Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Síða 4
292. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bjarna Sæmundssonar, er birki- trje, sem er svipað á hæð og hæstu reynitrjen, mældist í fyrra ’að vera 6.40 metrar. Það er 25 ára gamalt. Er það vaxið upp af fræi úr Hall- (rmsstaðaskógi. Þá er og í garði þessum hlynur einn liár. sem þar hefir þróast og dnfnað síðan árið 1907. Var hann á þriðja meter á hæð, er hann var gróðursettur þarnn. Ditlev Thom- sen konsúll flutti talsvert af trjám * frá útlöndum á þeim árum og meðal ]>eirra var hlýnur ]>essi. Hann hefir á síðasta ári borið þroskuð fræ og hefir nýgræðingur sju-ottið upp af nokkrum fræj- Eima. Er einn af þeim lifandi nú, tn hinir hafa dáið. Af hátim reynitrjám, sem Morg- unblaðið hefir haft fregnir af, standa þessi næst trjám Bjarna, trje í garði danska sendiherrans, sem er 6,35 metrar á hað. Næst koma trje í garði Jóns Eyvinds- sonar við Stýrimannastíg 9, og annað i garði frú Soffíu Olaessen v ið Skólabrú. — Við Bröttugötu 3, er reynitrje, sem er aðeins 10 ára gamalt, og er.nú 5.40 metrar. Mun það óvenjulega hraður vöxt- ur hjer um slóðir. í garði Sveins Jónssonar við Kirkjustræti 8, hafa reynitrje og vaxið óvenjulega vel. Trje sem þar hefir verið í 9 ár, og var sett niður % meter á hæð, er nú 5 metrar. Fleiri trje eru ]>ar, er haft hafa ágætan vöxt. Trje Jóns Eyvindssonar við Stýrimannstíg, er — eða var þegar ]>að var mælt 6,30 metrar. Er ]>að eitt af trjám ]>eim, sem Thomsen flutti hingað, og fyr er um getið. Ffekari upplýsingum um trjá- rækt og hæð trjáa lijer í bænum, tekur Morgunblaðið með þökkum. — Mig dreymdi í nótt að jeg var dauður. Þegar jeg vaknaði, var jeg allur í einu svitabaði. — Þá er svo sem auðvitað, að j>ú hefir verið á heitum stað. — Aldrei hefir ósatt orð kom- ið yfir mínar varir. — Það er líklega af því, að þú talar gegnum nefnið. Hjer birtist mvnd af hæstu reynitrjánum, sem til eru í Reykja- vík. Þau eru í garði dr. Bjarna Sæmundssonar. Standa þau nyrst í hinum fallega trjágarði hans vestan við húsið í Þingholtsstræti. Á myndinni eru þeir dr. Bjarni Sæ- mundsson og nágranni hans Þor- s^pinn Gíslason ritstjóri. Reynitrje þessi eru sennilega um 50 ára gömul. Trjeð sem er til hægri á myndinni er 6,80 metrar á hæð, en hitt er 6,45 metrar. — Eru þau því bæði hærri en önnur reynitrje, sem Morgunblaðið hef- ir haft fregnir af hjer í bænum. Saga þeirra er í stuttu máli þessi, eftir því sem eigandinn þefir skýrt Morgunblaðinu frá. Franz Siemsen sýslumaður í Ilafnarfirði fann trje |>essi sem nokkurra ára gamlar plöntur skamt fyrir ofan Hafnarfjörð. — Hann flutti þau hingað til bæj- arins. Voru þau í fyrstu gróður- sett í garðinum við Ingólfsstræti 9. Þá bjó þar Theódór Jónassen amtmaður. Árið 1898 flutti frú Carolina, ekkja hans í húsið við Þingholtsstræti. Tók hún þá trje þessi með sjer, svo að þa\i hafa verið í þessum garði í rúm 30 ár. í sömu röð í garði þessum er nynitrje, sem vaxið hefir upp af fræi þar. Er það 22 ára að aldri, og er nú orðið nálægt því eins hátt og þessi sem á mvndinni sjást. 1 þessum sama garði, við hús dr. Hæstu reynitrien í Reykjavík. ! garði dr. Bjarna Sæmnndssonar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.