Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 3
ÍjESBÓK MORGUNBLAÐSÍNá ii burði við öll þau úgrynni fjár, sem varið er í vitlausrahæli og kenslu fábjána. Sem dæini þessa nefnir hann pilt, sem hanu þekti. Hann var íatækur en vakti at- hygli vegna ágætra gáfna, svo að hann var settur í skóla, sem stofn- aður var fyrir ágætlega vel gefin börn. Yar kenslu þar hagað svo, að hvert barn gæti aðallega lært það sem það var hneigt fyrir. Þar lauk pilturinn 5 ára námi á 2 ár- um með ágætum vitnisburði. — Hann hafði ekki aldur til þess að komast á háskóla, en þá tók ríkur maður hann að sjer, ferðaðist með hann umhverfis jörðina og sýndi honum aðrar þjóðir, kjör þeirra og siðu. „Þessi piltur yerður leiðtogi hvenær sem færi gefst“ segir höf. „Úr barnaskólanum hefir hann komist í hóp sinna jafningja og annars umgengist ágæta menn.“ En því miður eiga fæst afburða- börn kost á slíku. Höf. leggur til að velja úr sltóla- börnum, þegar þau eru 14 ára, setja afburðabörnin í sjerstaka skóla til þess þau eru 18 ára, og síðan lengri eða skemri tíma á há- skóla. Þau sem. hneigjast í þá átt, fletti að hvetja til þess að búa sig undir stjórnmálastarf og gera það að markmiði og a*fistarfi. Þegar þau koma af háskólanum vill liann láta þau sjá um sig sjálf nokkur ár, svo sjá megi hversu þeim farnast, hversu þau reynast í lífinu, en úr flokki þeirra sem best farnast, vill hann sækja foringja og leiðtoga í öllum þjóðmalum. Sjerstakur flokkur reyndra og fróðra manna sem ekki má taka neinn þátt í stjórnmálum, hefir það starf á hendi, að fylgjast með öllum farnaði þessara ungu úrvals- manna og hann tilnefnir öll þing- mannaefni o. þvíl. úr flokki þeirra. Um þau verða svo kjósendur að velja. Á þennan hátt vill höf. tryggja sjer, að allir þingmenn sjeu bæði vitrir menn og lærðir, yfirleitt afburðamenn með víð- tæka þekkingu. Einkennilegt er það, að höf. vill fela sömu leiðtogunum (lead- ers), sem tilnefna þingmannaefnin, að skrifa allar mikilsvarðandi frjettir fyrir öll blöð ríkisins, og skulu þau skyld til að prenta þær á fyrstu blaðsíðu, athugasemda- laust. Með þessu vill hann taka fyrir kverkarnar á flokkalýgi um þýðingarmikil mál. Höf. kemst þá að sömu niður- stöðu og spekingurinn Plato forð- um: „Opinbera starfsmenn á ekki að kjósa og ekki draga þá á nein leynifæri lýðveldisflokka, heldur eiga hæfileikar þeirra og afrek að ráða valinu.“ Niðurlag greinarinnar er þann- ig; „Vjer höfum hjer í Ameríku eina tegund maðka, sem skríða í langri halarófu, svo að hver maðkur hefir trýnið við endann á þeim næsta. Hending ein ræður því hver er í fararbroddi. Por- inginn hefir enga sjerstaka for- ystu liæfileika og er jafnblindur og flónskur eins og hinir. Ef þú stýrir maðkalestinni laglega með fingrinum, þá má beygja hana í samfeldan hring, þar sem liver maðkurinn eltir annan. Þessi maðkahringur skríður svo hring- inn í kring á sama blettinum takmarkalaust og gagnslaust, þangað til einhver liending slítur hann. Ef hríslukvistur er lagður yfir einhverja beinu maðkalestina dettur hún í tvo parta, og sá, sem var næst fyrir aftan kvistinn, verður foringi síðari lestarinnar. Þetta atferli maðkanna er nákvæm lega eins og gerist í lýðveldi voru á síðustu tímum. Hvenær skyldum vjer hafa vit á því, að velja oss viturlegra stjórnarfar en bræður vcrir maðkarnirf1 G. H. Sumarövöl í Sviss. Eftir Ðjörn L. Jónsson frá Torfalæk. iii. Mjer varð fyrst ljóst, þegar jeg kom til Sviss, hve fjarska lítið jeg vissi um þetta land; meiri hluti þess, sem jeg hafði lært um það í barnaskóla og mentaskóla, var horfinn mjer úr minni; og jeg var litlu fróðari um það, -en þegar jeg byrjaði barnaskólanám mitt 10 ára gamall. Mjer er sem jeg heyri þá, er þessi orð lesa, hrópa upp yfir sig: „Þetta eru nú öfg- ar!“ „Skárri er það nú óskamm- feilnin að játa upp á sig aðra eins íáfræði!“ „Hvílík fádæma hrtin- skilni!“ En jeg bið þá liina sömu að líta í eigin barm eða spyrja t. d. einhvern, sem lokið hefir stúd- entsprófi fyrir einu til tveimur ár- um síðan, út úr landafræði eða sögu Sviss. Sennilega getur liann sagt, hvaða lönd takmarki Sviss, að meiri hluti Alpanna liggi þar og nefnt höfuðborgina, en þar með verður líka þekking hans á erida, og niðurstaðan yrði svipuð, ef spurt væri um önnur lönd álf- unnar. Kjarkurinn um að játa van þekkingu mína eykst við vissuna um, að hún muni vera mjög algeng í flokki jafningja minna. Og það, sem inaður sjer og lieyrir í kring- um sig, gefur oft áræði til að horfast í augu við sannleikann, án Jiess að líta undan eða breiða yfir hann blæju liræsninnar. Þannig kyntist jeg t., d. í sumar fyrver- andi höfuðsmanni (kapteini) úr svissneska hernum, sem hjelt, að Oslo væri í Svíþjóð, Stokkholmur í Danmörku. Auðvitað er alls ekki ætlast til að menn muni alt það, sem kent er í barnaskólum eða æðri skólum. 011 þau kynstur af ártölum, kongaheitum, orustum, borga- og bæjaheitum, ám, fjöll- um, stærð og fólksfjölda landa o. s. frv., sem lesið er um í þurrum og leiðinlegum kenslubók- um, er í hæsta lagi hægt að muna einn til tvo daga fyrir próf. Ef nemandinn vill fá góða einkunn, þá er hægðarleikur fyrir hann að lesa vel undir tíma og undir próf, hann útskrifast með 7 ,eða 8 í sögu og landafrajði og vinnur sjer hylli og álit kennara sinna og annara sem afbrigða kunnáttumað ur í þessum greinum. Skólabróðir hans hefir meira gaman af að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.