Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1928, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1928, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 77 J>að nú ekki nema sjálfsagt að vera lipur og kurteis við manninn. —• Já, þjer ætluðuð víst eitthvað að finna mig —• eða var ekki svo? spurði jeg. —• Ef það er eitthvað, som jeg get gert fyrir yður þá er það velkomið, svo framarlega sem jeg get. Ungi maðurinn á stólnum 'leit til mín l>akklætisaugum. - Jeg veit, að þjer getið það, ef þjer bara vilj- ið. Jeg hefi talað við mann, sem var í samskonar vandræðum um daginn og jeg er nú, og þjer lijálp- uðuð honum út úr þeim. Raimar er það dálítið öðru vísi hjá mjer, en jeg er viss um, að þjer getið samt sem áður hjálpað mjer. — •— Þjer þekkið ástina og skiljið hver áhrif hún getur haft á menn. Jeg kfpptist við. Hvert þó í log- andi. Hvað var drengurinn ann- ars að fara? Ætlaðist hann til að jeg gerðist milligöngumaður milli sín óg einhverrar stúlku, sem hann var skotinn í? Mjer lá við að skellihíæja, en þegar jeg sá alvöru- svipinn á manninum, hætti jeg við, og sagði blátt áfram: — Hvernig dettur yður í hug, að jeg þekki ástina fremur en aðrir? — Hún Gunna segir, að þjer hljótið að þekkja hana betur en flestir aðrir, sva*raði hanp. — Hver er Gunna? — Gunna Helga, piltagullið frá Völubergi— eins og hún er venju- lega kölluð. — Þekki hana ekki. — Það er sama. Hún þekkir yð- ur og segist vita með vissu, að þjer sjeuð leikinn j að haga o'rðum yð- ar við kvenfólk. — Nú, en hvað keraur þetta því við, sem þjer ætluðuð að tala við mig um? Ungi maðurinn hleypti í sig kjarki og bar fram erindi sitt, h'ratt og óskilmerkilega í slitrótt- um setningum, i— Gunna er yndislegasta stúlkan í heiminum — stúlkan, sem jeg elska — og vil eiga ------og þar sem hún hefir svona mikið álit á yður sem — — sem manni — manni, e“r kann að haga orðum sínum, þá datt mjer í hug að biðia yður að-------að yrkja fjrir mig nokkrar ástavísur til hennar, Hann þagnaði, dró djúpt andann og horfði á mig eins og sakamaður myndi hörfa á þann valdsmann, er gæti kveðið upp yfir honum dóm, sem úrskurðaði líf eða dauða. Aftur langaði mig til að hlæja, en aftur liætti jeg við það, er jeg leit á manninn. — Þjer sjáið nú sjálfur, að þetta er ómögulegt, svaraði jeg. — Það á ekki við, að nokkur maður fái annan til að skrifa fyrir sig tii stúlku, nei, það á alls ekki við undir neinum kringumstæðum. En það var sama, hvað jeg sagði. Hann lijelt áfram að nauða á mjer — - grátbiðja mig að gera þetta nú fyrir sig. Hann varð svo heitur og fjálgur af ákafanum, að orðir. komu stanslaust og reiprennandi eins og hjá ætðum þingmanni. — Mjer datt í hng að stinga upp á einhverju við hann, er sýndi það berlega, að jeg skoðaði þetta eins og hvert annpð gaman. Það var eina leiðin, sem jeg gat. hugsað mjer í svipinn, út úr þessum ogongum. •— Jæja, sagði jeg og kastaði vindilsstúfnum í öskubakkann. — Úr því að yður er þetta svona mikið áhugamál, þá skal jeg gera það fyrir yður að yrkja dálítið ástakvæði, en með því skilyrði, að þjer birgið mig upp með cigar- ettur í viku. — Hvað reykið þjer mikið? — spurði hann. Hver skollinn.Ætlaði hann þá að taka mig á orðinu í staðinn fyrir að gefast upp eins og jeg ætlaðist til? — Hvað jeg reyki mikið? Tutt- ugu á dag, laug jeg. •— Jæja, það er ágætt, sagði hann sigri hrósandi og stóð upp. — Þjer skuluð fá þæ'r eftir tíu mínútur eða svo. Verið þjer sælir á meðan. Svo fór hann. Nú var ekki um annað að gera fyrir mig, en að reyna að hnoða saman einhverri fagurfræðilegri lýsingu á stelp- unni, sem jeg hafði aldrei sjeð og hinni brennandi ást drengsins á hcnni. Það stóðst líþa á endum, að jeg var að ljúka við þriðju vísuna í kvæðínu, þegar hann kom aftur með cigaretturnar. Jeg sýndi honum nú þennan við- brenda ástavelling, sem jeg hafði soðið saman og. sagði, að hann mætti gera við liann, livað sem honum sýndist. Jeg man að síð- asta vísan var þannig:, Á velli rauðra rósa reisa -vonir tjöld. Jeg vildi’ að þú vildir koma og vera hjá mjer í kvöld. » Þetta þótti honum dásamlega vel að orði komist — alveg eins og liann hefði hugsað ]>að sjálfur. — Svo tók hann umslag úr seðla- veski sínu, smelti kvæðinu inn í það, skrifaði uta.n á og fór,------ Jeg sat eftir og horfði á tóbaks- birgðir mínar með óblandinni ánægju. Heimurinn var nú ekki svo bölvaður, þrátt fyrir alt. Og þessi ungi maður. Hann var alveg fyrirtaks dæmi upp á ástfangna karlmenn, því af öllu því hla»gilega í hinni lífrænu náttúru eru ást- fagnir strákar það langhlægileg- asta, sem hugsanlegt er. Mjer varð litið á klukkuna og sá, að hún var að verða sjö. — Það er best að fara til kvöldverð- ar liugsaði jeg, því að maðurinn lifir ekki á einu saman tóbaki, hvort sem er. Á heimleiðinni mætti jeg Jóhanni, vini mínum, þessum, sem alta^ er að fjargviðrast út af erlendum spillingaráhrifum og vaxandi lausung unga fólksins. — Hvert eru að fara? spurði jcg. — Heim til hennar Línu. — Ágætt, jeg kem með. Það er altaf gaman að spjalla við Línu, þó að hún sje oftast næ'r með annan fótinn í siðfræðikerfum guðspek- innar. — Þú hefir ekkert að gera til liennar, svaraði Jóhann og leit. til mín einkennilega. — Við ætlum nefnilega að fara á kvikmvndasýn- ingu í kvöld, við Lína. — Hver þremillinn sjálfur, sagði jeg. — Hvað er nú orðið af öllum þínum bjargföstu skoðunum á því, hvernig piltur og stúlka eigi að umgangast hvort annað? Mig minnir ekki betur en að þú lýstir því yfir í fyrradag að það væri óheiðarlegt athæfi að bjóða stúlku með sjer á skemtanir, án þesS að vera trúlofaður henni, og eftir því sem jeg best veit, eruð þið Lína ekki trúlofuð — eða hvað? r— Nei, ekki svona algerlega,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.