Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Qupperneq 3
LESBÓK MORGMJNBLAÐSINS 307 Ströndin er hæðótt, og þar sem áðnr voru blómleg þorp er nú alt í eyði, engin þorp og engar varir. Eyðimörkin hefir sviðið sig á- fram alveg fram á vatnsbakkann. Hópur af Bedúínum í rifnum fata- görmum, þyrpist utan um okkur þegar við vöðum í land. Þeir hafa s.ieð bátinn úti á vatninu. Fn hvað alt er hjer autt og ömurlegt! ekkert er eftir af fornri frægð nema fáeinar rústir. Það er sama sagan hjer eins og annarstað- ai í Palestínu og Litlu-Asíu: Áður bæir stórir og blómleg menning, nú ekki annað en auðn og tóm. Er það hugsanlegt, að hjeðan, úr þess- ari dauðu eyðimörk sje komin sú trú, sem borið liefir æðstu menn- ing jarðarinnar? Eru þessir ræf- ilslegu flækingar afkomendur ]ieirra manna, sem fyrstir hópuðu sig um Jesú og mynduðu fyrsta kristna söfnuðinn? Já, reyndar. Hjer rjett fyrir austan hafa menn fundið rústirnar af bænum Kapernaum. Og meðal þeirra eru leifar sem frægar eru orðnar, af samkunduhúsi frá tím- um biblíunnar. Hafa þær nú verið grafnar upp og endurreistar að nokkru leyti. Við látum því gæta bátsins og göngum austur með vatninu. Sólin bakar okkur og er ekki lengi að þurka á okkur fötin eftir sjóvolkið. Eftir skamma hríð erum við' komnir til Kapernaum, og hverf- um nú 2000 ár aftur í tímann. Hjer sat þá Matteus (Leví) fyrir framan tollbúðina þegar Jesús gekk framhjá. Hjer var það, sem hann, stóð upp og fylgdi honum. Hjer bjó Jesús sjálfur og hjer var hús Pjeturs og Andreasar. Hjer er samkundan sem Jesús gekk inn í og kendi. Líklega hefir samkunduhúsinu verið eitthvað breytt síðan, en það finnast enn ótvíræðar leifar af því eins og það var á dögum Jesú. Hjer, á þessum breiðu stein- tröppum fyrir framan samkundu- húsið hefir Jesús sjálfur gengið oft og mörgum sinnum. Enn þá sjást vel steinbekkirnir, þar sem lærisveinarnir hafa setið og hlýtt á rödd hans, þegar hann las og skýrði ritningarnar, sem hann var svo kunnugur, þó að hann væri leikmaður. Hjer í þessu guðshúsi notaði hann rjett þann, sem hver maður, þótt hann væri leikmað- ur, hafði til þess að skýra ritn- inguna og „sýna þeim föðurinn." Hjer stóð hann upp og talaði þau urð, sem síðan hafa hljómað um allan heim. Hjer hlýddu þeir á og „undruðust, því að hann talaði eins og sá sem vald hefir, en ekki eins og fræðimennirnir." Og hjer gutu þeir til hans illvilja- og öf- undaraugum, Farísearnir og fræði- mennirnir.Hann sem var ekki ann- að en óbreyttur alþýðumaður, én bauð' þó gömlum siðum og reglum byrginn og kastaði rýrð á álit leiðtoganna. „En er kvöld var komið og sól var sest, færðu þeir til hans alla þá, er sjúkir voru og þjáðir af ill- um öndum, og allur bærinn var saman kominn við dyrnar. Og hann læknaði marga þá, er veikir voru af ýmsum sjúkdómum og rak út marga illa anda.“ Jeg litast um; hjer var það, í fiskiinannakofa Símonar Pjeturs og Andreasar, við vatnið. Hjer segir sagan að hann hafi staðið. Sólin er líka nú að setjast. Aust- urfjöllin glóa rauð í kvöldskininu. Oldurnar úti á vatninu falda líka rauðu. Sjómennirnir, sem bíða við' bátinn okkar eru farnir að kalla. Þeir vilja fara að komast heim. Við það er ekki komandi. Hjer er nóg að gera og nóg að hugsa, taka myndir, mæla, rannsaka og skoða þessa gömlu steina, láta hugann fijúga til þeirra fornu tíma, er sendiboði Guðs gekk um kring á þessum stað. Nú kemur eldri sjómaðurinn hlaupandi. „Herra, við verðum að fara af stað! Hjer er ekki hægt að vera í nótt, og sjá, iiti á vatninu rísa öldurnar hærra og hærra.“ Við' göngum ofan að bátnum og berum ráð okkar saman. Ameríku- maðurinn er kominn út í bátinn. „Mjer er ekki um þessa lituðu ná- unga,“ segir hann og bendir á sjó- mennina og Bedúínana. „Það er betra fyrir okkur að komast heim áður en dimmir alveg. En við verð- um að fara með vesturströndinni í varinu, en ekki út á vatnið.“ Jeg þýði orð hans á arabísku eins vel og jeg get. En stýri- maðurinn hristir höfuðið. Hann vill ekki hætta sjer inn í skerin og stórgrýtið við' ströndina. Hann vill fara beina ieið, eins og hann er vanur. Jeg sje það líka, að hann getur náð beinni stefnu á Tíberías með því að beita upp í vindinn eins mikið og frekast er unt. Og svo er lagt af stað. En Ameríkumaðurinn er bálreiður. — Hann þrífur í öxlina á stýrimann- inum: „Do’nt, leave the Coast“, farðu ekki frá landinu, og hann ætlar að rífa af honum stýrið. Jeg reyni að stilla hann og segi honum, að það sje best að láta sjó- mennina ráða. Þeir þekki þetta alt best. Ekki geti þá langað til þess að farast hjer með okkur. Það er ekkert við þessu að gera. Nothing ean be done. Svo leið góð stund, og mælti enginn orð frá vörum. Sjómenn- irnir áttu að fara i brúðkanps- veislu um kvöldi^ svo að ekki var furða þó að þá langaði að komast áfram. En hvikan var mikil og veðrið hart. Yngri maðurinn eys í ákafa, en sá eldri situr steinþegj- andi að öðru leyti en því, að hann lyftir augum til himins og hrópar á Allah í hvert sinn, sem alda gengur yfir bátinn. Nokkrar vind- hviður -eru svo skarpar, að engu er líkara en bátskrílið farist, og þá klæðir Ameríkumaðurinn sig úr öllu nema nærfötum og er viðbú- inn að hlaupa fyrir borð. „I can swim half a mile“ (jeg get synt hálfa mílu) hrópar hann til mín. Jeg er nú ekki meiri sjóhetja en aðrir Danir. En á hinn bóginn er jeg, eins og flestir Danir, ekki al- veg óvanur að fara með smábát, í ýmsu veðri. Jeg geri allar sakir upp í skyndi. Ef kollan skyldi velta á hvolf þá fara steinamir úr henni. Hún morrar þá í miðju kafi og getur vel haldið okkur uppi, og svo ber vindurinn okkur yfir vatnið.Viðlendum þá á austurbaklc- anum. Þar sjáum við að Bedúínar eru búnir að kveikja bál fyrir nóttina. Jeg læt mjer nægja að fara úr treyjunni og sting pen- ingaveski og dagbók í vasa innan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.