Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1928, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1928, Blaðsíða 7
151 LtlSBÓK MOllGUNliLABSlNS * Nobile er nú ltominn til SvalbarSa, oy: fer innan skamms rannsóknarferSir sínar norSur í ísliaf. Hefir hann í hyggju aS fara þrjár ferSir norSur í heimskautsísinn 'og eru leiSir ]>ær, sem hann ætlar aS fljúga, markaSar lijer á kortinu meS svörtum strykum. Á myndinni sjest Nobili í ká- etudyrunum sínum á loftfárinu „ltalía“. Er myndin tekin þegar hann kom til Stolp. Monsieur de Chaumoix vildi ekki lieyra slíkt. Það ætti svo sein að virSast, að miljónirnar hans, dýraveiðarnar og veislurnar, sem hann efndi til og annálaðar voru fyrir rausn lians, gæfu honum ástæðu til að vænta góðvildar af stórmenni Parísar og höfðingjun- um í þeim tveim fylkjum, þar sem liinar geysistóru jarðeignir hans lágu; því aS allir voru þeir stöö- ugir gestir hans. Var það ekki eins og að leita guðlasts í guðspjöllun- um að væna þá um yfirdrepskap, sem tárfella út af sorgum náung- ans:’ Og hver ætti að vera próf- steinn vináttunnar, ef það er ekki sorgin ? — Það skal jeg segja yður undir eins. Prófsteinarnir eru tveir: næmur sjúkdómur og peninga- vandræði. Ef þjer getið nefnt mjer t. d. holdsveikan sjúkling, sem hafi verið heimsóttur og stundaður af öðrum en þeim, er með hjúkr- un höfðu að sýsla; ef þjer getið nefnt mjer einhvern, sem hefir glatað aleigu sinui, á enga von eftir, mist hefi!r kjarkinn í lífsbar- áttunni, en hittir svo fyrir mann, sem lánar honum góðfúslega íje til að rjetta við, ja, þá skal jeg undirskrifa það með yður, að til sjeu vinir. Monsieur de Chaumoix ákvað að gera tilraun með annan prófstein vináttunnar; ]jó að hann væri sextugur að aldti, var hann síung- ur í anda, unni draumum, eu Jiráði og sannleikann og horfði ekki í ueitt til að nálgast hann. Einn ömurlegan dag í febrúar- mánuði settist hann við gamla skrifborðið sitt og tók að semja lísta yfir þá, sem hann kallaði með sjálfum sjer „boðna í vinagildið.“ Brátt hafði liann lokið við að liripa niður 300 nöfn, sem fyltu út tvær stórar arkir, einkendar með skjaldarmerki ættarinnar. Þá las hann þau yfir, eitt og eitt, og reyndi sem hlutlaus dómari að yf- irvega allar ástæður, hvort sem væru með eða móti því, að þessi þrjú hundruð gætu talist sannir vinir. Er hann hafði lokið þeirri yfirvegun, bætti hann við tuttugu og sex. Vissulega fann hann til nokkurs kvíða um leið og hann skrifaði sum nöfnin. Höndin skalf, liún gat uaumast valdið pennanum. Bara að ]>essi komi nú! hugsaði haun með sjer; eða sje ekki lieima! Og 326 sinnum skrifaði hann svohljóð- andi brjef: „Góði vin (eða: góða vlnkona)! Spánska kvefpestin (elcki þorði hann að gera sjer upp hættulegri veiki en það) hefir lostið mig og jeg hefi mikinn hita. Þar sem eng- inn er hjer til að veita mjer að- hlynningu, utan herbergisþjónninn, og jeg get ekki vænst lijúkrunar- konu fyr en eftir þrjá daga — á þessum farsóttatímum eru þær all- ar uppteknar, — þá finst mjer eins og jeg sje skipbrotsmaður á cyðiey. Vilduð þjer ckki rjetta mjer bjargandi hönd? Jeg vænti þess fastlega, góði vin (eða: góða vinkona), að þjer komið og hug- hreystið mig með návist yðar, þótt ekki sje nema nokkur augnablik. ■leg vonast eftir yður í kvöld milli kl. 7 og hálf átta. Þjer komið, er ekki svo? Þetta sama kvöld, klæddist Monsieur de Chaumoix hátíðabún- ingi og beið gesta sinna. Hann liafði látið slá upp löngu, skeifu- laga borði, skreyta það með blóm- sveigum og fágætum ahlinum og raða á ]>að 326 diskum. A hvcrj- um diski var askja, sem hafði að geyina dýrindis grip, valinn við hæfi livers eins boðsgestanna, og liver gripur hafði þcssn ále.trun: til minningar um vinagildið 28. febrúar 1927. Monsieur de Chaumoix beið og beið. Þegar klukkan var tvær mínút- ur yfir sjö, færði lierbergisþjónn- iiin lionum á silfurbakka brjef með snótru, dáufbláu umslági. Það var frá A. .. Húu afsakaði að geta ekki komið. Hún kvaðst vera boðin til kvöidverðar hjá skyldfólki úti á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.