Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1928, Blaðsíða 24
4Í6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Frægt jólatrje. Hjá Glastonbury Abbéy í Som- mersetskíri í Englandi er nafli- frægt trje. Sagan segir, að Josef frá Arematía hafi einu sinni kom- ið til Englands, og gengið á land skamt frá Glastonbury. Er hann hafði skamt farið og var kominn upp á hæð nokkura. staðnænidist hann til þess að hvíla sig, og stakk staf sínum niður í jörðina við hiið sjer. Stafurinn skaut rótum og varð að trje, sem síðan blómg- aðist reglulega hvert aðfangadags- kvöld. Þessi trú hjelst fram eftir ölluin öldum og sjest þeSs getið í skrif- um 1753, að fjöldi manns hafi komið til Glastonbury til þess að sjá þetta furðuverk, er trjeð blómgaðist. En fólkið varð fyrir vonbrigðum, en þá var sagt, að þetta væri ekki því að kenna, að trjeð hefði mist hina dásamlegu náttúru sína, heldur væri ]>að brevtingunni á almanakinu að kenna — jólin hefðu færst til á árinu. Og svo er þess getið, að hinn 5. janúar — sem áður var aðfangadagur jóla — hafi trjeð blómgast eins og venjulega. • Hægri og vinstri. \ O. Bergquist biskup í Luleá er maður mjög vinsæll og haun er annálaður fyrir orðheppni sína við hvaða tækifæri sem er. Um það er meðal annars þessi saga : Hann var einu sinni í veislu hjá frjálslyndum stjórnmálamanni sem nú er látinn. Eftir miðdegisverð sátu gestirpir upþi á lofti og spjöll uðu saman, og meðal annars sagði þá einhver gestanna, að hann skildi elckert í ]iví, að annar eins ágætismaður og biskupinn og jafn rjettsýnn, skyldi geta verið hægri- maður. — VTeitstu það ekki, mœíti bisk- up hógværlega, en glettinn í aug- unum, að ]>að stendur skrifað í prjedikara Salómous 10. kapítula 2. versi, að „hjarta hins vitra bendir honum til hægri, en lijarta heimskingjans bendir honum til vinstri“ ? Hinn varð að sjálfsögðu orð- laus og lauk þessu með því að allir fóru að hlæja. Nokkru seinha áttu gestirnir að ganga niður í samkvæmissalinn aftur. En nú vildi svo til, að stig- inn var snúinn og varð að beygja á vinstri liöhd. Þá ætlaði hinn frjálslyndi að ná sjer niðri á biskupi og segir: — Ja:ja, nú verður herra bisk- upinn ]>ó að snúa til vinstri! — Já, svaraði biskup hiklaust, en þjer sjáið líklega sjálfur, að þessi vegur liggur norður og nið- ur! Þegar 1 hóf : skyldi stilla. i Maður hefir lieitið Frederik Lagerman (f. 1844, d. 1925). Hann var sænskur að ætt. Áður en hanu lauk stúdentsprófi í Uppsölum, var honum boðið að koma vestur til Ameríku og varð hann þar prestur. — En hann undi þar ekki til lengdar og hvarf aft- ur heim til Svíþjóðar og var svo lieppinn, að honum var veitt Gál- lareds-prestakall. Hann var kunnur að því að lialda mjög langar ræður. Einu sinui var prófastur við messu hjá honum — sumir segja reyndar að það hafi verið er hartu var settur inn í embættið — og bað banii Lagerman þá að halda nú ekki alt of langa ræðu. Kvaðst hann skyldi gefa honum merlii, þegar sjer þætti ræðan nógu löng orðin, með því að taka upp vasaklút sinn, og þá skyldi hann slá botninn í ræð- una o" segja aqjep. Eu uú vild,i svo til, þe'ga’r La'germ'an var uý- byrjaður á ræðunni, þá þurfti pró- f'ástur að snýta sjer og tók því upp vasaklút sinn, án þess að muna eftir umtali jieirra prests. En Lagerman sá þetta ög fók þáð sem merki þess,að húþættiprófasti nóg komið, lauk setningunni og sagði amert. Hnykti öllum við og þótti stutt og snithbótt ræðan. j Fljúgandi glas. • Þú tekur tvö glös og annað dálítið stærra, og kemur þeim þannig fyrir, eins og myndin sýn- ir. Svo blæs þú inn í stóra glasið og þá muntu sjá, að minna glasið flýgur af stað, en þú verður að vera handfljótur og grípa glasið, svo að það brotni ekki. Völundarhús. Hugsaðu þjer, að þú hafir verið tekinn fastur og settur í „stein- inn“ í borginni, í miðju völund- arhúsinu; en þjer muui liepuast að sleppa, og nú er að reyna hvernig þjer tekst það. Þú færð þjer uál og reynir með henni að fikra þig eftir göngum völundarhússins og út úr því. Og til gamans skaltu líta á klukkuna og sjá hvað þú ert lengi að' þessu, UUh.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.