Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Side 16
408 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS drengilegra að launa ilt með góðu ... .láta Bjarna sjá áð hann metti meira að reyna bjarga lífi hans og leggja sjálfan sig í hættu, heldur en erfa við hann fáein hrópyrði, sem kastað var fram í ölæði? Og svo voru þær mæðgur á hinu leitinu. Hann gat ímyndað sjer hvernig þeim mundi innanbrjósts við sjúkrabeð Bjarna og geta ekk- ert hjálpað. Þær áttu þó skilið, að hann lægi ekki á liði sínu, ef hann gat eitthvað gert. Og þetta gat hann kannske: náð læknisfundi, fengið þar meðul og ráðleggingar, sem yrðu til þess að glæða vonir þeirra mæðgna um bata fyrir Bjarna. Að vísu gat það verið um seinan. En hvernig sem uin þá tilraun færi, hafði hann þó gert það sem í hans valdi stóð. Þegar að Dalsá kom, sá Ounnar ao hún var alt annað en árennileg. Að vísu hafði hún dálítið sjatnað um nóttina, þó var hún enn lang- samlega óreið á öllum vöðum. Gunnar steig af baki og teymdi Slöngvir við hlið sjer meðfram ánni, á meðan hann var að svip- ast eftir sæmilegri landtöku hinu- megin. Með allri ánni var breið' jakahrönn og enn bárust jakar á strjálingi niður ána, sem gjalda varð varhuga við. Gunnar teymdi Slöngvir yfir jakahrönnina og að ánni. Hún var þar í breiðara lagi, straumurinn jafnari, og ekki mjög djúpt að sjá við skörina hinu- megin. Gunnar losaði keðjuna, herti betur á gjörðinni og vatt sjer í söðulinn. Slöngvir saup hregg og stiklaði niður af skörinni. Þar var vatnið í hnje. En- það dýpkaði óð- ar. Slöngvir óð gætilega, en þó hiklaust, skaut til eyrunum og horfði djarflega yfir um. — Eftir fáeinar hestslengdir fann hann engan botn með framfótunum og um leið frísaði hann hraustlega, hóf sig upp að framan og fléygði sjer út í strenginn. Hann greip sundið hraustlega, lagðist ofurlítið upp í strauminn, strokaði sig á- fram með jöfnum og sterkum tök- um. Það skifti ekki mörgum tog- um að þeir náðu landi heilu og höldnu. Slöngvir hóf sig ljettilega upp á skörina, þó var vatnið þar í kvið. Gunnar snaraðist af baki, klapp- aði Slöngvi, sem kumraði vinalega við atlotin. Gunnar festi keðjuna og steig svo á bak. Það dundi í freðnum klakanum og glamraði í grjótinu á eyrunum, þar sem Slöngvir þaut áfram. Báðir hrestu þeir sig á sprettinum og nutu líðandi stundar. Og Gunnar gleymdi kuldanum og hafði lítið veður af því, að fötin frusu að hon um. Hann fann eklti annað en að Slöngvir dró ekki af sjer, sparaði ekki neina af bestu og snjöllustu kostunum, sem hann átti....það var nautn að finna tilþrifin, ýmist á þanstökki, eða liann greip skeiðið kostaríkt og þróttmikið. Það tók heldur ekki langan tíma að ná heim að læknissetrinu. Gunnar náði fljótt fundi læknis- ins og sagði honum erindi sitt. „Og svo langar mig að hafa hrað- an á.. . .vildi ná í björtu að ánni,“ sagði Gunnar að endingu. „En þjer komið þó inn á meðan, jeg tek til meðulin og hafið fata- skifti, og sjeð verður eitthvað fyr- ir þörfum Slöngvis líka,“ sagði læknirinn og bað vinnumann sinn að hirða klárinn og stinga honum inn til reiðhestanna á meðan. Gunnari þótti óþarft að hafa fataskifti. „En það er eftir læknisráði, Gunnar minn,“ sagði læknirinn brosandi. „Það er svalt að sund- ríða hana Dalsá og ríða langa leið í öðrum eins gaddi og núna. Og leggist þjer í lungnabólgu þegar heim kemur, veit jeg ekki hver ætti að verða til handan yfir á að sundríða hana til þess að vitja mín.“ Biðin varð ekki löng. Og Gunn- ari hitnaði vel við fataskiftin og sjóðheitt kaffið, er læknirinn helti einhverju út í, sem hann sagði að væri bæði holt og hjartastyrkj- andi. Þegar þeir kvöddust, stakk læknirinn að Gunnari glasi, sem hann sagði að hann skyldi hressa sig á, þegar hann kæmi upp úr Dalsá; það mundi taka úr honum raesta hrollinn. Gunnar reið ljettan til baka og sóttist vel. Þegar hann átti dálítið eftir til árinnar, steig hann af baki og hresti Slöngvi á deiginu, sem enn var óhreyft. Spölinn niður ao ánni hljóp hann við fót og teymdi klárinn. Það var að byrja að bregða þegar þeir komu að ánni; vegna gaddsins var nú talsvert krapafar í henni og gerði það hana ekki árennilegri en um morguninn. Þó var ekkert hik á Slöngvi, þcgar honum var beitt fram af skör inni. Aðeins frísaði hann tíðara, en um morguninn og drap grönum öðru hvoru í vatnið á meðan hann óð og kendi botns. Svo greip hann sundið, engu þróttminna en áður, klauf strauminn krapaðann og þungan, djarflega og ákveðinn, en rymstrokan stóð eins og reykur fram úr nösum hans við hvert átak, sem hann gerði. Báðir fundu vel, maður og hestur, að ekki mátti mikið út af bera, til þess að tvísýnt yrði um landtökuna. Þess vegna varð gleði beggja yfir unn- um sigri, dýpri og einlægri, þegar Slöngvir hjó niðri með framfót- unum og óð til lands, enda kumr- aði hann feginslega þegar Gunnar vatt sjer af baki á skörinni og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.