Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Qupperneq 4
4 LESBÓK MOBOtJNBLAÐSINS skýringarnar og hún inundihlaupa upp um hálsinn á honum, eins og þegar þau voru trúlofuð og hann gaf henni eitthvað, og öll börnin mundu safnast í kring um þau og kalla: pabbi, hvað er það óg mainma og pabbi og svo og svo.. Jón gainli varð klökkur við til- hugsunina um alla þessa sælu, er biði hans. Hann gat varla hugsað meir — gekk eins og í leiðslu og tók að raula eitthvað, sem ekki var neitt lag. Þannig gekk hann gegn um bæinn. SnÖg'glega hrökk Jón upp úr draumum sínum, við að tekið var í jakkalafið hans, heldur óþyrmi- lega. Hann leit við og sá nú, að hópur af börnum var í kring um hann, er æptu að honum og grettu sig. Hann varð alveg' steinhissa. — Hvað kom til þessa? Hvað var að honum? Hvað hafði hann gert? Oat l>að verið að —* að eitthvað sæist á honum? Hann greikkaði sporið, en börn- in þvældust fyrir lionum. Hann sá fólk staðnæmast og horfa á sig og glotta. Grannur unglingur, með sjgar- ettu í munnvikinu, vjek sjer að honum og sagði honum að fará heim að hátta hið bráðasta. Þetta hlaut að vera krökkunum að kenná. Hann gat ekki gengið áfram með þessu lagi. Jón staðnæmdist: — Hvað er að ykkur börnin góð ? spurði hann fólega. — Hanii er fullur, hann er íull- ur! hrópuðu nokkur þeirra : Hí— hí ■—• hann er fullur. Sko fulla manninn! og nokkur þeirra hrintu öðruin á Jón gamla, sem stóð þarna, eins og klettur í hafinu. Jóni varð litið upp. Fólk stóð og horfði á hann. Þetta gerði honum gramt í geði. — Snautið þið burt, krakkar! hreytti Jón út. úr sjer. Einn ang- ínn togaði aftur í jakkann hans — fólk hló. Burt !• hrópaði Jón og Snerist á liæli, því að nú fór að síga í gartda manninn. Hann ætl- aði að flýta sjer áfram, en þvagan var stöðugt í kring um hann. Ör af víninu misti hann vald á sjer, staðnæmdist og reyndi að reka unglingana burt, en það varð aðeins til.að esjia þá ennþá meir. Það lá við að grátkökkurinn kæmi upp í hálsinn á Jóni gamla. Hversvegna þurfti þetta nú að koma fyrir, einmitt núna. — Ör- væntingin og reiðin gerði hann utan við sig. Hvað eftir annað snerist hann við, eins og örskot, og . þá dreyfðust krakkaruir eins og fjaðrafok fyrir vindi, en að- eins í bili. Innan skamms var þarna kominn heill mannsöfnuður til að horfa á leikinn... J þenna mund vildi svo til, að htrra bannlaganjósnari N. N. kom gangandi upp Laugaveg. Herra N. N. var í óvenju slæmu skapi. Jafnvel háttsettir embætt- ismenn eru mannlegar verur — og er þetta ekki mannlegur breysk leiki, sem vjer fyrirgefum? Herrá N. N. dæsti. Hann fór síst, frekar en aðrir, varliluta af mótlætinu. Nú Iiafði rjett tapast eitt málið enn: Valdstjórnin gegn A. H. — bannlagabrot? — Akærði sýknaður af hæstarjetti. Já, ekki voru fyrirsagnir blaðanna glæsi- legar. Það var óþolandi þetta — svona hvað ofan í annað ;— að láta svívirða sig. Til hvers var hann settur að gæta laganna, þegar sjeð var í gegn um fingur við lögbrjótana, dómur hans Jítilsvirtur og hann sjálfur svívirtur? Herra N. N. duldist elilvi, að hann var óvin- sæll meðal almennings — liann, sem lagði alla krafta sína fram til almenningsheilla — tii að venja menn af þessum voðalega lesti: drykkjuskapnum — hann, sein ag- aði eins og góðum föður ber — börnin sín. En nú fór þetta að ergja hann, þessi sífelda óhlýðni og agaleysi, þessi skortur á virðingu og þakk- lætistilfinningu, þessar sífeldu brellur, háð og svívírðingar. Hann vildi ekki þola þetta lengur. Hann væri ekki algóður, ekki frekar en hann var almátfugur. — Það skyldu ]>eir fá að finna, þessir aular, fantar. Herra N. N. stakk stafnum fast- ar til jarðar og herti gönguna. Andúðin gegn þeim, er hann átti í hÖggi við, blossaði smám saman upp, jafnóðum og hann rjettlætti sig fyrir samvisku sinni. . Var hún ekki líka hrein? VTar hann ekki vörður laga og rjettar — og var hann ekki of- sóttur — einskonar píslarvottur. En hann gerði skyldu sína — hann hafði opin augun og refs- aði eins og honum bar. Og honum bar að vera sífelt vakandi — sífelt á veiðum. Þegar hann fór að hugsa um þetta, þá var reyndar veiðilöng- urtin ometaníegur kraftur. Þetta eðli, sem er margra kynslóða arf- ur, runnið í merg og blóð, gagn- tekur veiðimanninn skjálftakend- um unaði og spenningi. Þó að hann befði ekkert fje hiotið fyr- ir starf sitt, þá hefði hann unnið að því fyrir ánægjuna eina saman. Bara að hann rækist nú á ein- hvern vel hívaðan í kvöld — það gadi kannske komið honum úr þessu bölvaða skapi — 0g orðið öðrum til aðvörunar, bætti hann við, eins og til síns innri manns. Eu það var ekki líkt því að ao nokkur væri fullur, þ. e. a. s., sæist fullur þetta sinn. Auðvitað voru þeir útúr drukknir lijer og Iivar að slæpast, þessir mannræfl- ar, sem hann fyrirleit. Á Jiví ljek ekki minsti vafi, en livar — það var spurningin. Já, það væri nú ekki onytt að rekast nú á einhvern -- sá myndi ekki fara á það næsta kvÖldið! Það væri líka reiknandi í tekju dálkinn. Hún mætti svo sem verða þykkari buddan; lítið munaði rík- issjóð um það. Svona gekk herra bannlaga- njósnari N. N. áfram í þönkum sínum, ýmist filosofiskum og sið- spekilegum eða hatursfullum gegn þeim, er gerðu hortuin jafn erfitt fyrir og raun var á. En hver vill ekki hafa hreina sámvisku? Hver þekkir ekkí dul og vil, og hver vill ekki samkvæmt lögunum eignast þunga buddu? Vitið þjer það? En hamingjan var í essinu sínu þetta kvöldið og herra bannlaga- njosnari N. N. átti ekki að verða fvrir órjettlæti eða vonbrigðum. Sem hann gekk þarna, skotrandi augunum út undan sjer, aðgætandi livort hvergi sæist neitt grunsam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.