og alls ekki geld jeg minn hlut af henni með því að ganga eina aftanstund til Landakotskirkju og segja frá messugerðinni þar, á víð og dreif eftir minni sem ekki er óbilandi. Ekki gekk jeg í Landakotskirkju til að skrifta, svo sem nærri má geta. Og engar skriftir felast í þessum orðum. En drepið get jeg á það, að lokum, að þessi kveldmessa ornaði mjer innan rifja, heldur en hitt, vermdi hjartaræturnar, brá birtu fyrir augun. Ef þa$ er satt., að „eitt einasta synd- ar augnablik, sá agnar punktur“, geti orðið að „eilífu eymdarstryki1*, þá kynni hitt að henda: að úr hirtudepli geti orðið ljósrák, þo nokkuð löng, jafnvel ómælileg. Þess háttar þræði spinna nor- rænar dísir og suðrænar, austræn- ar gyðjur, þeim til yndis og af- nota, sem krjúpa á knje fyrir hjálparvættum mannkynsins — þræði íir ljósi. Þess liáttar ljósdísir finnast eigi í kaffihúsum nje kvikmyndasölum og ekki þar, sem teningum er kast- að um veðfje. Þeirra lieimkynni er þar, sem einlægnin og barns- hyggjan taka höndum saman og auðmýktin hneigir sig fyrir því, sem getgáturnar ná ekki tökum í, hvorki með orðum nje litum. Tónlistin kemst lengst í þá átt. Hljómarnir frá söngsvölum Landa- kotskirkju óma( enn í eyrum mín- um og ljósadýrðin og laufagullið Ijómar í augunum. „Hver dagur hefir sína sól,“ Fjarri sölntorginn. (Eftir Jehanne Bietry Salinger.) (Grein þessi birtist í „San Fran- cisco Examiner“, stærsta blaðinu í þeirri borg, hinn 27. febrúar sl. Höf. hafði heimsótt Magnvás A. Arnason, listamanninn íslenska cr þar dvelur; greinina sendi hún honum og reit með að greinin væri orðin til fyrir kynninguna Við liann.) „Þráðu aðeins það, sem er innra með þjer, því að innra með þjer er ljós heimsins.“ (Ljós á veginn.) Það er daglegur viðburður fyrir okkur flesta, að hitta fólk fyrir til- stilli vina og vandamanna. Því fleira fólk, sem við hittum, því minni þýðingu hefir það fyrir okk- ur. Andlit og nöfn hjaðna brátt í minningu okkar. En þegar það kemur fyrir, að svo fer ekki, — þegar við hittum ókunnugan mann, sem hefir eitthvað það til að bera, er kemur okkur til að hugsa, opn- ar hug okkar fyrir mikilsverðum líugmyndum og lijarta okkar fyrír göfugum tilfinningum, þá er það atburður, sem vert er að muna. — Slíkir viðburðir auðga hið innra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.