Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.08.1928, Side 4
244 LESBÓK MORÖTJNBLAÐSINS sinn á þessu móti, og mótið sett. Mótstjórinn mælti nokkur orð'. Las reglur og dagskrá mótsins, og bauð alla velkomna, einkum hina tvö dönsku skáta er voru gestir á þessu móti. — Var nú snæddur morgunverður :ha£ragrautur,mjólk og brauð. Til hádegis vai- tíminn notaður til að hyggja betur að tjöldunum. — Þá var dagverður á gras-„borð“ borinn: lax og ávaxta grautur. — Seinni hluta dagsins var varið til leika í skóginum og flötunum. Kl. 7 var kveldverður og kl. 3 fáninn dreginn niður, með söng og fánakveðju. — A hverju kveldi var kyntur varðeld- ur að skátasið. Settust þá allir kringum eldinn og sungu, sögðu sögur, kváðust á, sýndu leika og Leira. — Þá var og gefið út smá írjettablað fyrir mótið, og lesið við eldana. Áður en gengið var til avílu iásu allir saman „Faðir vor‘ ‘. Á þriðjudaginn var veðrið ekki síðra en á mánudaginn: þurt og hlýtt. „Að geðjast öllum er guði um megn — þegar einn vill sól- skin vill annar regn“. Svo var þarna. Okkur skátum þótti vænt um þurkinn og hlýjuna, en bænd- urnir óskuðu regns vegna gras- sprettunnar. Fyrri hluta þessa dags var varið líkt og deginum áður, en eftir há- degið' gengu allir á Laugardals- fjall — þaðan er útsýni ágætt, og var því fjallaferðin hin fróðleg- asta. — Varðeldur var auðvitað um kvöldið eins og öll önnur kvöld. Þetta kvöld skrifuðu allir skátarnir heim til foreldra sinna til að segja þeiin frá útivist sinni. Á miðvikudaginn svifu þungbú- in ský yfir dalnum, en um dag- málabilið ljetti þó til og var besta veður allan daginn. Þennan dag var ákveðið að halda kyrru fyrir 1 skóginum, því næstu 2 dögum skyldi einungis varið til ferðalaga. Nú var fimtudagurinn kominn. — Skátarnir skiftust í flokka til ferðalaga. — Flestir voru í flokki þeim, er fara skyldi á hestum til Geysis og Gullfoss. Einn skátinn fór með G hesta til Þingvalla, því þangað komu 5 skátar um mörg- uninn frá Reykjavík. Riðu þeir síðan inn á afrjettir, að Skjald- breið, Hlöðuvöllum og Hellisskarð ok komu niður í austurhluta Laug- ardalsins. Vöru þeir 2 daga í þess- ari skemtilegu ferð, en dvöldu síðan í dalnum það sem eftir var mótsins.- — Fimm skátar gengu skemstu leið úr dalnum að Hlöðu- Að ofan: Fánaltveðja. Að neðan: Skátabúðir í Laugardal. felli. Fóru þeir upp á fjallið um kvöldið, og voru á tindi þess um miðnætti. — Utsýnið var stórkost- legt og h-rífandi. — Það sem eftir var nætur sváfu þeir í kofanum sem er við rætur fjallsins. Ðaginn eftir gengu þeir svo á Skjaldbreið, þaðan um Klukkuskarð og til skátabúðanna. Nágrannabændun- um þótti þetta hin frækilegasta för, því ekki sögðust þeir vita til að gengið hefði verið Hlöðufell liina. síðari áratugi.. Skátarnir, sem riðu til Geysis og Gullfoss voru ánægðir mjög yfir ferðinni. Enginn þeirra hafði áður komið austur þar, nema sá, sem stjórnaði förinni. — Á föstu- dagskvöld voru allir komnir aftur heilu og höldnu heim. — Veðrið var sæmilegt þessa 2 daga. Við vöknuðum eins og vant var kl. 7 á laugardagsmorgun. Var þá besta veður, sem hjelst allan dag- inn. Þetta var síðasti dagur móts- ins, og fanst okkur vikan hafa liðið alt of fljótt. — Því, þótt gott væri að koma heirn, var sárt að skilja svo fljótt við fjelagana, skóginn og alt, sem orðið var kunnugt og kært. Það var ekkert farið frá þenn- an dag, en ýmsar æfingar og leikar haldnir í nágrenninu. Við höfðum látið það boð út ganga meðal bændafólksins í ná- grenninu að við æsktum þess að það kæmi til okkar þetta kvöld, til þess að við gætum kynst því betur og það okkur og fjelags- skapnum. Þessu var vel tekið, því um 70 manns, víðsvegar úr nágrenninu lcomu og voru hjá okkur frá kl. 8 og fram undir miðnætti. — Við byrjuðum á að sýna gestunum tjaldbúðirnar og útbúnað okkar. Síðan fórum við í handknattleik a flötunum, og tóku þátt í honum nokkrir sveitapiltar. Þá sýndum við þeim ýmsar íþróttir okkar, svo sem: samtöl með fiöggum, „Hjálp í viðlögum“ og íleira. — Að því loknu kyntum við varðeld. Settust allir kringum bálið.— Þar var skemtilegur hópur samankom- inn: kvenfólk, krakkar og karl- menn úr sveitinni og' kátir kaup- staðardrengir. Mótstjórinn skýrði með nokkrum orðum frá skáta- hreyfingunni og tilgangi hennar. — Þá sýndu skátarnir smá gaman- leik, sungu, spiluðu og 2 skátar kváðust á. — Gestirnir tóku oft undir sönginn og fylgdust vel með. Þegar liðið var á kvöldið drukku allir kaffi og borðuðu pönnukökur með, sem skátarnir höfðu bakað þá um daginn. Eftir kaffið var enn sungið og rabbað saman. Tveir bændur úr hjeraðinu töluðu. Páll bóndi á Hjálmstöðum, vottaði gleði sína yfir komu skátanna í skóginn, og sagði meðal annars, ao hann vænti þess að mót þetta yrði traustur hlekkur í keðju þeirri er tengja ætti saman sveita- og kaupstaðarbúa. Böðvar bóndi að Laugavatni, kvað það með því fegursta er hann hefði sjeð er hann leit upp í skógarhlíðina og sá ísl. fánann blakta yfir tjöldunum og kaup- staðardrengjunum, sem flúið höfðu i faðm birkiskógarins, í sumarleyfi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.