Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1929, Qupperneq 7
LBSBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 7 Uppreisnin í Afghanistan. Efst Amanullah konungur og drotning hans. Að neðan afghana-hermaður og einn af foringjum uppreisnar- manna. I miðju'er mynd af víginu í Kabul. Þangað flýðu ]>au kon- ruigshjónin. Æfiraun. Harmsaga nafnfrægrar konu. Fyrir 35 árum kom til Bilbao á Spáni kona, sem nefndist Her- mandez. Hafði hún mikinn flutn- ing meðferðis, en í för með henni var aðeins ein þerna. Hermandez keypti skemtibústað hjá borginni og settist þar að. En í þessi 35 ár kom hún aldrei út fyrir hússins dyr, og hvernig sem borgarbúar reyndu að veiða upp úr þernu hennar einbverjar upplýsingar um hana, þá var það eins og að klappa harðan steininn. Þernan var þögul eins og gröfin. Fyrir nokkru ljetust þær báðar, Hermandez og þerna hennar með fárra daga millibili. Var Her- mandes þá 86 ára að aldri. Þær voru grafnar í Bilbao og svo var farið að rannsaka húsið til þess að leita upplýsinga um þessa merkilegu konu. — Svefnherbergi hennar var alt tjaldað svörtu og í því mjðju var fótstallur nokkur og á honum barnslíkkista með glerloki. í kistunni lá smurlingur af þriggja ára dreng. I skrifborði fanst . æfisaga hennar, rituð af henni sjálfri.----- Um 1870 vakti hin fagra línu- dansmær Leoni Dorrington mikla athygli á sjer í stórborgunum á meginlandi Evrópu, og hvar sem hún kom gengu karlmenn eftir henni með grasið í skónum, og óteljandi voru þeir auðmenn og höfðingjar, sem báðu hennar. En hún var mannvönd og hryggbraut alla. Það vakti því talsverða undr- un er hún giftist gömlum rúss- neskum fursta, Gartsjinev, árið 1883. Hann átti óðul stór á Krím Lokasýning hennar í Petrograd vakti mikla athygli og var henn- ar lengi minst, því að við það tækifæri, afhenti keisarinn henni sjálfur dýrindis hálsband með fangamarki og skjaldarmerki sínu. Hjónaband hennar varð ekki farsælt því að furstinn var ákaf- lega hræddur um hana og gat oft ekki stilt sig. Stundum varð hann svo bráður, að hann barði hana með hundasvipu að öllu þjónustu- fólki ásjáandi. Hún reyndi hvað eftir annað að flýja, en það mis- hepnatiist jafnan. Svo ól hún manni sínum erfingja, en ekki batnaði samkomulagið við það. — Hún elskaði barnið ákaflega heitt, en furstinn hataði það. Svo var það einn góðan veður- dag 1886 að furstinn og drengur- inn fundust báðir drepnir í svefn- lierbergi furstans. Ætluðu menn að furstinn hefði drepið .barnið og sjálfan sig á eftir. En daginn, sem jarðarförin átti að fara fram hvarf lík drengsins á óskiljanleg- an liátt og fanst ekki. Furstaynjan var óhuggandi. Hún seldi óðul sin á Krím og fór af landi burt. Af dagbók Ilermandez sást |>að, að hún var engin önnur en fursta- ynja Garsjinev, hin fyrverandi fræga línudansmær. Það sjest líka á dagbókinni, að hún hafði drepið bæði furstann og barnið. Þá um nó.-ttina hafði þeim hjónunum lent saman eins og vant var og hafði furstinn þá gripið drenginn og ætl að fleygja honum út um glugga. Til þess að b.jarga syni sínum greip furstaynjan marghleypu og skaut á mann sinn, en svo slysa- lega vildi til, að kúlan hæfði höf- uð drengsins og dó hann sam- stundis. Furstaynjan slepti sjer þá alveg og hleypti * af öðru skoti, sem varð manni hennar að bana. Með aðstoð þernu sinnar gerði hún nú ýmsar ráðstafanir svo að þannig leit út sem furstinn befði drepið drenginn og síðan sjálfan sig. En furstaynjan mátti ekki hugsa til þess að skiija lík drengs- ins við sig.Nokkrum klukkustund- um áður en jarðarförin fór fram, ljet hún því flvtja það á laun til lyfsala nokkurs, sem hún mútaði ærnu fje til þess að geyma það og smyrja. Þegar furstaynjan fór frá Krím hafði hún líkið með sjer og henni tókst. að smygla því út. úr Rússlandi og inn á Spáni, án þess að tollverðir yrðu varir við. Alla æfi síðan syrgði hún barnið sitt og gáði einkis annars en sitja yfir kistu þess. Darwinskenningin er ofsótt í Ameríku. Nýlega var til da‘mis hin mikla alfra'ðibók, Websters Dictionary, biinnuð í Arkansas, vegna þess að í henni er sagt frá Darwinskenningunni. dafnframt var kennurum bannað að ininnast nokkuð á framþróunarkenningu við skólabörn, eða útlista hana. -------------—-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.