Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35 sigur. Slíkur ófriður mundi án efa hafa þær afleiðingar, að forystu Norðurálfumenningarinnar væri að fullu og öllu lokið í heiminum, og ef svo færi, hvort eygja menn þá annað en myrkur og vonleysi fram undan? Er það hugsanlegt, að þjóðirn- ar muni láta leiðast út í slíkan hildarleik, eða að nokkur maður, sem ekki er blindaður af stórlætis- ofstæki, muni dirfast að taka á sig ábyrgðina af slíkum verkum? Ekki er það trúlegt en það eitt að tala um slíkt sem möguleika eða jafnvel að nota slíkt sem ógnun, er hið mesta hættuspil. Það tjáir sannarlega ekki að leika sjer að eldinum, það er að bjóða hætt- unni heim. Af öllum kröftum verð- um vjer að vinna á móti þessari stefnu; af öllum huga verðum vjer að vinna að því að útrýma þessari hættulegu fávisku og stuðla að friði og einingu þjóða á milli. En í ákafa vorum til þess að gera framtíðina trygga, megum vjer hinsvegar ekki láta oss sjást yfir það, að alþjóðastefnan hefir einnig í sjer fólgnft hættu fyrir framtíð mannkynsins, þó að hún sje alt annars eðlis. Þó að menn óttist vígbiinaðinn og þeim blæði í augum öll sú eyðsla fjár og manna, sem hann hefir í för með sjer, freistast margir til þess að ætla, að besta tilhögun framtíðar- innar sje Bandaríki Evrópu eða jafnvel alls heimsins, með amer- íksku sniði, þar sem tollmúrunum milli landanna verður ekki aðeins Svift í burtu, heldur einnig landa- mærum ríkjanna, að svo miklu leyt sem unt er. í fjarsýn blasir við þessum mönnum hugsjónin um eilífan frið, þar sem úlfurinn býr hjá lambinu og mannkynið er orð- ið að einni fjölskyldu með sam- eiginlegu húshaldi, til þess að nota þessa jörð vora svo sem auðið er að heimili handa sem mestum fjölda hamingjusamra einstak- linga, og heimsmenningin er orð- in öllum sameiginleg og allir tala helst eitt og sama tungumálið. Þá yrði hnötturinn allra föðurland og enginn takmarkast framar af máli eða þjóðerni. Sjerhver maður og kona geta farið út í víða veröld, þangað sem hver kann helst að óska, til þess að finna hin bestu og hagkvæmustu skilyrði til þess að neyta hæfileika sinna og fram- tíðarmöguleika. — Þannig myndi framleiðsla mannkynsins ná há- marki sínu og afkoman verða auð- veldari fyrir alla. Ættjarðarástin, hin hlýja tilfinning til síns eigin lands og þjóðar, myndi þá verða úrelt. hugtak, þröngsýniskend ást á litlum bletti, en í stað hennar myndi koma kærleikur alheims- borgarans. Þetta er óneitanlega fagur draumur, sem hætt er við að smita út frá sjer. En ef hægt væri að hugsa sjer slíkt Paradísarástand á jörðunni, hvað tælci þá við? Paradísarástandið er kyrstaða. í eðlisfræðinni er lögmál, sem seg- ir svo, að þar sem einskis afls- munar gæti framar, allar andstæð- ur í hita og öðrum aflmyndum sjeu þurkaðar út, þar hætti öll út- geislun, allar breytingar, öll lífs- störf; það er dauðinn sjálfur. En eins er þessu farið í þjóðfjelaginu; jöfnuðurinn vinnur gegn þroskan- um; það eru einmitt andstæðurn- ar, mótsetningarnar, milli þjóða og einstaklinga, sem eru skilyrði fyr- ir gagnkvæmum áhrifum, breyt- ingum, hreyfingu, framförum. Án þessara skilyrða stirðnar þjóðfje- lagsstarfsemin smámsaman og menningin verður eintrjáningsleg. Þetta er náttúrulögmál, sem vjer getum ekki gengið fram hjá. Það má vel bera þá mótbáru fram, að hinu besta hugsanlega ástandi með fulium jöfnuði verði aldnei náð, og þess vegna sje hættulaust að vinna að markinu og færast þannig hægt og hægt nær því í mörgum áföngum. En samt sem áður verða menn að lcannast við það, að annað sje þó betra en að setja sjer það takmark, sem leiða myndi til kyr- stöðu eða dauða, ef því væri náð- Það er betra að gera sjer það ljóst, hvert vjer viljum stefna, og eins hitt, að sú starfsemi, sem rniðar að alþjóðasambandi og leit- ast við að þurka út allan þjóðern- ismismun, hefir í sjer fólgna al- varlega hættu fyrir menningar- þroska mannkynsins 1 framtíðinni, jafnvel þótt hugsanlegt sje, að slíkt myndi bæta nokkuð lífskjör mannanna. En í þessu efni á það ekki síst við, að „maðurinn lifir ekki af einu saman brauði“. Samkvæmt því, sem hjer er sagt, myndi stefna alþjóðastarf- semi vorrar vera sú, að leitast af alefli við að auka vináttu og tor- tryggnislaiisa samvinnu milli þjóð anna, einkum að því er snertir við- skiftalífið, svo að það er óhugs- aftdi, að ágreiningur milli ríkja verði framvegis til lykta leiddur með hnefarjetti; það verður að ieitast við að afnema tollhömlur milli landa, svo að verslunin geti orðið frjáls um víða veröld, og þannig ijett undir með þeim iðn- rekstri og þeirri^framleiðslu, sem á við náttúrlegust skilyrði að búa í hverju landi um sig. Það verða að vera frjálsar samgöngur og við- skifti milli þjóðanna og frjáls menningarálirif á allar hliðar, bæði andleg og efnaleg. En jafn- fraint verður að hlúa vandlega að stjórnarfarslegu og andlegu sjálf- stæði þjóðanna inn á við, þjóðleg- um sjerkennum þeirra, máli, menn ingu, siðum og háttum, öllu, sem einkennir þær, sem sjerstakar þjóð ir. Menn verða stöðugt að hafa það hugfast, að þróunin í náttúrunni miðar ekki til einangrunar, held- ur til greiningar, ekki að jöfnuði, heldur til misjafnaðar. Og í mann- lífinu er það einmitt mismunurinn, margbreytnin, sem gerir lífið auð- ugra og fyilra og forðar oss frá banvænu oki hversdagsleikans og drepandi leiðindum. En menningunni er ekki ein- ungis hætta búin af alþjóðastefnu, sem miðar að því að hefla allar ó- jöfnur af þjóðunum og sljetta alt út. Svipuð hætta og þó enn meirí er fólgin í hinni kommúnistisku alheimshreyfingu og sameignar- stefnu hennar, ef hún næði fram að ganga. Hún miðar að því að gera vinnustjettirnar í öllum lönd- um alþjóðlegar, og ef unt er, að skipa aliri heimsbygðinni í eina hjörð undir „alræði öreiganna“. Sama stefna á að ríkja alstaðar, sama markið og sama tilbreytinga- leysið. í því nýja þjóðfjelagi er rjettur einstaklingsins til sjálfs- þroskunar algerlega skertur. Hin mikilvægu og hollu áhrif, serp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.