Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.1928, Síða 2
34 lega og brjeflega, hafa styrkt sannfæringu mína um gildi henn ar og nauðsyn. Sjerstaklega hafa raddir úr fámenni og einangrun sveitanna fagnað tillögunni heil- um hug. En ýmsir eru vondauf- ir um framkvæmd hennar. Þær hugleiðingar, sem jeg hefi al- mennast orðið var við í sambandi við ríkisforlag, eru glegst sett- ar fram í brjefi, sem mjer hefir skrifað ágætur prestur úti á landi (rammur pólitískur and- stæðingur minn). Mjer þykja ummæli hans þess verð að vitna í þau, málinu til stuðnings: „Það fyrsta, sem mjer datt í hug, er jeg hafði lesið grein yð- ar í Vöku, var, að hugmyndin um ríkisforlag væri sennilega of þörf til þess að maður mætti vona, að hún yrði framkvæmd. Jeg get hugsað mjer, hver mun- ur myndi verða á sveitunum okk- ar, ef þessi hugmynd eða eitt- hvað svipað kæmist í fram- kvæmd. Þó er jeg í vafa um, að öll íslensk sveitaheimili myndu kaupa góðar bækur, þó fáanleg- ar væru við litlu verði. Það er sem# sje víða svo í sveitum, að kaupgetan er alveg ótrúlega tak- mörkuð. Þó afkoman sje talin sæmileg, þá er það þó víða svo, að fólkið hefir ekki ennþá týnt því niður að neita sjer um flest annað en einfaldasta mat, og hann þó oft af skornum skamti, og svo flíkurnar, fáar og fátæk- legar. Þetta er arfur frá löngu liðnum tíma. Og sumir verða efnaðir með þessu móti. Líka vantar lestrar}>örfina viða, þ. e. æði mörgum finst þá ekkert vanta, þó að þeir sjái aldrei bók. Vitanlega er þetta upp og ofan, en þjer megið trúa því, að það er búið að ljúga alveg af- skaplega miklu um bændamenn- inguna íslensku, bæði að bænd- unum sjálfum og öðrum. Sem betur fer þá trúa margir greind- ari sveitamenn ekki lygunum nema miðlungi vel, annars væri hætta á því, að allar bækur yrðu brendar í sveitunum af ótta við erlenda sníkjumenningu. Mín reynsla af bændamenning- unni er í sem fæstum orðum þessi: Fáeinir menn standa upp úr og þó misvel, en allur fjöld- LESBÓK MORÖUNBLAÐSINS inn er á bólakafi í svörtustu vanþekkingu, og jeg hefi nú all- langa reynslu af einni af þeim sveitum, sem mest er vegsömuð. Jeg segi yður frá öllu þessu svo að þjer sjáið, ef auðið er, enn betur hve brýn er þörfin á bókaútgáfu, svipaðri þeirri, sem þjer stingið upp á. Það verður að vinda bráðan bug að þessu máli, bæði vegna þess, að því lengur, sem framkvæmd þess dregst, því lengra drögumst vjer aftur úr, og eins vegna hins, að svo virðist sem helst sje von á að slík hugmynd verði fram- kvæmd skömmu eftir að hún kem ur fram. Annars fer svo, að fjölda margir verða að vísu mál- inu fylgjandi, en ef enginn hreyf ir hönd nje fót því til gengis, þá kulnar hrifningin út smám- saman og menn venjast á að telja hugmyndina ótímabæra eða óframkvæmanlega — aðeins af því að hún var ekki fram- kvæmd strax í upphafi......... Hjer er sannarlega um stórmál að ræða og stórgott að auki. Það væri hróplegt ef Alþingi ekki sinti því.“ Jeg get nú glatt brjefritarann og aðra þá, sem fylgjandi eru hugmyndinni um stofnun ríkis- forlags, með þeim tíðindum, að margir þingmenn af öllum flokk- um eru málinu fylgjandi og að það mun bráðlega komast á dag- skrá þingsins. III. Jeg skal drepa á hin markverð- ustu rök, sem jeg hefi heyrt flutt gegn stofnun rikisforlags. Ýmsir telja sýnt, að forstjóri ríkisforlags myndi verða ein- valdur um það, hvaða bækur kæmu út á íslandi. Engir gætu kept við hina ódýru útgáfu for- lagsins. Ef forstjórinn væri }>röngsýnn maður og hlutdrægur, }>á gæti hlotist af hið mesta rang- læti. Sjerstaklega myndi þetta bitna á ungum höfundum, sem enn hefðu ekki hlotið viðurkenn- ingu eða mjög væru skiftar skoð- anir um. Mjer er ljóst, að hvenær sem stjórn forlagsins væri í vondum höndum, þá gæti af hlotist hróp- legt ranglæti í garð einstakra höfunda. Jeg hefi í ritgerð minni í Vöku tekið það fram, að „stjórn þess yrði að vera í höndum manns eða manna, sem samein- uðu strangan og mentaðan smekk og andlegt frjálslyndi." Það ættu ekki aðrir að koma til greina sem fostjórar slíks fyrirtækis, en þeir menn, sem fremst standa í mentalífi þjóðarinrtar, — menn á borð við t. d. Sigurð Nordal og Árna Pálsson. Og jeg sje enga ástæðu til þess að efast um það fyrirfram, að slíkir menn myndu fáanlegir til þeirrar veglegu og ábyrgðarmiklu stöðu, að velja bækurnar, sem íslenska þjóðin ætti að lesa. Mentamálaráðherrann hefir nú lagt fyrir þingið stórgott frum- varp um kosning mentamála- nefndar íslands, er Alþingi kjósi og starfi að staðaldri. Þessa nefnd á að gera að sterkri stofnun, er starfi að því að koma skipulagi á æðra menta- líf og hafi á hendi yfirstjórn þess. Að sjálfsögðu verður nefnd- in ópólitísk, skipuð fremstu menningarfrömuðum þjóðarinn- ar. Þessari nefnd mætti fela að ráða forstjóra ríkisforlagsins og væri þar með fengin nokkur trygging fyrir }>ví tvennu, að skipun hans væri ópólitísk og jafnan reynt að'fá til starfans sem vitrastan mann, mentaðast- an og víðsýnastan. Hver sá forstjóri ríkisforlags, sem slíkum kostum væri búinn, myndi að sjálfsögðu yfirleitt líta svo á, að forlaginu væri skylt að gefa út hvert það nýtt íslenskt skáldrit, sem af bæri að andríki og snild — hverjum skoðunum sem þar væri haldið fram, hvort heldur höf. rjeðist á t. d. trúar- brögðin, hjónabandið eða þjóð- skipulagið. Ríkisforlagið yrði að líta á }>að sem alveg eðlilegan og óhjákvæmilegan hnekki fyrir t. d. trúarbrögðin, ef einn af gáf- uðustu rithöfundum þjóðarinnar rjeðist á þau. Það væri ekki þess hlutverk að taka fyrir munn hans. Gáfur hans gæfu honum rjett á málfrelsi. Ef hjer á landi hefði verið til ríkisforlag síðasta mannsaldur og hugsunarháttur mentaðra og víðsýnna manna sitið þar í önd-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.