Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 37 Frá Jugoslavíu. Jug’oslavía. Svæðið á kortinu, seni merkt er með þjettum skástrikum, er Serbía, eins og hxín var fyrir Balkanófriðinn sein- asta. Svæðið sem er merkt gisnum strikum er land það, Makedonía, er Serbar fengu í sinn hlut eftir Balkanófriðinn, og sýna bæði þessi svæði Serbíu eins og liún var þegar heimsstyrjöldin skall á. 1 tilefni af því, að Alexander konungur Jugoslavíu hefir tekið sjer einræðisvald, hefir frjettarit- ari „Berliner Tageblatt" haft tal af Matsjek foringja Króata um kröfur Króata, og gaf Matsjek honum eftirfarandi upplýsingar. Matsjek. Aðalkrafa Króata er sú, að úr Jugoslavíu skuli gerð bandaríki, og að þessi ríki sje Slavonía, Kró- atía og Dalmatía, Bosnía, Herse- gowína, Montenegro, gamla Serbía og Makedonía. Þessi krafa leiddi til morðanna í þinginu í fvrra og nú til þess að konungur hefir telcið sjer einræðis vald. Og til frekari skýringar á málinu hefir blaðamaðurinn fengið þessar upplýsingar hjá Matsjek. Blöðin í Belgrad hafa þvertekið fyrir það, að hægt sje að verða við kröfu Króata, bæði vegna þes, að þá væri Serbía ofurseld ágangi annara þjóða og vegna þess að þá mundu rjettindi Serba, sem sig urvegara í stríðinu, að engu orðin. Þegar þessi afstaða blaðanna í Belgrad er athuguð, verður að taka tillit til þess, að þá er stríð- inu lauk 1918 og Serbar voru meðal sigurvegaranna, þá kröfð- ust þeir þess að fá í sinn hlut allan þann hluta af Króatíu þar sem Serbar ættu heima innan um Kró- ata. Báru þeir því við að þeir vildi frelsa alla þá Serba, sem heima ættu í Króatíu. En Króatar mót- mæltu þessu harðlega, og voru þeir svo einbeittir að Serbar voru farnir að hugsa um að láta Kró- atíu og Slavoníu sigla sinn eigin sjó — að hætta við þá hugmynd að stofna stórslavneskt ríki og iáta sjer nægja að stofna stór- Serbíu, er næði yfir Serbíu, Banat, Bosníu, Herzegovínu, Suður-Dalm- atíu, Montenegro og Makedoníu. Með friðarsamningunum, og þá sjerstaklega Versalasamningnum, var það viðurkent, að Serbar skyldi fá Makedoníu í sinn hlut sem herfang, en að hin löndin, sem nú erú í Jugoslavíu — sjerstaklega })au lönd, sem áður lutu austur- íska keisaradæminu — skyldi alls ekki skoðuð sem herfang. I frið- arsamningunum er það sjerstak- lega tekið fram, að þessi lönd hafi af frjálsum vilja gengið í Zivkovitsch hershöfðingi og hinn nýi ráðgjafi Alexander konungs. samband við Serbíu, til að mynda l.ið jugoslavneska ríki. Serbar hafa heldur ekki tekið Montenegro her- skildi, heldur inniimað það ineð klækjum, því að Montenegro var scm sjálfstætt ríki í ófriðnum á móti Miðveldunum, alveg eins og Serbía. En um þá staðhæfingu Serba, að þeir vildi frelsa alla scrbneska menn undan ánauðar- oki Króata, er það að segja að Króatar hafa aldrei kúgað eða und irokað ])á Serba, sem í Króatíu eiga heima. Þessar fáorðu skýringar Mat- sjeks sýna það gliigt hvað á milli ber. Og um Baikan er því þannig farið, að jafnharðan sem einhver þjóðflokkur þar losnar undan er- lendri ánauð, lendir hann undir annari ánauð, máske sýnu verri og erfiðari að losna undan,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.