Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Qupperneq 10
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS skammastu þín og komdu aldrei framar fyrir augu mjer!“ Og frekar varð ekki að kveðjum. Bjarni rauk að hesti sínum, tylti töskunni aftan við hnakkinn, vatt sjer á bak og sló upp á klárinn. i II. Það verður ekki hjá því komist að hverfa nokkur ár til baka og gera nánar grein fyrir sumum þeim, er koma hjer við sögu. Asrún móðir Gunnars var ógift heimasæta í föðurgarði, þegar Gunnar fæddist. Drenginn kendi hún Gunnari, frænda Bjarna á Brekku, sem þá var vinnumaður þar. En Gunnar sá, vildi ekki við drenginn kannast, svo að sýslu- maður varð að skerast í málið. — Studdi Bjarni frænda sinn í þeim málaferlum og þótti ganga svo fast fram, að ýmsum fanst nóg um. Þó urðu málalokin þau, að Ásrún sór faðernið á Gunnar og var hann dæmdur til þess að gefa með drengnum. En það höfðu menn fyrir satt, að Bjarni hefði unað illa þessum málalokum og borið kala til þeirra á Skarði framan af, þó að yfir það fyrndist með árunum. Fjórum árum síðar giftist Ás- rún og tóku þau hjón við jörð og búi á Skarði af foreldrum hennar. Þeim búnaðist vel, en mann sinn misti Ásrún eftir sex ára sainbúð og bjó svo áfram sem ekkja. Hjelt hún svo vel í horfinu, að sveitung- ar hennar gátu ekki annað en dáðst að. Þegar saga þessi hefst, var Gunnar á 22 árinu, og fyrir búi móður sinnar síðustu árin. Og var það sumra mál, að það væri ekki síður honum að þakka, hvað þeim búnaðist vel. Hann hafði besta orð á sj.er, þótti duglegur og hagsýnn, og því spáð, að hann mundi verða bændastjettinni til sóma, er stund ir liðu. Ekki var þó Bjarni hreppstjóri í hópi þeirra manna, er töldu Gunnar líklegt mannsefni. Honum hafði frá öndverðu verið lítið um drenginn gefið, þó að sæmilega hefði farið á milli þeirra, sem ná- granna. En væri Bjarni þar við, ev minst var á ráðdeild Gunnars, gat hann sjaldnast setið á sjer að skjóta fram þeirri athugasemd, að honum þætti það heldur ljóður á ráði unglinga, að monta sig með að eiga reiðhest og sjá ekki í neinn kostnað um að ala hann, eins og kunnugt væri um Gunnar þennan. Það var líka hverju orði sann- ara, að Gunnar fór prýðilega með Slöngvi sinn. Hann hafði keypt folan tvævetran, af annáluðu góð- hestakyni úr næstu sveit, og gefið fvrir hann talsvert hærra verð, en þektist þar um slóðir. Folann ól hann svo á hverjum vetri og skar ekki fóðrið við neglur sjer, enda varð folinn brátt flestum hestum fegri og föngulegri. Síðustu árin hafði hann svo jafnan tekið Slöngvi á gjöf, undir eins og eitt- hvað snuggaði að og slepti hon- um ekki á vorin fvr en í sama mund og kýr voru leystar út. Það leyndi sjer heldur elcki þeg- ar tamningin hófst, að þar fór saman reiðkænska knapans, þó ungur væri, og fjör og ljettleiki fc.lans, sem fann að hann var fæddur til þess að verða gæðingur. Þess varð heldur ekki langt að bíða að kostir snillingsins komu í ljós. Og nú var svo komið, að enginn kunni frá því að segja, að Slöngvir hefði tapað einum einasta spretti, er Gunnar lagði hann fram. Og svo var hann auðveldur og taumljettur, að á rokspretti mátti skella honum niður og þótti þá sópa að tilþrifunum, er liann rakti sig ó kostunum. Þess á milli ljek hann á vaðandi töltinu, mjúku og svifljettu. Þá var hann tígu- legur undir, hnarreistur og hástíg- ur og vakti ánægju og yndis- þokka hvar sem til hans sást. En jafnframt. því, að orðstír Slöngvis flaug um ' nærliggjandi sveitir, var og oft á Gunnar minst. Og hann óx í áliti. Hann var þó sá, seni tamið hafði klárinn og gert úr honum þann snilling, sem hann var orðinn. Og álit margra var það, að Gunnar mundi vera nærgætinn hestamaður og óvenju- lcga snjall og laginn reiðmaður. III. Gunnar stóð í sömu sporum og horfði á eftir Bjarna, þar sem l'.ann reið kembinginn og lamdi fótastokkinn, heim göturnar að Brekku. Honum var þungt í skapi útaf þcssum málalokum. Þó fanst hon- um að eiginlega mætti hann sjálf- um sjer um kenna. Það var óráð að tala um slíkt við Bjarna, þeg- ar liann var svo á sig kominn eins og nú. Honum var þó kunnugt um rosta hreppstjórans, þegar hann var við skál, og hvaða álit hann hafði þá á sjálfum sjer, og þótti lítið til annara koma. Þó sá hann eiginlega ekki eftir að hafa hreyft þessum málum. Nú vissi þó Bjarni um trúlofun þcirra Bergljótar, og það hefði hann orðið að fá vitneskju um fyr eða síðar. Úr þessu yrði alt að skeika að sköpuðu. Þó að Bjarni væri þungur á bárunni, gátu þær mæðgur verið þjettar fyrir líka. En honum sveið undan hrópyrð- um Bjarna. Síðan hann kom til víts og ára, hafði enginn brugðið honum um faðerni hans. Þó sárn- aði honum ekki svo mjög vegna sjálfs sín, heldur vegna móður sinnar, er svo margt hafði orðið að þola hans vegna. Að vísu mundi Bjarni alclrei hafa brugðið honum um þetta, hefði hann verið algáður. Og þó fanst honum, að á bak við þessi hrópyrði lægi eitthvað, er skilja mætti svo, að hann væri ekki samboðinn Berg- ljótu, vegna þess þrefs, sem orðið hefði um faðerni hans. Hitt fanst Gunnari ekki nema eðlilegt, þó að Bjarni hefði sneitt aö honuin vegna Slöngvis. En hvað kom Bjarna við, þó að hann ætti rciðhest og kveldi hann eklci á útigangi eins og Bjarni var sjálfur vanur að gera við sína hesta? Og hafði hann nokkuð forsómað bús- ins vegna, þó hann gæfi Slöngvi vel! Hafði hann elcki heyjað fyrir honum á sunnudagsnóttum og stundum fengið lánaðar slægj- ur hjá nágrönnunum, þegar illa var sprottið heima fyrir. Gunnar hrökk upp af þessum hugsunum við það að Slöngvir stjakaði undur mjúklega við hon- um með snoppunni. Honum hlýn- aði strax í huga við að finna vinarhót hestsins, og fór að klappa honum og strjúka. „Yið skulum nú fara að koma,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.