Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1927, Qupperneq 5
LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS 293 um slíkt.“ Brynjólfur Pjetursson var ákaflega veitull, eins og má sjá af kvæðum Jónasar Hallgríms- sonar. 2. Heima hjá Gísla Brynjólfssyni. Heima fyrir var G. B. ræðinn óg afar fjölfróður maður. Jón Sig- urðsson skrifaði um liann í dönsku blaði, þegar hann var gerður að kennara í íslenskum fræðum við Hafnarháskóla, að það mætti segja um hann eins og hefði verið sagt um i Leibnitz, að hann væri farand Háskóli að fróðleik. í stofunni þar sem G. B. las og ritaði voru vegg- irnir þaktir af bókasképum. Tveir gluggar voru á herberginu, og milli glugganna var settur bóka- skápur sem náði 3 álnir fram á gólfið og meðfram þeim bókaskáp var sófi, sem var töluvert bældur. Á þeim sófa lá sjálfsagt húsráð- andinn og las, og seildist upp í skápinn eftir bókunum. Með að stunda fróðleik á þann hátt, má komast yfir mikið, en það er erf- iðara að stefna allri hugsuninni á einstök atriði. Jeg sá þar móður Gísla Brynjólfssonar. Þó hún væri þá gömul kona, mátti sjá á henni, að mikil fríðleikskona hafði hún verið, þau mæðgin voru mjög lík. General de Meza hafði viljað eiga hana, þegar hún kom roskin ekkja til Hafnar, en hún vildi það ekki, þegar á átti að hérða, og má vera að það hafi verið af ýmsum sjer- visku éiginlegleikum, sem hers- höfðingjanum voru inngrónir; hann t. d. þoldi ekki minsta drag- súg, og ef einhversstaðar var op- inn gluggi, þá leitaði hann þang- að til hann fann hann, og lokaði honum. Við Gísla son hennar var hann óvenju góður; hann kendi G. Br. frönsku, en kenslan fór öll í framburð á málinu. Frú Bryn- jólfsson konu Gísla sá jeg þar, og fanst hún koma fram fínt enn hispurslaust. Framkoma hennar var blátt áfram, og við mentaðr- ar konu hæfi. Ekki var G. B. sjerlega lagað- ur fyrir dagleg atvinnustörf. — Fróðleikurinn var honum fyrir öllu. Þettí* var haft eftir honum: „Það er undarlegt, að maður skuli altaf verða að vinna sjer inn pen- inga, eins og maður hafi ekki nóg annað að gera.“ Hann hafði nóg annað að gera, sem var honum hugnœmara. 3. Á fyrirlestrum hjá Gísla Brynjólfssyni. Hann var orðinn kennari við Háskólann, en áheyrendur voru fáir hjá honum. (Prófessorinn í Austurlandamálum hafði ýmiet einn eða tvo). Hann benti mjer á, að jeg’ ætti að hlusta á sig, haun tœtlaði að halda fyrirlestra um lc. aldar menn á Islandi, það væri nálægt þeim námsgreinum er jeg stundaði. Jeg hlustaði á fyrirlestr- ana, sem voru haldnir einn tíma á viku. G. B. hjelt Árna Maguús- syni ákaflega fram, því Árni var fádæma fróðleiksmaður eins og fyrirlesarinn, og þakkaði honum meira en hann átti skilið. Hann hafði tæplega fullan skilning á Skúla, sem barðist alla æfi eins og albrynjaður riddari fyrir máli, sem var tapað í upphafi. Skúli var athafnamaður, en fyrirlesariim alls ekki. G. B. talaði með fjálgleik um Jón Eirichsen konferenzráð og hve sorglegt var fráfall hans, því Eiricbsen var tilfinningaríkur stjórnmálamaður eins og fyrirles- arinn. Alt sem liann sagði um Ei- richsen bergmálaði í minni sál, og sumt gerir það enn. Aftur á móti man jeg ekki til þess, að G. B. nefndi Magnús Stephensen, eða Hannes biskup Finsen. Stundum gerði hann útúrdúra, sem voru lausir frá aðalefninu og sló þá stundum niður í mjer eins og eld- ur í sinu. Einu af þessum smáat- riðum gleymdi jeg aldrei, þó jeg skilji eklcert eftir á, hvernig hann kom því við. Hann las upp þessi tvö vísu orð: „Fagrar heyrði jeg raddirnar úr Niflunga heim, jeg get ekki sofið fyrir söngvunum þeim.“ Hann bar þessi vísuerindi svo vel fram, að mjer þótti sem þau væru mælt úr öðrum heimi og inn í þennan, og síðan hafa þessar hendingar aldrei sofið í minni meðvitund þó þær hafi tekið sjer dúra. 4. Harmurinn eftir Rakel. Um tvítugt eða jafnvel fyr hafði G. B. felt hug til ungrar hefðar- meyjar, og hugir þeirra runnu saman; það fer best á því að kalla hana Rakel. — Þau áttu ekki sök á því, að á endanum urðu þau að fljóta sundur. G. B. var ávalt er- lendis og foreldrar liennar settu sig algert á móti ráðahagnum. G. B. orti þá kvæði, sem varð land- frægt „Grátur Jakobs eftir Rak- el.“ Karlmennirnir sungu það í samkvæmum, og stúlkurnar suugu kvæðið yfir hannvrðum sínum og kunnu það frá upphafi til enda, eða svo var í Skagafirði, er jeg þekti til. G. B. var alt í einu orð- inn þjóðkunnur maður. — Þegar Skagfirðingar lcusu hann á þing 1859, raá telja víst. að kvu'ðið hafi veitt honum drjúgast lið til að verða kosinn. Til þess að gera þá fullyrðingu líklegri, vil jeg minna á það, að Slcagfirðingar samþyktu áskorun til Alþingis 1891 um að veita sjera Matthíasi Jochumssyni skáldalaun fyrir kvæðið sem liann orkti um Skagafjörð. Rakel liafði verið gift í þrjátíu ár, þegar göm- ul vinkona hennar kom til henn- ar, og sagði við hana, til að draga úr eftirsjá hennar eftir G. B., að hann hefði ekki verið vel trúr jafnan þessari konu sem hann átti. „Trúr hefði hann mjer verið, of jeg hefði verið konan hans,“ svar- aði Rakel. Á henni var engan bil- bug að finna eftir heilan manns- aldur. I. E. IrtMlr I Em. Sinn er siður í landi hverju. í Birma giftir fólk sig venjulega innan við tvítugt. Takist foreldr- unum ekki að koma börnum sín- um í hjónaband fvrir tvítugsalrl- 'ur, þá fá þau aðstoð til þess lgá einhverjum, sem betur kann að snúa snældunni í þeim efnum. Þó foreldrar pússi oft börn sín saman eftir því sem þeim bíður við að horfa, kemur það stundum fyrir, að foreldrarnir eru ekki spurðir ráða í þeim sökum. Þá er tilhögunin þessi. Unnust- an sest út við glugga í rökkrinu, kveikir þar á kerti, skreytir sig með blómum, smyr sig með ilm- smyrslum — og bíður,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.