Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Qupperneq 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Qupperneq 23
LESBOK MORGT’NBLAÐSLXS 415 Merkið er gefið út af „Central Paeifie Cocoanut Plantations Ltd.“, sem hefir tekið eyna á leigu í 99 ár. A frímerkinu er mynd af skipi fjelagsins, sem heitir „Ysabel May“. Er j)að undir fullum segl- um en á bak við sjest eyjan, með liimingnæfandi pálmum. Frímerkið er Ijómandi fallegt, prentað blá- um, gulum, rauðum og gullnum lit. Er. ]>að notað á öll brjef, sem send eru frá eynni út um heim, og eru j)au burðargjald fyrir brjefin jjangað til jjau komast í reglulegt pósthús. Skip fjelagsins fer ákveðnar ferðir, ýmist til Pap- eete á Tahiti, eða tii Honolulu á Hawai-eyjum,. en til hvors staðar eru um þi'isund mílur. Þegar brjef- in komast j)angað þarf að frí- merkja j)au að nvju, og ef það er i Papeete þá eru sett á þau- frönsk frímerki, en ef það er í Honolulu, þá ern sett á þau ariieríksk frí- merki. Þetta er hið eina dæmi ]>ess, að brjef, sem send eru frá breskri lendu, eru frímerkt með annara ]>jóða trímérkjum. Fyrsta frímerki Jólaeyju var fimm cent, en nú er iíka farið að gefa j>ar út 20 centa frímerki. • Heiraa er best. • Kalli' var ; kominn. til j)ess að leika, sjer við börnin liénnar Þóru, og þégar leið að miðdegisverði bauð Þóra honuiu að borða með j)eim. — 'Neí, þakka þjer fyrir, sagði Kalli, jég held oð það sje besf að jeg fari nú kéim, ]>ví að mamma á von á mjer. — Jeg skai. síma til hennar mömmu þinnar og segja henni, að þú ætljr að tefja dálítið lengur og borða með okkur, sagði frú Þóra. ___ AD, gerðu jiað ekki, mælti Kalli innilega. Við eigum að fá guleplabýting í dag, en hjá ykk- ur er aðeins tröllasúrugrautur. Fyrir börn: Kitty hugrakka. Foreldrar Kitty voru látnir og hún var sond til Ástralíu til frænda síns þar, sem tók hana að sjer og ætlaði að ala hana úpp, sem sitt eigið barn. Hann átti sjálf ui nokkur börn og urðu þau og Kitty fljótt góðir vinir. En ]>að var eitt um Kitty, að hún var ákaflega hrædd við byssu, og ]>orði hreint og beint ekki að snerta skotvopn. Hæddu hin börnin hana óspart fyr- ir þetta, því að þau, sem komin voru á legg, voru alvön því að skjóta af byssu. Elsti drengurinn stríddi henni þó aldrei, en reyndi að hugga hana og hughreysta með því, að sú kæmi tíðin, að hún lærði að fara með byssu og hann skyldi keuna henni að skjóta. Það var nú einn góðan veður- dag, að Kitty sat úti í garði og las í bók, en hin börnin ljeku sjer á milli trjánna og þóttust vera Indíánar. Yngsta barnið, telpa á öðru ári. Ijek sjer í grasinu rjett hjá Kitty. Gaf Kitty henni auga við og við, ])ví að fóstra barnsins .hafði.sofnað. _ , ^ - „Skþ Jýrið — sko dýrið f‘ ‘ babl- aði litla telpan og leit Kitty þá upp, og varð svo hrædd, að henni lá við að hljóða. Stor eiturslanga var komin iriii í garðinn og litla telpan skreið í áttma til hennar og rjetti frarn höndina. TIpp ,við trje þar rjett hjá, stóð • byssa elsta drengsins. Kitty vissi, að húp var hlaðin, grei)) hana hjklausT, miðaði á eiturslönguria og hleyþti af. Kúlan molaði háusjrin á Hliingj unni og barninu var borgiðTt 011 fjölskyldan kom hlaupandi á vett- vang í dauðans ofboði, og sá þá sjón, er seint mun gleymast. Barn- fóstran hafði vaknað með and- fælum og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Litla telpan sat hágrátandi hjá - stórri oiturslöngu, sem var dauð, djúkandi byssa lá í grasinu og Kitty þar hjá í yfirliði. • Kitty raknaði þó brátt við, og .] á heyrði hún að elsti drengurinn sagði: „Þetta var snildarskot, Kitt.v. Engu okkar hinna hefði tekist betur“. Þá brosti Kittv.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.