Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.1928, Side 4
308
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
.Skatan* í Þverá.
Er það tunglfiskur?
á vestinu. Það er ljómandi nota-
legt að fá kaldar ágjafirnar yfir
sig hjerna í hitabeltinu.
Blautir urðum við, en báturinn
lcomst af. Nú fara vesturfjöllin
að skýla okkur. Það er líka farið
að lygna. Nýtt tungl blikar eins og
mjó sigð yfir þorpinu Magdala,
þar sem María Magdalena átti
heima.
Ljósin í Tíberías fara að sjást.
Það er brúð'kaup í bænum. Brúða-
Ijós og blys eru tendruð heima
hjá brúðurinni.Tveir bræður eru að'
gifta sig og allur bærinn er boð-
inn. Genesaretvatnið getur yglt
sig þegar út kemur, en hjer inni
á læginu er það saklaust á svip-
inn eins og ungbarn.
Það hefir verið kveðið svo að
orði, að landslag og lifnaðarhættir
í Palestínu væru fimta guðspjallið,
og einkum hjer við Genesaret-
vatnið er eins og nýju lífi sje
blásið í gömlu og góðu guðspjalla-
sögurnar, sem við höfum þekt frá
barnæsku.
Á þessari sjóferð komst jeg líka
að raun um það, hve fljótt gat
skift um storm og stillu þegar
Jesús var þar á ferð, og eins hitt,
hve fljött þessum illa gerðu bátum
verður hætt, þegar stormur skell-
ur á.
Um kvöldið var jeg í brúðkaups-
veislunni í þessum friðsæla bæ og
horfði á veislugleði fiskimannanna.
Þeir geta skemt sjer eins og börn.
Brúðkaupin eru þjóðhátíðir, björt-
ustu blettirnir á æfileið, sem ekki
er sjerlega tilbreytingarík. Þess
vegna talar Jesús svo oft um þess-
ar veislur í dæmisögum sínum. Nú
mætum við brúðgUmanum og brúð-
arsveinunum þar sem þeir ganga
í fylking með blys og söng og
dans. Þeir halda heim til brúðar-
innar. Hún á heima beint á móti
liúsinu, sem jeg dvel í, og þar
hófst hljóðfærasláttur snemma í
raorgun. í allan dag hafa smá-
telpur verið þar í heimsókn. Þær
eru vinkonur brúðarinnar. Hún er
ekki nema 12 ára gömul. Nú bíða
þær, alveg eins og brúðarmeyjarn-
ar í 25. kapítula Matteusarguð-
spjalls, bíða með lampa sína eftir
því, að brúðguminn komi.
Magnús Jónsson þýddi.
Skömmu eftir að túnfiskinn rak
á Álfhólafjöru í Landeyjum, rak
annað sæskrímsl enn ægilegra á
Önundarstaðafjöru í Austur-Land-
eyjum.
Páll Jónsson verslunarmaður
var þá staddur í Landeyjunum og
gerði hann sjer ferð til Önundar-
staða til þess að skoða þessa sjald-
gæfu skepnu. Hafði henni þá verið
komið heim á tún á Önundarstöð-
um. Páll segir svo frá:
— Jeg sá þegar að þetta var
tunglfiskur, sem lýst er í bók
Bjarna Sæmundssonar: Fiskarnir,
og mynd er af þar.
Þetta er undar-
lega sköpuðskepna,
sporöskjulagaður
flatfiskur, haus og
búkur samvaxið og
engin tálknin, en í
þess stað öndunar-
op framan við eyr-
uggana neðan og
aftan við augun.
Vottar aðeins fyrir
trýni á röndinni
og kjafturinn lítil
sltora en vel tent-
ur. Stórir uggar
tveir, annar upp úr
baki en annar nið-
ur úr kviði aftan
við gotraufina. —
Liturinn grár og
skinnið (eða hvelj-
an) þykt og skrápkent sumstaðar.
Sporður getur varla talist, en þó
er sem laufaborði í sporðstað
alla leið milli stóru ugganna og
myndar gleiðan boga aftast á
sporöskjubugnum. Jeg tók ekki
mál af fiski þessum, en hann var
á að geta 1% m. 1., % m. br. og
1 Vz m. milii ystu uggaoddanna. —
Jeg ætla hann muni vega 40—50
kg. B. Sæm. segir á bls. 437 að
tunglfiska hafi 4—5 sinnum orð-
ið vart hjer á landi svo til hafi
spurst. Einn komst upp í ósinn
á Húnavatni í nóvember 1900. —
Svo hefir einn rekið eftir lýsingu
að dæma á Landeyjarsandi veí-
urinn 1904.
Undir Austur-Eyjafjöllum könn-
uðust menn við að tunglfisk hefði
rekið fyrir nokkrum árum og
hafði sjera Jakob Lárusson í Holti
þekt liann.
Eftir þeirri lýsingu sem ýmsir
gáfu mjer af Þverárskötunni,
þykir mjer líklegra að um tungl-
fisk sje að ræða en túnfisk. Hin
iniklu skötubörð geta stóruggarnir
sýnst í fljótu bragði. Að fiskur
þessi gangi í ár er víst fátítt, en
úr því hann rekur upp á sandana
og hefir flækst inn í Húnavatn,
getur hann alveg eins hafa farið
upp í Þverá.--------
1 „Fiskunum“ stendur þetta um
tunglfiskinn:
„Þegar gott er veður sjest tungl-
fiskurinn oft móka á hliðinni uppi
í yfirborði og má þá auðveldlega
taka hann. Annars sveimar hann
oft uppi við yfirborð með bakugg-
ann upp úr. Hann syndir með því
að beita bak og raufarugganum
eins og tvíblaða skipsskrúfu, en
slær þeim þó að sjálfsögðu á víxl
til beggja hliða-----“.
Ber þessari lýsingu talsvert vel
saman við lýsingar manna á „sköt-
unni“ í Þverá, sem slettir börðun-
um sitt á hvao.
---------------------