Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1928, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1928, Blaðsíða 4
148 LESBÓK MQRGUNJBLAÐSINS RANNSÓKNAFÖR Dr. KNUD RASMUSSEN Síðan dr. Knud Rasmussen var ungur stúd- ent, fyrir 25 árum, hefir hann með óþreytandi elju unnið að rannsóknum á lifnaðarháttum, a-tt, uppruna og andlegum þroska Eskimóa. Fyrir þessar rannsóknir sínar hefir hann fýr- ír löngu getið sjer lieimsfrægð. Merkilegust og frækilegust er ferð hans, er hann fór á árunum 1921—’24. Lagði hann upp í þann leiðangur vorið 1921 og kom heim aftur í árslok 1924. — Aðalleiðin er hann fór er merkt með strikalínu á meðfylgjandi upp- drætti, frá „Godthaab“ í Grænlandi yfir til Labrador yfir Hudsonflóa og síðan um þvert meginland Ameríku til Nome í Alaska. Landleiðin bein er hann fór með sleða er 10.000 kílómetrar. En hann lagði ótal lykkjur á leið sína, og fór oft óravegi til þess að leita uppi Eskimóabygðir. Reiknaðipt honum svo til, að hann liefði alls farið 20.000 kílómotra á sleða, yfir ísa og fannbreiður þessara heims- skautalanda. (Til samanburðar má geta þess, að sú vegalengd er nál. 50 sinnum vegalengd- in landveg milli Reykjavíkur og Akureyrar). Mun þetta vera lengsta sleðaferð sem nokkru sinn hefir verið farin. Meðan dr. Knud Rasmussen var í hjeruð- unum kringum Hudsonflóa, Baffinsland og Labrador, tók 16 manns þátt í leiðangrinum, 7 Danir og 9 Eskimóar. En í ferðinni vestur yfir meginlandið var Knud Rasmussen einn hvítra manna. Þá voru í fylgd með honum Eskimóar tveir, er sjást með honum á með- fylgjandi mvnd, maður að nafni Miteq (er þýðir æðarfuglinn) og konan Arnarulunquaq (þýðir, litla stúlkan). Maður hennar var og upprunalega með í leiðangrinum. En hann Cap Spartel, sem er Afríkumeg- in. Er skuggsýnt þar undir höfð- anum. Njörvasund er þar um 45 km. á breidd. — Þar sem það er þrengst, eru ekki nema 14 km. milli landa, en austast ár það 23 km. breitt. Það er 60 km. á lengd og var hver varðskipalínan við aðra þvert yfir sundið. Allir menn voru á verði niðri í kafbátnum, en 4 menn voru á turninum. Var alt haft viðbúið til þess að fara í kaf á augabragði, en tvæ*r stórar sprengjur voru teknar fram og önnur sett fremst í ka.fbátinn og hin aftast, á milli tundurskeyta- hlaupanna. Var settur sinn mað- urinn yið hverja sprengju og áttu þeir að vera viðbúnir að hleypa þeim af og sprengja bátinn sund- ur í smáagnir, undir eins og kaf- bátsstjóri sæi oltkur ekki undan- kornu auðið. Fjell það í mitt hlut- skifti að vaka yfir sprengjunni aftur í. Jeg get fullvissað menn um það, að það grípur mann ein- kennileg og miður þægileg tilfinn- ir.g, er maður situr þannig tímun- um saman vfir þessum vítisvjelum og bíður eftir skipun um það að tæta sjálfan sig sundur ögn fyr- ir ögn. Kafbáturinn fór nú í gegn um hverja varðskipalínuna á eftir annari, er. nóttin var 'niðdimm og urðu skipin ekki vör við okkur, þótt við færum stundum ekki lengra frá þeim en svo sein 200 metra. Um miðnætti fórum við í gegn um prengslin og j tr var hættan auðvitað mest. Á stjórn- borða var Tanger og Oibraltar á bakborða. Komu kastljós altaf öðru hvoru frá Gribraltarvígi og (lýstu upp alt sundið. Við sigldum eins hratt og vjelarnar gátu fram- ast 'knúð bátinn. Enginn mælti orð frá vörum. Ekkert heýrðist nema skröltið í vjelu’num. Annars var þögn — dauðaþögn. Allir vissu hvað yfir vofði, en enginn æðraðíst. Þannig sigldum við í fullar tvær stundir. Þá kom skip- un um að hægja á vjelunum —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.