Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1929, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29 Prá St. Moritz, þar sem vetraríþróttir, svo sem skíðalilaup og skautahlaup, eru æfðar af ltappi á hverjum vetri. Til St. Moritz streymir á hverjum vetri fjöldi aðkomumanna, dvelja þeir þar sjer ti' heilsubótar í hinu hreina og tæra fjallaloftslagi, og iðka menn þar íþróttir bæði sjer til gamans og frægðar. deyja, ef holskurður væri gerður á henni. „Þá ljet jeg sækja McGraw lækm,“ sagði konan, „og hún sagði mjer, að jeg mundi áreiðanlega deyja, ef ekki væri gerður hol- skurð á mjer þegar í stað. Og hún hikaði ekki, heldur gerði skurðinn á mjer þegar. Þjer sjáið það sjálf- ur, að jeg er enn lifandi og brött, en það á jeg eingöngu McGraw lækni að þakka“. „Það, sem jeg virði mest við læknirinn, er það, að hún kemur, hvernig sem á stendur,“ sagði ann- ar við mig. 1 marsmánuði í fyrra voru allir hinir svokölluðu vegir ófærir í þrjá daga, og flestir kusu að hald- ast við í húsum inni. Póstferðir stöðvuðust. En í 26 mílna f jarlægð beið kona í barnsnauð eftir lækn- I inum. „Hún getur aldrei komist hing- aðr“ sagði nágranni, sem kominn var. „Hún lofaði því að koma,“ vein- aði konan á milli hljóðanna. — „Hún lofaði því, og hún kemur!“ Klukkap tæplega þrjú um nótt- ina lagði Hrefna á stað í bíl, sem sonur veitingamannsins ók. Allir svokallaðir vegir voru ófærir og pilturinn valdi því að aka eftir há- hæðum, hálsum og rönum. Hann hafði járnklippur með sjer, og í hvert skifti, sem þau komu að gaddavírsgirðingu, varð hann að klippa vírinn sundur til þess að komast í gegn. Það var skafið af hólum og hæðum, en stórfannir í öllum Iægðum. Og þar sem þau gátu ekki ekið eftir rindum, og urðu að fara niður í lægðirnar, mokuðu þau sjer braut. Klukkan 10 næsta morgun kom Hrefna til bóndabæjarins og þá var svo komið, að hún treysti því ekki, að konan gæti fætt þar heima, eins og þap var ástatt. Hún hjó því sæng í bílnum, lagði kon- una fárveika þar í og ók með hana í vitlausu veðri til Tryon. Þau komu þangað um kvöldið. Heima hjá Hrefnu fæddist svo • stúlku- barn og móðirin lá þar heima í hólfan mánuð og Hrefna hjúkraði henni — vegna þess að hún þorði ekki að trúa neinum öðrum fyrir henni. Móðir og barn lifðu — og barnið var skírt Harriet. Þegar um stóra uppskurði er að ræða, fer Hrefna með sjúklinga sína til sjúkrahúss í North Platte eða Omaha. „Hvað fáið þjer svo í laun?“ spurði jeg. „Tuttugu og fimm hundruð doll- ara á ári, og ekki hóti meira,“ svaraði dómarinn fyrverandi. — „Fyrir það verður hún að hafa eigin bíl, kaupa lyf og umbúðir og læknisáhöld, því að hún fer ekki að sem aðrir læknar að selja sjúk- lingum lyfin. Svo er hún í „Ame- rican Medieal Association" og í læknafjelaginu í North Platte og verður að greiða iðgjöld þaf. Nei, hún er ekki hjerna til þess að græða á því.“ „Nú, hvers vegna er hún þá hjer?“ spurði jeg. „Hún á hjer heima; hjeraðið má ekki án hennar vera, og hún get- ur ekki verið án hjeraðsins,“ svar- aði hann. — „Þetta er lífsköllun hennar.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.