Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 I. Þeir voru að koma úr rjettun- um, Bjarni hreppstjóri á Breltku og nágranni hans, Gunnar á Skarði. Þeir riðu Ijettan, eftir að þeir urðu einir, báðir vel ríðandi, einkum þó Gunnar, sem var á Slöngvi sínum, afbragðsgæðing, 8 vetra gömlum. Yar á Bjarna þægi- legur rjettarbragur, enda hafði margur hrest upp á hreppstjórann um daginn, og enn vissi hann sig eiga drjúgan ábæti í töskunni. Skamt fyrir utan Brekku stigu þeir fjelagar af baki og leysti Bjarni til tösku sinnar. — Upp úr henni dró hann hjer um bil axlafulla flösku af ósviknu áka- víti, sem kaupfjelagsstjórinn hafði stungið að honum, þegar þeir kvöddust. Teigaði Bjarni flöskuna, auðsjáanlega himinlifandi yfir þessu hnossgæti og rjetti hana svo Gunnari, sem aðeins dreypti á vín- inu eins og fyrir siðasakir. Það var engu líkara en að Gunnar færi hjá sjer og væri eitt- hvað annars hugar. Yon bráðar fór hann þó að tala utan að því, að ha'nn hefði lengi ætlað sjer að ræða við Bjarna um málefni er kæmi þeim báðum við.... og svo kom það....hann langaði að vita hverju Bjarni mundi svara, ef hann bæði hann um hönd dóttur hans. Bjarni leit á Gunnar, saup hressilega á flöskunni og mælti svo með kuldalegri hæðni: „Jæja....svo þú ert farinn að hugsa um kvenfólk Gunnar litli, ómyndugur unglingurinn, sem ekki er sprottin grön.“ Gunnar reyndi að láta sem minst á því bera, að svarið særði hann og fór að lýsa því með sem fæst- um orðum, hve innilega vænt hon- um þætti um Bergljótu, og að líf hans yrði án hennar einkis vert og gleðisnautt. „En hvað heldurðu að þú hafir að gera við' kvenmann, greyið mitt?“ mælti Bjarni með þeirri dæmalausu ró og fyrirlitningu í rómnum, að Gunnari hálf hraus hugur við að halda lengra út í þessa sálma. Þó reyndi hann að taka kjark í sig og halda áfram og lýsti með fögrum orðum, að hann mundi gera alt, sem í hans valdi stæði til þess að Bergljótu mætti líða vel. Hann skyldi vinna baki brotnu nótt og nýtan dag; hann væri hraustur og dálítið vissi Bjarni um vinnubrögð hans. Móðir hans mundi láta honum eftir jörð- ina og búið á næsta vori, tækist þessi ráðahagur. Og þó búið væri ekki stórt, mundi það framfleyta þeim fyrst um sinn, en hann hefði von um að geta aukið það með dugnaði sínum og ráðdeild, er hann fyndi og vissi, að með því væri hann að vinna fyrir velferð Bergljótar, er hann elskaði meira en sitt eigið líf. „Og ráðdeildin þín, Gunnsi, verður þá víst fólgin í því, að taka einn eða tvo alóþarfa og spik- feita reiðhesta á hús og gjöf strax á veturnóttum og sýna þeim ekki út fyr en komin eru græn grös.... Heldurðu að það sje ekki björgu- legt búskaparlag?“, sagði Bjarni með sömu fyrirlitningunni og áður. Gunnar skildi sneiðina. Það var elrki í fyrsta skifti að Bjarni hafði látið hann skilja, að honum þætti nóg um dáleika hans á Slöngvi. Gunnar leiddi þó hjá sjer að svara Bjarna, en fór með hægð að spyrja hvers hann mætti vænta um ráða- haginn.......honum væri alvara, að Bergljót væri sú einasta eina, sem hann hefði kosið' sjer fyrir konu. „Svo þjer er alvara greyið mitt!“ Það var nú farið að svífa á Bjarna, og enn teigaði hann drjúgan sopa af flöskunni. Svo ljet hann brýrnar síga og varð þá alt annað en mjúkur á manninn, er hann tók aftur til máls: „Jæja....svo þjer dettur í hug að jeg muni gefa þjer einkadóttur mína, hana Bergljótu litlu, sem ber nafnið hennar móður m«inar, ei á sínum tíma var talin mesta og myndarlegasta konan í allri sýlsunni.... Ekki nema það þó, að jeg ætti eftir að gefa hana Bergljótu mína annari eins óráðs- síu og þú ert, greyið mitt. Þú vilt kannske segja mjer áður, hvaðan þú ert kominn, vafagepill þinn, som aldrei var hægt að feðra?“ Gunnar skifti litum undir þess- um lestri hreppstjórans. — Hann reyndi að stilla sig, en svaraði þó með fullri einurð: „Jeg ætla ekki að fara að munn- höggvast við þig um faðerni mitt. Það verður hvorugum okkar til ánægju að rifja það mál upp. En því ætla jeg að trúa þjer fyrii\, svo að þú fáir að heyra það af mínum vörum, áður en aðrir segja þjer það, að við Bergljót dóttur þín, erum trúlofuð, og höfum ver- ið það' lengi.“ „Og þetta leyfirðu þjer að segja upp í opið geðið á mjer ......... Þessari rakalausu lýgi bætirðu of- an á ósvífnina, sem þú ert ný- búinn að sýna mjer....að hún Bergljót, heimasætan á Brekku, einkadóttir Bjarna hreppstjóra og dannebrogsmanns, sje trúlofuð öðru eins úrþvætti og þú ert!“ „Spurðu dóttur þína, liún mun ekki hika við að segja þjer sana- leikann. Og viljurðu samt ekki trúa skaltu spyrja móður htnnar og konu þína. Henni verðurðu’ þó að trúa ef jeg þekki rjett. Hön hefir lengi vitað um samdrátt okk- ar Bergljótar og trúlofun, og það var með þeirra vilja og ráði að jeg hefi nú í dag talað við þig um þessi mál.“ Bjarni reiddi upp flöskuna og óð að Gunnari, sem ljet sjer hvergi bregða. „Og svo bíturðu höfuðið af skömminni með því að ljúga upp á konuna mína líka....Við ýmsu hefði jeg getað búist af öðrum eins óþokka og ræfils-töturmenni og þú ert Gunnar, en hjer er þó um þá ósvífni að ræða að rjettast væri að jeg ræki þjer svo eftir- minnilega á kjaftinn, að þú gleymdir því ekki fyrst um sinn, að þú hafir svívirt Bjarna hrepp- stjóra á Brekku og heimili hans. .... Og farðu nú til fjandans og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.