Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1928, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1928, Blaðsíða 2
74 Lksbók morgunbláMLNS verið á kafbát, yfirforingi, stýri- maður og tveir hásetar. Hinir voru allir óvanir. Sýnir það meðal ann- ars dirfsku þá, er þýskir kafbáta- foringjar sýndu, að leggja í hern- að á þeini skipum, sem vandasam- ast er með að fara allra skipa, og hafa nær eingöngu viðvaninga um borð. Nú var farið að búa alt undir það að leggja á stað, tundurskeyti, lailur, matvæli o. s. frv. flutt um boi-ð, og 8. maí vorum við ferð- búnir. Þá komu frú og prins Hein- ricli, bróðir keisarans, um borð til að líta eftir. Hjelt Heinrich prins þar hvatningarræðu yfir okkur og brýndi það fyrir okkur að reynast góðir synir fósturjarðarinnar og gleyma aldrei fánaeiði okkar. Síð- an óskaði hann okkur góðrar ferð- ar og heillar heimkomu. —• Þegar hann var farinn komu margir for- ingjar niður á hafnarbaltkann og hrópuðu margfalt húrra fyrir ný- liðunum og bátnum. Síðan var haldið á stað í gegn um Kielskurðinn og til Helgolands, en þar áttum við að gefa okkur fram við von Rosenberg-Gruszczyn- ski, flotaforingja. Áttum við von á, að við yrðum þegar sendir á stað, en svo var ekki, heldur vorum við látuir æfa ennþá hjá Helgolaudi í 4 daga. Sunnudaginn 14. maí kl. 5 að morgni vorum við loks sendir á stað í fyrstu herförina út í Norð- ursjó og var báturinn allur blóm- um skreyttur. Skömmu eftir há- degi þann sama dag, tókum við 3 hollensk flutningaskip. Skutum við á þau viðvörunarskotum, skip- uðum þeim að staðnæmast og skipstjórum að koma til okkar með slcipskjöl. En þar sem kafbátsfor- inginn skildi ekki hollensku, var jeg fenginn til að túlka, ])ar sem jeg liafði áður verið á hollensku skipii. Fyrsta skipið var á leið til Archangel í ,ballast‘ og ljetum við ])að sleppa. Annað skipið var á leið tú Lissabon og hafði meðferðis 50 smálestir af niðursoðnu kálmeti. En vegua þess, að Portúgal var þá lcomið í stríðið, var foringinn að hugsa um að láta henda farm- iuum fyrir borð, en þegar, til kom fanst honum það svo lítið að hann hætti við það og slepti skipinu. — Þriðja skipið var stærst og lá all- fjarri okkur. Jeg greip nú sjón- auka og sá þá að þetta var skipið „Zaanland“, eign konungl. Lloyd í Amsterdam.Bátur þess var á leið- inni til okkar, og þekti jeg þegar skipstjórann, að það var sami mað- urinn, sem var áður stýrimaður á „Maasland, skipi frá sama fje- lagi. Jeg segi þá yfirforingjan- um að jeg muni þekkja skipstjór- ann á þessu skipi, og þótti hon- um það undarlegt og sagði að jeg skyldi ])á taka á móti homun er hann kæmi. lljer verð jeg nú að skjóta inn sögu til skýringar. Prá Suður-Ameríku til Þýskalands. Þegar stríðið hófst var jeg á þýsku skipi, sem „St. Catharina“ hjet, og var í förum milli New York og Brasilíu. Við lögðum á stað frá Brooklyn hinn 25. júlí 1014. Þá ^runaði engan maun að stríð vami yfirvofandi. Hinn 14. , . •■-w ! . J v *• • ágúst vorum við komnir tvær dag- leiðir fram hjá Pernambitco eii þá tók okkur enska herskipið „Glas- gow.“ Fengum við þá fyrst að vitá að stríðið var skollið á, og öll Norðurálfan í ljósum loga. „Glas- gow“ gerði 'sldpið upptækt, en alla menn sem á því voru,' tók „Glas- gow“ og sendi þá síðar með bresku kolaskipi til Argentínu. Eftir mörg æfintýri, sem hjer er ekki rúm, til að segja frá, tókst mjer liiiin 30. desember 1014 að komast sem há- seti um borð í hollenskt skip, er ,,Maasland“ lijet. —— Hafði mjer tekist að fá viðskiftareikning hjá norskum háseta og voru það þau einu skjöl, sein jeg hafði. Þóttist jeg vera Norðmaður og nefndist Ingevald Mikkelsen. Skipstj. grun- aði þegar að jeg væri Þjóðverji en stýrim. og skipverja grunaði ekki neitt. Auk mín rjeðust fjórir Þjóð- verjar sem hásetar og kyndarar á „Maasland.“ Þóttist einn vera Svíi, annar Dani, þriðji svissneskur og sá fjórði frá Luxemburg. Þegar ski])ið kom í Dofrasund, kqmu enskir sjóliðsforingjar um borð til aö leita að Þjóðverjum. Náðu þeir í þrjá okkar, en jeg og sá, sem þeir hjeldu Dana, sluppum. Fórum við svo tii Amsterdam og var þá auðvelt fyrir okkur að komast heim. Nú vissi jeg það, að stýrimaður- inn á „Maasland" var orðinn skip- stjóri á „Zaanland“ og þegar hann kom að kafbátnum með skjöl sín tók jeg á móti honum óg heilsaði honum kunnuglega. Hann þekti mig ekki fyrst, en alt í einu rankar hann við sjer: „Svei mjer ef þetta er ekki hann Ingevald Norðmaður! Hvernig í skrattanum stendur á því, að þú ert hjer?“ Jeg skýrði honum í fám orðum frá því, að nú væri jeg orðinn Þjóðverji, en öll- um þótti merkilegt, að íundum okkar skyldi bera saman þarna. Við sleptum „Zaanland“ því að skipið hafði enga bannvöru með- ferðis. Vorum við enn nokkra daga úti í sjó. Þá vorum við kallaðir heim og bar ekki fleiri til tíðinda í þeirri för. • Skipsbátar leggja að borði á kafbátnum. Maðurinn með sjó- hattinn, er stendur við borðstokk, er Schopka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.