Lesbók Morgunblaðsins - 17.07.1927, Page 7
LÉSBÓK MOftGtJNBLAÐSÍNS
223
úthliðum voru mjög litlir, rúður
smjíar og greyptar í blýræmur en
inni í húsagarðinum í aðalíbúðar-
lierbergjum voru gluggar með
venjulegx-i stærð. >— Umhverfis
barónsgarðinn lá mikill og fagur
skrautgarður. Mjer sýndist hann
myndi vera 10—20 dagsláttur að
stærð.
Eitt af því, sem mjer þótti eft-
irtektarverðast var það hve liirða
öll og umgengni var í ágætu lagi.
Þessari göinlu byggingu hafði ver-
ið, haldið svo vel við að hún ljet lítt
á sjá og var hin-mesta sveitarprýði
Garðuriun umhverfis hana, veg-
irnir og alt hvað heiti liafði var svo
smekklegt og þrifalegt að unxui
var á að horfa og ræktun öll til
fyrirmyndar. Þóttist jeg sjá ;ið
eigandinn hlyti að vera bæði á-
gætm; búmaður og hirðumaðurhinn
mesti. Bændabýlin í hlíðinni fvrir
ofan voru að vísu smá, en snotur
voru þau og báru vott um blóm-
legan liag í sveitinni. Þau voru öll
eign barónsins. í miðri bygðinni
blasti við dálítil steinkirkja með
gamalsdags sniði, litlum gluggum
og þykkum múrum. Þessi gamla
bygging var þó hin prýðilegasta
og hirðing hehnar ágæt. Mjer
sýndist ekki eingöngu barónsjörð-
in vera vel setin, heldur alt bar-
ónsgóssið, að alt væri þar í blóma
og besta gengi.
Fjelagar mínir kunnu margar
sögur að segja af góssinu og bar-
ónunum þar. Var það stófnað seint
á 17. öld og barónarnir af dönsk-
um ættum. Rósenkranz hjet fyrsti
baróninn en ætt hans dól síðar út.
Tók ,þá við önnur ætt dönsk ,sem
lijet Rosencrone og lifír hún enn.
Höfðu þessir dönsku barónar flestir
látið sjer mjög ant um góssið,
búið sjálfir vel og látið sjer um-
hugað um velgengni sveitarinnar
og bænda sinna, eirda voru þeir
mjög vinsælir, en árið 1912 dó
gamli baróninn barnlaus. Þótti
bændum þetta mikill hjeraðsbrest-
ur og sendu valda menn til Dan-
merkur til skrafs og ráðagerða
við ættingja hans, sem næstir
stóðu til þess að taka við góssinu.
Þá fór svo, að engan ættingjanna
fýsti að gerast barón í Harðangri
en að lokum fjekk ættin einn af
fiínum helstu mönnum Chr. Weis
lækui til þess að taka við jörð og
góssi. Ilafði hann áður verið ötull
og vel .metinn læknir. Þegar hai n
tók við barónsdæminu hjelt hann
sínum fyrri hátturn og var sístarf-
andi frá morgni til kvölds. Hann
ljet endurbæta barónsgarðinn og
gera sem nýjan en hjelt þó öllu í
forna stýlnum, ræktaði jörðina og
rak búskapinn af mestu snild. —
Auk þessa leit liann eftir hverjum
hlut hjá bændum síiium ekki síst
heilbrigði fólksins, og læknaði
sveitarbúa ókeypis. Varð hann af
öllu þessu svo vinsæll að allir
vildu að hans ráðum fara.
