Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1928, Blaðsíða 3
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS
75
í kafbátaneti.
Nolckrum dögum seinna vorum
við sendir á stað aftur og skipað
að lialda vörð fyrir framan Pirth
of Moray. Setti þá flotastjórnin
þýska kafbáta á vörð meðfram
allir austurströnd Englands og
Skotlands, því að hún liafði hugs-
að sjer að gera herskipaárás á
Sunderland-ströndina í maí. En
vegna ]>ess að hún bjóst við að
Englendingar mundu nú vera bet-
ur á verði en áður, þótti allur
varinn góður. — Hafði ensku
flotastjórninni verið legið mjög á
hálsi fyrir það að þýsk herskip
skyldu geta gert árásir á England
og sloppið óáreitt heim, en Fischer
lávarður hafði heitið því, að slíkt*
skyldi ekki geta komið fyrir oftar.
Höfðu Þjóðverjar því fullkomna
ástæðu til að fara varlega. l7r þess-
ari herferð varð aldrei, vegna þess
að veður var ekki bjart seinustu
dagana í maí og því erfitt með
njósnir fvrir loftförin. En kaf-
bátarnir lágu við strendur Eng-
lands til þess að vara þýska flot-
ann við, ef liætta væri á ferðum.
Fengu þeir allir skipanir um það
að láta lcaupför í friði og sneiða
hjá þeim, svo að þeirra yrði ekki
vart, en ráðast á herskip og sjer-
staklega tilkynna allar hreyfingar
breska flotans. Hafði hver kafbát-
ur afmarkað svæði og var svo skamt
á milli þeirra, að breski flotinn
gat ekki komist út nema við yrð-
um varir við. En sumir kafbát-
arnir höfðu verið lengi úti- og urðu
að leita heim eftir stuttan tíma
svo að skörð urðu í varðhringinn.
Okkur var sem sagt skipað að
fara til Firth of Moray. Við hætt-
. um okkur langt inn í fjörðinn á
njósn og vissum ekki fyrri til en
við vorum umkringdir á alla vegu
af vopnuðum botnvörpungum. Það
var nú ekki um annað að gera fyr-
ir okkur en fara í kaf og reyna á
þann hátt að sleppa út úr hringn-
um áður en togararnir kæmi skoti
á okkur. Þetta var 23. maí 1916.
Við fórum niður á 30 metra dýpi
og sigldum svo út fjörðinn. En
alt í einu kemur gríðarlegur
hnykkur á bátinn og legst hann
alveg á hliðina. Vissum við þá
fljótt hvers kyns var. Við höfðum
lent í kafbátaneti. Kom þá engum
okkar til hugar, að við mundum
sjá dagsins ljós framar. Var hætt
við að bátnnm hvoífdi algerlega,
og þá var úti um okkur. í dauð-
ans ofboði hlupu aliir menn fram
i bátinn og stakst hann þá til
botns eu jafnframt unnu vjelarnir
af öllum kröftum. Rendum við
þarna niður að botni á 65 metra
dýpi og tókst okkur að rjetta bát-
inn við. Skriðum við nú meðfram
botninum og tókst að komast und
ir netið. Björguðumst við þannig
á alveg dásamlegan hátt og má
nærri geta að við hrósuðum happi
er við vorum gengnir úr gildrunni.
Við þorðum nú ekki að koma úr
kafi fyr en dimt var orðið af nótt.
Þá kom það í ljós, f}ð aðalsjónpípa
bátsins (periskop), sem vel inætti
nefna „hafsauga“, hafði brotnað;
sömuleiðis hástengur þær, sem fest-
ir voru á loftskeytaþræðir og tund-
urdufla-varar. Okkur tókst ]jó að
kom^ upp loftskeytaþráðum aftur,
en við liafsaugað gátum við ekki
gert. Kom það sjer nú vel, að bát-
urinn hafði tvö önnur „augu“,
Jjótt þau væru ekki jafngóð og það
sem við mistum.
Herskipi sökt.
Sjóorustan hjá Jótlandi.
Aðfaranótt 30. maí náðum við
loftskeyti frá kafbát, sem var
miklu norðar en við, og tilkynti
hann að breski flotinn kæmi út úr
Scapa Flow og stefndi til suðaust-
urs. Kafbátsforingjanum þótti
þetta undarlegt, en stundu seinna
kom fyrirskipun frá flotastjórn-
inni: „Kafbátarnfr — á svæði þetta
og þetta — eiga að reyna að gera
árás á breska flotann." Foringinn
gaf þegar skipun um að halda á
stað og stefna suðaustur. Þetta var
kl. 5 um morguninn. Við sigldum
nú með 18 mílna hraða allan dag-
inn, fram undir kvöld, en þrír
menn voru stöðugt á verði með
sjónauka, en við sáum ekkert til
skipaferða. Þegar leið á daginn
reyndist ilnögulegt að nota loft-
skevtatækin. því að loftið var fult
af dulmálsskeytum, þýskum og
enskum í einum hrærigraut. Vorum
við sem á nálum því að svo mikið
gátum við frjett, að nú var sjó-
orusta byrjuð, en jafnframt fögn-
uðuin við því innilega. Nii fengu
þeir að reyna sig, breski og þýski
flotinn, í fullri alvöru!
Um sjöleytið kallar skutvörður
að herskipareykur sjáist aftur
undan. Nú var öllum sjónglerum
stefnt þangað og brátt kom í ljós,
að þar var tundurspillir á ferð,
og annar eigi allskamt á eftir hon-
um. Nú voru gerðar mælingar til
að sjá hvaða stefnu skipin hefðu
og jafnframt voru hinar stóru
tundurskeytabyssur hafðar tiltaks.
Svo fórum við í kaf og biðum
skipanna. Var þá hver maður í
vígahug. Um kl. 8 skutum við
tundurskevtl á það skipið, er fyr
fór. Nokkrar sekúndur biðum við
með öndina í hálsinum, því að
færið var um 600 metrar. A!t í
einu kvað við ógurleg sprenging.
Við höfðum liæft! Húrra, húrrn.
iiú?va! hrópaði liver sem betur gat.
Við fórum nú niður á 30 metra
dýpi og snerum bátnum til þess
að komast í færi við hitt skipið
líka. En ])á festist stýrið þvert
fyrir á bakborða og varð ekki los-
U. 52 er dreginn inn á höfnina á Helgoland, er hann kom,
með stýrið bilað, brotið ,,hafsau(ja“ oy hástengur.