Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1929, Blaðsíða 8
40 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hálmganga. Páll Stefánsson og Jósef S. Hún- fjörð þreyttu kveðskaparlist í Reykjavík 19. jan. 1929. Kappar snjallir kváðust á kvöld í Bárusalnum. Aðra fremri euginn sá or'ðsins beita falnum. Yaskir brugðu vigri máls, varð ei sjeð á milli. Báðir surfu brand til stáls: —• Báðir orktu’ af snilli. Páll þar fyrsta höggið hjó hólms í þröngum garði, skjóminn eins og fjöður fló fyr en auga varði. Húnfjörð æsti hjörvaþing, hóf til varnar naðinn, ítrum greiddi andatæðmg annað högg í staðinn. Málfar Páls var mjúkt sem dúnn, markviss hjör og beittur, — hinn sem byrstur bjarnarhúnn, bragðakænn og steyttur. Fjellu þjettan orð við orð — öllum skeytum svarað — eins og þegar borð við borð best í súð er skarað. Yið mun brugðið beggja rögg, bi-ýnan engan svafði, jafnt af báðum snerran snögg snilli andans krafði. Óp og klapp til enda stóð yfir kvæðablandi, þar var enginn þings á slóð þögull áhorfandi. Eftir langvint stuðlastríð stefja ljetti rokum, sigurfaldin hróðrarhríð hneig að málalokum. Orðstír góður aldrei deyr, aldurdaga stendur. Síðast greppar tignir tveir tókust fast í hendur. Steinn Sigurðsson. ía&foldarprentsmlðja h.f. Smælki. Æfilöng tryg'ð. Ceeily Noitoav hefir kona heitið og átti heima í Cork í írlandi. Fimtán ára trúlof- aðist hún 19 ára gömlum póst- manni, sem John Derfort hjet og hún sagði við hann: „Farðu út í heiminn og leitaðu þjer fjár, jeg skal bíða eftir þjer þangað til þú sækir mig.“ Hann fór, en gleymdi fljótt kærustu sinni og svo kom að því að hann giftist annari. Á brúð- kaupsdaginn sinn fjekk hann brjef irá Cecily og þar stóð eins og vant var: „Jeg bíð altaf eftir því að þú komir að sækja mig.“ — Eftir nokkur ár misti John konu sína og var ekkjumaður í 25 ár. í des- ember dó hann. Þegar Cecily frjetti lát. hans, sá hún að von- laust var að bíða lengur, svo að hún drap sig á eitri. Hún hafði þá beðið eftir honum í 45 ár. Foch marskálkur yfirhershöfðingi Frakka hefir leg- i< alvarlega veikur að undanförnu. Hann: Hvað munduð þjer segja ef jeg sendi yður koss af fingri? Hún: Að þjer sjeuð sá latasti maður, sem jeg þekki! í Stokkhólmi voru um 480 þús. íbúa' núna um áramótin. Hefir borgarbúum fjölgað um 10.463 ár- ið sem leið. Pappír úr maís. í Bandaríkjun- um er nú farið að nota í blöð og tímarit pappír, sem búinn er tii úr maísstönglum. Er hann talinn jafn góður og pappír gerður úr trjá- graut, fult svo hvítur og tekur vel við svertu. En þessi pappír er' mik- ið ódýrari en annar pappír, vegna þess að maísstengur hafa verið taldar verðlausar fram að þessu. Verksmiðjan, sem býr til þennan nýja pappír, lieitir „Kalamazoo Vegetable Parchment Paper' Co.“ Miljónamæringum fjölgar stöð- ugt. í Bandaríkjimum. Árið 1914 voru þar 7000 miljónamæringar, en 1928 voru þar 40 þús. miljóna- mæringar. — Skoðanir kvenna eru hreinni en skoðanir karlmanna. — Það er auðvitað vegna þess að þær skifta oftar um skoðun. Hann.- Ef þjer viljið segja mjer símanúmerið yðar, þá skal jeg hringja til yðar á morgun. Hún : Það stendur í símaskránni. Hann: En livað heitið þjer þá? Hún: Það stendur líka í síma- skránni. Skákþrantir. 28. Eftir Hannes Hafstein. Hvítt leikur og mátar í 2. leik. Lausn á skákþraut 27. 1. Hc 4—a 4 Kb 3 x a 4 2. Kd 4—-c 4 a 3—a 2 3. He 2 x a 2 mát. 1 a3—a 2 2. Ha 4 x a 2 eitthvað 3. He 2—b 2 mát.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.