Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Side 13
404 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fljettusaumsábreiða. 405 Islensk handavinna. Glitofið söðuláklœði. Nokkur sýnishorn úr Þjóðminjasafninu. Síðan óhugi manna glæddist fyrir því, að koma sjer upp husbúnaði með innlendri gerð, er fjársjóðum Þjóðminjasafnsíns meiri gaumur gefinn en áður var. Meðan eigi er til stórt myndasafn af munum safnsins, koma fyrirmyndir þess ekki að notum fyrir aðra en þá, sem eru i Reykjavlk eða koma þangað. Allur landslýður þarf að kynnast safninu, þarf að hafa þess not; og einróma krafa þarf að rísa um allar bygðir landsins, að Þjóðminjasafnið fái húsakynni þar, sem það getur notið sín, og þar sem hin ómetanlegu verðmæti þess eru úr allri eldhættu. — Hjer birtast fóeinar myndir af munum, sem hagleiksmenn og hann- yrðakonur geta notað til fyrirmyndar, við hið viðtæka starf, sem fyrir hendi er, að gera heimilin á íslandi íslensk. Hjer eru aðeins 5 myndir — ættu að vera 500. Fljettusaunisábreiða (nr. 1626 í Þjóðm.s.), rúmóbreiða, mjög marglit með ljósgrænum grunnlit. — Allar aörar fljettusaumsábreiður safnsins eru með heiðgulum grunnlit. Gerð ábreiðunnar ber allmjög annan svip en vanalegt er ó ísl. óbreiöum, og minnir aö ýmsu leyti á austurlenskt skart. — Ábreiðan er frá árinu 1721, er 172x124 sentim. að stærð, og ber nafn þess, er hefir saumaö, Helgu Björnsdóttur. Rekkjurefill (nr. 2030 á Þjóðminjas.), úr grófgerðu Ijerefti, en útsaumurinn úr íslensku ullarbandi. Refillinn er allur 375 sentimetrar á lengd og 65 sentim. á breidd. Hann er varla yngri en frá 17. öld. Á honum eru 13 sporbaugar alls, allir með biblíumyndum, en þessi mynd sýnir aðeins 8.—13. sporbauginn. 8. mynd refilsins, sú sem hjer sjest lengst til vinstri, táknar kistulegging írelsarans, í öðrum sporbaug er upprisan, þó himnaförin, þó fórn Abrahams, þá lífsins trje, og hin siðasta táknar heilagan anda, og stendur þar með saumuðum stöfum »dúfan ljúfa«. Ofan við myndir þessar er stafasaumur og stendur þar upphaf að 1. versi í 147. sálmi Davíðs. Er ritháttur sá sami og i Guðbrands biblíu, er prentuö var 1584. Þar stendur: *önd mín, lofa þú Drottinn, eg vil Drottinn lofa, svo lengi sem eg lifi og minum Guði lof syng(ja)«. Skápur, útskorinn, úr furu, ómálaður, frá sr. Jójií Halldórssyni í Grímsey (nr. 4786 ó Þjóðminjas.). Er framhlið hans, sem hjer sjest, 61 sentim. á breidd og 127 sentim. ó hæð. Er þessi einna stærstur af nokkrum skápum af líkri gerö, sem til eru frá ofanverðri 17. öld, og einkum voru smíðaðir I Eyjafirði. Framhlið skápa þessara stendur út af hliðunum á alla vegu, og má geta sjer þess til af gerð þeirra, aö þeir hafi verið inni I þiljum eða veggjum, og hafi brúnir framhliðarinnar fallið að þiljunum. Glitofið söðuláklæði, frá órunum 1850—75. Áklæði þetta er ekki sjálft til ó Þjóðminjasafninu, en Ijósmyndin, sem tekið var eftir, er þar til. Ljós- myndinni var því miður ábótavant að því leyti, að litirnir hafa ekki komið allir jafnvel út á plötunni. Krossofin ábreiða, gobelin vefnaður (nr. 6517 á Þjóðminjas.), 161x117,5 sentim. að stærö. Er ábreiðan eins beggja vegna. Standa i henni upphafs- stafirnir A. A, C. V, og ártalið 1839. Er önnur ábreiða til á safninu með sömu gerð, en öðrum litum, og á henni ártalið 1837. %:{Skápur, úr Grímsey. Rekkjurefill (partur). Krossofin ábreiða. f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.