Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Síða 2
306 j LESBÓK MORGUNBLABSINS
ið langt fyrir neðan okkur, milli
fjallanna.
Á þessum hæð.um vinna Zíonist-
arnir baki brotnu. Jarðvegurinn
er ágætur, og kornið er flutt heim,
ekki á úlföldum beldur á nýjum
og góðum vögnum. Hjer sjást alls
staðar nýbygð timburhús, og þeg-
ar nálgast bæinn Tíberías fara að
koma í ljós glæsileg íbúðarhús.
1 fornöld var þjettskipað bæjum
umhverfis Genesaretvatnið. Bn nú
er Tíberías eina borgin hjer. Zíon-
istarnir hafa sest hjer að, og borg-
in á því í vændum blómaskeið.
Hún hefir verið til síðan á dög-
um Jesú, en kemur lítið við sögu
hans eða rannsóknirnar út af
henni. Heródes Antipas ljet reisa
borg þessa þegar Jesús var í æsku
og ljet hana heita eftir Tíberíusi
keisara. Þar voru reist stórhýsi,
leikhús, veðreiðasvæði, konungs-
höll, og alt var þetta útlent og
hellenst og hatað af öllum sönn-
um Gyðingum. Líklega liefir Jesús
aldrei stigið fæti í þennan heiðna
bæ. Konungurinn sat þar, trúlaus
og gálaus og sat um líf Jesú (Lúk.
13, 31).
Nú koma allir ferðamenn hing-
að. Hjer standa þeir um stund og
virða fyrir sjer Genesaretvatnið',
sem er svo oft nefnt í sögu Jesú
og frumkristninnar.
Jeg þarf að komast til norður-
strandarinnar. Þar er að vísu eng-
in bygð, en Bedúínar og eiturnöðr-
ur hafast þar við. En þar lá í forn-
öld bærinn Kapernaum „eigin borg
Jesú.“ Þar áttu þeir heima Pjetur
og Andreas; þar kallaði ha»ö’
fyrstu lærisveinana; þar var ríki
hans stofnað.
Jeg er því ekki í rónni í Tíberías.
Húsin eru óhrein og hitinn er kæf-
andi eins og við Dauðahafið. Jeg
mæni löngunaraugum yfir á norð-
urbakka vatnsins. Það er dauða-
kyrt og jeg fer að semja við
nokkra sjómenn um flutning norð-
uryfir ef leið'i komi.
Þegar kom fram á daginn rann
á gola, og jeg stje í bát ásamt
ferðamanni frá Ameríku, sem lang-
aði til að komast norðuryfir líka.
Tveir sjómenn voru í bátnum og
stýrðu þeir honum norður á
vatnið.
. Það var undarlegt að sitja nú
á þessum sömu öldum, sem svo
oft höfðu borið Jesú. Ameríku-
maðurinn var guðhræddur skrif-
stofumaður frá San Praneiseo, og
sama tilfinning greip hann. í mörg
ár hafði hann dregið saman skild-
inga til þessarar ferðar. Nú dró
-hann litla biblíu upp úr vasa sín-
um og bað mig að benda sjer á
stað, sem vel ætti við þessa báts-
ferð. Jeg benti honum á söguna
um það, þegar vindhviðan reis en
Jesús lá og svaf í skutnum svo að
lærisveinarnir urðu að vekja hann
í ofboði og biðja hann að bjarga
þeim. „En samt á þessi saga eklci
við að öllu leyti“, sagði jeg. „Nei,
sem betur fer,“ svaraði Ameríku-
maðurinn, „jeg kæri mig ekki um
að lenda í þesskonar æfintýri.“
En sagan átti betur við en okk-
ur grunaði.Þegar við vorum komn-
ir miðja vegu, skall á útnorðan
stormur svo að báturinn lá á
keipum. Báturinn var sýnilega út-
búinn alveg eins og á biblíutímun-
um — alt þess háttar helst hjer
óbreytt. Hann var með einu segli,
allstóru og föstu, svo að því verð-
ur ekki haggað, og þegar bylgj-
urnar skullu á lagðist báturinn og
saup á, svo að annar maðurinn
hafði nóg að gera að ausa. Mastrið
er aðeins styrkt með einum stag
svo að ómögulegt má heita að
venda. Það er því ekki um neitt
annað að gera en að halda í horf-
inu og að reyna að komast í hije
það, sem er undir norðurlandinu.
Báturinn brunar áfram því að
seglið er altof stórt og eftir
ldukkutíma sigling förum við að
komast í var.
Vatnið er ekki nema 21. km. á
lengd og 12 km. á breidd, og jeg
hefi aldrei fyr en nú getað hugsað
mjer að verulegar öldur gæti
myndast á því.En vindar eru fljót-
ir að skella á hjer, og bátarnir
eru ekki útbúnir þannig, að þeir
geti dregið saman segl eða ekið
þeim til. Ef þeir lenda í slæmu
vcrða þeir að láta „slag standa.“
En það vill til, að óhætt er að
lcnda nálega alstaðar.
Nú rennum við að norðurströnd-
inni. ,Irmi!‘ ,varpaðu akkerinu!‘
Við erum í óða önn að ausa bát-
inn til þess að komast sem næst
bakkanum. Hann er hálfur af
vatni. Auk þess köstum við nokkr-
um kjölfestu-steinum útbyrðis. —
Á Genesaretvatni.