Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 2
84 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS liáð innanlands, ágreiningur bæði um efni ínálsins og leiðina, er fara skyldi, og út á við, við stjórn ina, er vildi lialda öllu í gamda horfinu. Svo langt þokaði þó mál- inu áleiðis, að 1897 var vissa fengin fyrir því, að fá mætti sjer- stakan ráðherra fyrir ísland, er búsettur væri í Kaupmannahöfn, er gæti niætt á Alþingi, og bæri ábyrgð fyrir því á stjórnarathöfn- um sínuin. En þetta tilboð vildi meiri hluti íslensku þjóðarinnar eklti þiggja. Hann vildi fá æðsta valdið inn í landið. Á Alþingi 1901 var samþykt nýtt stjórnarskrárfrumvarp. Eftir því átti ráðgjafinn að .vera bú- settur ytra, en mátti eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi, en æðsta. vald innanlands skyldi falið landshöfðingja á ábvrgð ráð- gjafans. Jafnframt var það þó tekið fram í áyarpi frá efri deild, að viðunandi teldist fyrirkomulag- ið ekki, fyr en æðsta stjórn sjer- inálanna væri búsett í landinu sjálfu. Þetta sumar komst vinstri- mannastjórn að í Danmörku, og hún leit alt Öðruvísi á stjórnar- farslegt samband milli landanna eii hægrimaiinastjórnir hÖfðu gert. í boðskap konungs til íslendinga, liags. 10. janúar 1902, er það tekið fram, að konungur sje reiðuhúinn til að staðfesta frumvarpið* frá 1001 en hann sje líka fús til að láta leggja fyrir Alþingi frumvarp er innihaldi ákvæði um, að stjórnin verði búsett í landinu sjálfu, og geti þá þingið valið um, hvort fiumvarpið það vilji aðhyllast. Samkvæmt þessum boðskap var svo lagt fvrir aukaþingið 1902 hjeraðlútandi frumvarp um inn- lendan ráðgjafa, og var það sam- þvkt á þingunum 1902 og 1903, og síðan staðfest sem lög 3. okt. 1903. Jafnframt var með lögum s.d. gerð skipun á æðstu umboðs- stjórn landsins þannig, að auk ráðherra skyldi skipaður landrit- ari og 3 skrifstofustjórar, en amt- mannsembættin voru lögð niður, og hið gamla landfógetaembætti sömuleiðis. Hannes Hafstein svslumaður í fsafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði var skipaður fyrstur inu- lendur ráðherra, og tók hann við því starfi 1. febrúar 1904. Sama dag var alt stjórnarráðið sett á laggirnar. í tuttugu og fimm ár hefir því alinnlend stjórn setið að völdum . hjer á landi. Hvernig stjórnin hafi gefist yfirleitt, er ekki enn tími til að rekja, og síst getur höf. þessarar greinar gert það; um það hafa verið, og verða vafa- laust enn, talsvert skiftar skoðanir í mörgum einstökum atriðum. Um hitt geta varla verið skiftar skoð- anir hjá þeim, sem nokkuð til þekkja, að á þessu 25 ára tímabili, hafa orðið meiri framfarir á landi voru, en allar fyrri aldirnar sam- anlagðar. Þetta verður að vísu ekki þakkað innlendu stjórninni að öllu leyti, en vafalaust er það, að liún á sinn mikla þátt í því. Hefði danski ráðgjaíinn með danska embættismenn við hlið sjer haldið áfram að stjórna, er alllík- legt að honum hefði hætt við að líta á íslensk mál gegiium sín dönsku gleraugu. Hinn 1. febrúar 1904 má því óhikað telja ineð hinum merkustu dögum í sögu hinnar íslensku þjóð ar, enda var hann mörg ár haldinn hátíðlegur, en nú síðan fullveldið fekst, virðist minning hans vera farin að dofna, en það ætti þó ekki svo að vera, því heimastjóm- in er grundvÖllur fullveldisins. Dlþjóðastefna og afnám dióðernis Eftir Friöþjóf Nausen. Á þeim áratug, sem liðinn er frá lokum heimsstyrjaldarinnar, hefir borið mest á tveimur stefúum í viðskiftaþróun Evrópuþjóðanna, og virðast þær ganga í gagnstæða átt; það er alþjóðastefnan og þjóðernisstefnan. Þegar raunverulegar eða ímynd- aðar andstæður milli ríkja og þjóða höfðu lileypt lieiminum í bál og brand, var ekki nema eðli- legt, að þjóðirnar vænti sjer góðs af alþjóðasámb. og það eitt mundi geta girt fyrir algera eyðileggingu. Þjóðernisstefnan var að nokkru leyti talin skæðasti Þrándur í Götu fyrir samvinnu þjóðanna og frið- arstarfseminnar í heiminum. Nú skyldi verða fullkomin stefnu- breyting í heimspólitíkinni; slíkt böl mátti ekki koma yfir heiminu á nýjan leik. Mikil starfsemi var hafin, og óneitanlega hefir miklu verið áorkað, einkum með stofn- un þjóðabandalagsins og oft hef- ir tekist að jafna deilur milli þjóða, er hefðu getað haft liinar örlagaríkustu afleiðingar. En ef vjer virðum fyrir oss á- standið í Norðurálfunni og í heim- inum yfirleitt, eins og það er nú, mun erfitt að finna ómengaða al- þjóðahugsjón, er svari til þeirra vona, er menn höfðu gert sjer í þessu efni fyrir 10 árum. Þjóðinl- ar hafa eftir sem áður sýnt hver annari törtryggní; margar þeirra standa vígbúnar frá hvirfli til ilja, svo að útgjöld til hers og land- varna í Evrópu og Ameríku eru nú samtals eins og þau voru mest fyrir ófriðinn, og þó eru fjögur Evrópuríki mi afvopnuð orðin og þar á meðal eitt, sem áður var meðal mestu hervelda í heimi. Það verður ekki sagt, að þetta sje glæsilegt útlit. En verra er þó hitt, að oft heyrist talað um ,;næsta ófríð“, eins og hann væri óhjákvæmilegur náttúruviðburður. Slíkt virðist næsta óskiljanlegt, því að hann er þó óneitanlega á valdi þjóðanna sjálfra, undir oss sjálfum kominn. Og hafa menn hugleitt, með hverjum h'ætti næsti ófriður verður, að öðru leyti en því, að allir mega vita, að haun verður margfalt ægilegri en nokk- ur ófriður hefir áður verið um all- ar vígvjelar og morðtól ? Hann verður annað ennþá verra, sann- kallaður eyðingar-ófriður, þar sem borgum og inenningarmiðstöðvum verður í engu hlíft, þar sem bar- ist verður upp á líf og dauða, um tilveru eða eyðingu heilla þjóða. Og allir munu gjalda mikil afráð, hvort sem þeir sigra eða bíða ó-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.