Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSLNS 395 Jól í æsku minni. hrísgrjónasúpa og ef til vill dálítil flatbrauðssneið með ávaxtamauki ofan á. Það var alveg sjerstakur bragur við jólaborðið, við vorum iili í mjög hátíðlegu skapi og eng- um stökk bros. Jeg man eftir því, að amma andvarpaði og sagði ætíð liið sama á hverju ári, þegar máb tíð var lokið: — Æjá, næsta jóla- kvökl vitum við meira en við vit* um nú! — Svo kom röðiu að sálmabókiimi og biblíunni, og þá byrjuðu jólin fyrir alvöru. Það var gamall siður að láta loga á lampanum alla jólanótt- ina, jafnvel í fátækustu hreys- um. Það var líka einkennilegur siður, að okkur börnum var leyft að sofa á gólfi á jólanótt, því að það var trúa, að þeir draumar, er mann dreymdi þá, mundu rætast. En svo var um að gera, hver gat vaknað fyrst á jóladagsmorgun og skriðið undir borðið til að leita að bvggkorninu, er hafði falið sig þar um nóttina.* Sá, s*m fann það, átti að verða lánsmaður það árið. Á jóladaginn dunaði hið fann- þakta lijerað af sleðabjölluhljómi. Þá stefndu allir til kirkju. Kóf- sveittir klárarnir voru vægðarlaust bundnir við kirkjugarðinn, og þar stóðu þeir frísandi og kröfsuðu snjóinn. Það var sama, hvort þeir voru brúnir, jarpir eða rauðir — allir urðu þeir snjóhvítir af hrími. í kirkjunni var enginn ofn. Fólk bjelt á sálmabókinni með vetlinga á höndum, og í ísköldu loftinu stóð andgufan upp af því eins og livítir strókar. En hvílíkur sálma- söngur og hvílík messa! Veggir kirkjunnar og prjedikunarstóll voru skreyttir bændámálverkum, það var heil biblía í litmyndum, sem auðvelt var að skilja fyrir þá, sem ekki kunnu að lesa. Sjálf jólagleðin byrjaði ekki fyr en daginn eftir, og það skal fús- lega játaðf að sá dagur var ólíkur hinum fyrri. Á þeim dögum áttu allir í staupinu. Karlmennirnir áttn margar flöskur og stúlkurn- ar áttu að minsta kosti sína flösk- una hver. Okkur drengjunum var líka gefið á meðalaglös, svo að við gætum gætt kunningjum okkar Eftir Johan Bojer. Fyrsta hetjan í mínum augum var ekki Tordenskjöld, heldur Jo- han Larsá svínaslátrari, stór og sterkur maður með rautt skegg. í augum okkar drengjanna var hann ofurmenni, þegar hann gekk bæ frá bæ fyrir jólin með tvær heljarmiklar sveðjur, og vann þar verk sitt. Okkur varð ekki svefn- samt nóttina óður en hans var von, og er hann lagði á stað út í fjós í birtu um morguninn ásamt vinnumönnunum, þá fórum við á eftir og okkur var jafn órótt í skalpi eins og við værum að leggja í sjóorustu. í muggunni úti á firði komu jólabátarnir siglandi heim frá Þrándheimi. Við fengum aldrei gjafir á jólakvöldið, en þegar skip- in voru komin að og vörurnar komnar á land, þá lagði einkenni- lega kaupstaðarl.vkt af þeim og það kom fyrir, að þá var öllum, ungum og gömlum, gefið eitthvað smávegis. Jeg mun alla æfi minn- ast jólanna, þegar jeg fjekk húfu, sem mátti fletta niður fyrir evrun. Öðru megin á henni var líka ljóns- mynd úr gljáandi málmi. Daginn eftir hljóp jeg um alt nágrennið til að sýna hana. Aðfangadagur bvrjaði jafnan með stórþvotti á heimilum fiski- manna, og svo var allur hinn hvíti þvottur hengdur upp á snúr- ur hjá ofninum, til þess að taka úr honum kulið, og setti hann þelgiblæ á heimitið. En þegar lok- ið var að taka til og allir voru komnir í sparifötin, kom hljóðlát kyrð yfir alla, það var talað í 'iálfum hljóðum og það voru næst- 1111 tatin hátíðaspjöll, ef einhver r’ór út. Á hinu helga jólakvöldi má enginn fara út, því að myrkr- ið og stjörnurnar er þá frábrugð- ið því sem vant er að vera, og það er ekki gott að vita, hvað manni kann að mæta. En ef einhver fer út, þegar allir eru setstir að jóla- borðinu, og lítur inn um glugga, þá kemst hann að því, hvort nokk- ur er feigur á því ári, því að sje einhver feigur, þá sýnist liann höf- uðlaus. En hver dirfðist að fara út og njósna þannig um fyrirætl- anir guðs? Það var borið vel á jólaborðið. Það var pækilfiskur, flesksúrs, * Sjá Jóla-Lesbók Morgunblaðs- ins 1926, bls. 9, þriðja dálk,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.