Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 sig klæðum einfeldninnar. — Þeir eru úlfax í gæruskinnum, þessir háttvirtu herrar. , „Stjórnarvöld okkar eru gáfuð og víðsýn,“ sagði Jón gamli við mig eitt sinn, er við ræddum um þá hluti. Jeg hneigði höfuðið til sam- þykkis. „Þetta eru menn, sem fórna sjálfum sjer fyrir liugsjónir sín- ar,“ bætti hann við og mændi eitt- hvað langt burt, um leið og hann strauk hendinni upp í skeggið. — „Já, það eru eklti bara eyrarvinnu- menn, nafni“. Jeg muldraði eitthvað um, að jeg vissi nú varla, hverra mann- gildi væri meira — en nóg um það. Maður kom gangalidi niður Frakkastíg. Á eftir honum og í kring var hópur hrópandi ung- linga (er þetta ekki vottur uin gott uppeldi?) Maðurinn var hinn rólegasti og ánægjulegur á svip. Athugull vegfarandi hefði getað sjeð, að hann raulaði eitthvað fyr- ir munni sjer. Þessi maður var lágur vexti, í bláum buxum og jakka, með grá- an flókahatt á höfði. Á gangi hans var. nokkur óstyrk- leiki. Hann fór af og til með hægri hönd upp í skegg sjer, er var mikið og jarpt. Þetta var Jón Hannesson. — „Ó þjer unglingafjöld" hefði Jón gamli mátt segja þá — „og fslands fullorðnu synir“, vil jeg bæta við og undirstryka. En það er líklega óþarfi. Eða getur nokkur strykað betur undir einfaldleik löggjafaranna en sví- virðingin sjálf? Þekkið þjer lög, lesari góður, sem eru samin til þess að verða brotin? Eru þau samin í einfeldni einfeldningsins — eða af úlfi í sauðargæru? Er það harðstjóri, sem býður þegnum sínum brauð til sölu, en sektar þá og lætur varpa í dýflissu, ef þeir borða þau og gefa Öðrum að borða — eða er það vitfirringur? Er það' af einfeldni, að ríkið hef- ir opna vínverslun, en sektar menn fyrir afleiðingarnar af að kaupa í henni? Því að varla fara menn í vínverslun til að kaupa citron- vatn. Eða er þetta gert undir yfir- skini einfeldninnar, til að þóknast einfeldningum einfeldninnar, er þola ekki að sjá aðra menn góð- glaða, vegna heigulsháttar sjálfra sín, hræðslu sinnar við vínið eða kredda sinna. Látum þá háttvirtu um það. — En það var víst, að Jón Hann esson var glaður. Hann hafði verið að líta á dá- litla íbúð uppi í Skólavörðuholt- inu. Ansi snotra íbúð; og eigand- inn besti maður, setti ekki upp nema sanngjarnt verð, 95 krónur. Nú hafði hann komið einni af sínum hjartkærustu óskum langt á veg — að eignast ahnennilegt hfcimili. Það var satt, sem Magnea sagði, að það væri drepandi að búa í kjallaraíbúð. Hún hafði talað um, að hann væri hættur að heyra þetta, þeg- ar hún mintist á það. Hann þyrfti líklega að hreinsa innan á sjer eyrnagötin. —' Ó, jú —- Jónsi gamli hafði heyrt það og hugsað um það í mörg ár. En hvernig færi ef konur ættu altaf að ráða? Já, þá hefði hann nú varla sjeð fram á að geta losað sig úr kjallaranum núna. Hó—hó, kelli min. Jú, Jón garnli, hafði heyrt og hugsað, og nú væri íbúðin komin — fyrirtaksíbúð: 2 herbergi og eldhús á lofti, geymsla í kjallara og undir stiga — ágætis geymsla. Og þarna yrði svo bjart — oft sólskin. Það mætti hafa blóm í gluggunum og hvítar gardínur. — Jón mundi setjast þar á kvöldin, með pípu sína, og horfa út á göt- una. — Hvílík breyting líka frá því að vera eins og moldvarpa, í myrkri og raka, fyrir neðan alt — sjá ekki nema fæturna á fólkinu, sem fram hjá gekk. Jú, það hlyti að verða óhugsan- lcga mikil breyting — óhugsan- lega mikil. Magnea yrði eins og önnur kona — gengi með hvíta svuntu, og krakkaangarnir yrðu brúnir og hraustir, af því að koma í hreina loftið og sólskinið. Hjarta Jóns gamla barðist um af fögnuði. Gat nokkur maður verið hamingjusamari en liann? Maður, sem hafði náð langþráðu marki. Maður, sem hafði barist og siritað, til að ná þessu marki. Því að hvað gerði það, að hann væri fótækur — jafn hamingjusamur? Því er það ekki einmitt hlutfall- ið milli auðsins og nægjuseminnar, sem skapar þá hamingju, er fje getur veitt? Jeg held j>að. Og nægjusamur var Jón og hyski lians. — Hann var hreint og beint ágætismaður þessi Sveinn. Var þetta ekki ltannske gjaf- vtrð, 95 króuur? Og svo hafði hann sagt: —• Jæja, Jón minn, má jeg nú ekki bjóða jijer bragð — upp á gott samkomulag og kunnings- skap? Jú, Jón var ekki frá því. — Ja, það væri nú bara jietta Spánargutl — púrtvín kölluðu jieir það, sagði Sveinn. Svo höfðu jieir gengið heim til Sveins og stútað tveimur flöskum, í besta skapi -— góðtemplarar hefðu ekki getað gert það með meiri kurt og pí. —• Jú, jietta var inndælismaður — Sveinn. Það var reyndar langt 'síðan Jón hafði fundið á sjer. En nú streymdi um hann hver hita- og sælubylgjan eftir aðra — bland- aoar meðvitundinni um jiá óum- ræðilegu hamingju, sem liann varð aðnjótandi. — Hvað skyldi Magnea nú segja? Hún, sem ekki hafði agn- ar ögn af grun um alla þá breyt- ingu, er í vændum var. Það yrði gaman að koma heim og geta sagt sem svo: — Jæj, kona góð — þá er víst best að fara að flytja sig í nýju íbúðina uppi á Bragagotu, jiá myndi Magnea stara spyrjandi á hann — með opinn munn. — Nú, ertu kannske ekki á- nægð? mundi hann segja — og þetta sem er sólríkasta og besta íbúðin, sem jiig hefir dreymt um! Jú, Magnea yrði áreiðanlega glöð — utan við sig af gleði. Hún bara skildi það ekki. Var það satt? Já — og síðan kæmi lýsingin og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.