Mjer var nefnt þetta dæmi um
skörurgsskap lians: Sveitarbúav
áttu að halda kirkjunni við en
þetta hafði verið í undandrætti cg
varð ekki lengur slegið á
frest að gera miklar endurbætur á
henni. Bændum þótti liún gamal-
dags, vildu breyta henni, stækka
gluggana en gera annars kirkjuna
að óbrotnum kassa til þess að ait
yrði sem ódýrast. Baróninn tók
þvert fyrir það og sagði að synd
væri að spilla þannig fornu húsi
og fögru en bændur sögðust ekki
hafa efni á að hafa þetta á annan
veg. Baróninn lofaði að hugsa
málið. Hann leitaði nú aðstoðar
ágxets húsameistara og endurbygði
kirkjuna í gamla stýlnum. Þegar
aðgerðinni var lokið undruðust
allar sveitarbúar hve fögur liún
væri og unkennileg og luku allir
upp sama munni, að ef þeir hefðu
haft hugmynd um að kirkjan gæt.i
orðið svo fögur þá hefði þeim
ekki komið til hugar að breyta
henni. Baróniun borgaði alla að-
gerðina úr sínum vasa.
Það var eins og einhver álög
væru á barónsdæminu. Þessi á-
gætismaður var nú dáinn fyrir
nokkrxx og liann dó barnlaus eins
og fyrirrennari hans. Urðu þá
bændur enn á ný að sækja barón
til Danmerkur. Þeir höfðu þá
gamlan lögfræðing upp úr krafs-
inu og var hann barón þegar jeg
fór þar um. Haiin var sagður
sóina -og hirðumaður en ekki slík-
ur víkingur sem læknirinn. Því
tniður var hann undir sömu álög-
um. Hann var barnlaus og var
mjer sagt að nú ætti góssið að
verða ríkiseign þegar hann fjelli
frá.
„Þeir hljóta að hafa miklar
tekjur barónarhir, svo mikið seiu
þeir leggja í kostnaðinn“, sagði
jeg. „Hvað skyldi eftirgjaldið
vera að meðaljörð hjer í sveit-
inni V ‘
„Tekjur af barónsgóssinu“,
sögðu þeir fjelagar mínir, „þær
eru sárlitlar og hrökkva skamt.
Þeir halda samá afgjaldi óbreyttu,
þó peningarnir falli í verði og
bændur eru líkt settir eins og þeir
ættu jarðirnar. Ættin er rík og
barónarnir hafa að miklu leyti
lifað af peningum sínuin. Þeir
láta þá ganga til þess að bæta og
prýða góssið og gera það að sínu
lífsstarfi að efla hag sveitarinnar
á alla lund. Þeim bregður við ef
ríkið tekur við stjórninni, því þá
færist alt upp í liæsta markaðs-
verð.Helstu hlunnindi sveitarinnar
hafa verið barónarnir svo það er
ekki undarlegt þó bændur vilji
ekki missa þá.“
Þetta sögðu þeir mjer Norð-
mennirnir og voru á einu máli um
það, að þessi höfðingjastjórn hefði
reynst ólíkt betur en flestar sveita-
stjórnir á vorum dögum. Ef þeir
hafa skýrt rjett frá öllu þá hefir
auðvald og höfðingjastjórn orðið
þeim til mikillar blessunar þar í
Harðangrj.
Löngu síðar mintist jeg á siigu •
þessa við Hannes Þorsteinsson,
landsskjalavörð. Hann brást kunu-
uglega við henni. „Barónarnir í
Rosendal! Jeg hekl nú það. Þetta
eru alt saman gamlir íslendingar.
Ættin er upprunalega íslensk en
fluttist fyrir löngu til Danmerk-
ur og komst þar hátt á strá.“‘
ísland lendingarstaður
á flugferðum milli Ameríku
og Evrópu?
Sumum virðist kanske spurning
þessi óviturleg og langsótt. Að
nær hefði verið að spyrja: Eru
flugferðir staða milli á íslandi
framkvæmanlegar og hagkvæniart
Frekari rannsóknir munu skera úr
því máli. Að þar er um merkismál
að ræða getur enguin dulist, senl
ann framförum hinnar íslensku
þjóðar. Einn þeirra manua lijer í