Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Side 1
Hvers vegna sagðl Pllsudsklaf sler? Hann hefír nú skfrt frð ástæðunni ng segir þingmönnum tll syndanna. HJIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiy = Hinn 28. júní kom hingað með símskeyti frá = Kaupmannahöfn sú óvænta frjett, að Pilsudski, = þjóðhetjan og hinn ókrýndi konungur Pólverja, = hefði sagt af sjer stjórnarforystu. Fylgdi það § fregninni, að þetta hefði hann gert vegna heilsu- = = biiunar. En nú hefir hann sjálfur skýrt frá ástæð- = = unum í langri og merkilegri grein, sem hjer birtist = stuttur útdráttur úr. = Fllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllr; „Hvers vegna jeg sagði af mjer stjórnarforystu “ kallar Pilsudski grein sína. Hann byrjar á að mót- mæla því, að það hafi verið vegna heilsubilunar. Hann segist hafa fengið slíkan viðbjóð á opinberum stjórnmálamönnum að sjer hafi * ekki verið unt að halda áfram. Hann segir að það hafi líka verið að sjer komið að segja af sjer meðan hann var forseti, af sömu ástæðu. Hann segist yfirleitt ekki hafa haft neitt persónulegt frelsi á þcim dögum. — Þá átti jeg ekki annars úr- kosta en að' uppleysa seimen (þingið), sem hafði framkvæmda- vald, eða láta Pólland sigla sinn sjó. Ef jeg hefði valið hið fyrra, hefðum við ef til vill komist hjá maibyltingunni, en jeg kaus hinn síðarnefnda kostinn, vegna þess, að stjórnarskrá sú, sem þingið samþykti, stefndi til þess, að for- setatignin mætti ekki veitast þeim manni, sem öllum öðrum fremur hefði áunnið sjer traust landa sinna. — manninum, sem aldrei hafði óhreinkað hendur sínar á illa fengnu fje, manninum, sem hafði nóga viljafestu og hafði unn- ið' sigur í stríðinu, og þar með komið Póllandi út úr öngþveiti og fært út kvíar þess. Þeir vildu þröngva þeim manni, sem gat beitt ríkisvaldinu, í sjálfheldu, til þes-. að þeir gæti kastað á hann auri. Þessum fyrirætlunum kollvarpaði jeg með því að draga mig í hlje. Svo verður honum tíðfætt um það, hver vandi fylgi því að vera forsætisráðherra í Póllandi, og seg- ir svo: — Læknaf sögðu mjer, að mjer væri um að gera að halda ekki aftur af mjer, og þess vegna sagði jeg af mjer. Forsætisráð- herra verður stöðugt að eiga í harðri baráttu um að stilla sig, og það var þessi barátta, sem lækn- arnir ráðlögðu mjer að forðast. Forsætisráðherrann verður að vera samverkamaður seimens. — Hefði jeg ekki stilt mig fram úr hófi og setið á mjer, þá mundi jeg varla hafa gert annað en kjafts- höggva þingmenn. Vinnubriigð þeirra eru þannig, að með þeim ep loku skotið fyrir neinn verulegan árangur. .Jeg veit ekki annað við- bjóðslegra verk fyrir karlmann, en að halda ræður. Jeg treysti mjer vel til að halda áheyrendum mínum hugfangnum, en ætti jeg að halda ræðu á hverjum degi, vikum saman, þá mundi jeg telja sjálfan mig opinbera plágu. En í seimen halda þeir ræður dag eftir dag, mánuðum saman! Og lítið nú á hvernig þeir hegða sjer! Þegar einn talar, þá er þingsalurinn líkastur opinberu veitingahúsi. Sumir ganga fram og aftur á milli borðanna, aðrir standa og snúa baki við ræðu- manni, og enn aðrir stytta sjer stundir með því að segja krum- fengnar' sögur! Og svo eru ræðu- menn yfirleitt svo leiðinlegir, að manni getur orðið óglatt af að hlusta á þá! Þegar jeg var einvaldur í Pól- landi, að afloknu stríðinu við bolsa, hefði jeg getað marið þing- heim undir hæl mjer eins og orm, eu jeg gerði það ekki. Þegar hið núverandi þing hóf störf sín, sá jeg að alt ætlaði að fara í sama farið — og þá varð jeg aftur að velja á milli þess að reyna sam- vinnu við þingmenn, eða að ráð- leggja forsetanum að setja nýja stjórnarskrá, eða þá að segja af mjer. Jeg kaus seinasta kostipp, <P> tto

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.