Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1929, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 293 Óeirðirnar í Palestínu. Myndin bjer sýnir Grátmúrinn í Jerúsalem, ]>ar sem rjett-trú- aðir GySitigar. safnast saman til að gráta hin grimmu örlög þjóðar sinnar. Sagt er, að múr þessi sje síðustu leyfar af musterinu mikla o" háfa Gyðingar um aldir haft levfi ti! bænahalds. Síðaji fyrir síðustu mánaðamót hafa livað eftir annað komið sím- fregnir um það, að blóðugir bar- dagar væru nú háðir í Palestínu. Ósamkynja eru þær. fregnir sem berast um það, hve margir hafi látið lífið i bardögum þessum. í síðustu erlendum blöðum, sem hingað hafa komið, eru allítarleg- ar símfregnir þarna sunnan að. Eftir þeim að dæma hafa bardag- arnir verið háðir með mikilli grimd. Par er skýrt frá því að Arabar 1 afi ráðist. á Gvðinga í allmörgum borgum, limlest og drepið konur og börn. Og <jafnvel í sjálfri Jerú- salem liafi þeim tekist að hand- eama nokkra Gyðinga og líflátið þá með hryllilegum hætti. Herlið það sem Englendingar hafa í Pale- stínu að staðaldri, er mjög fáment, og gat það því eigi reist rönd við áhlaupum Araba. Enska stjórnin sendi herskip frá Malta og lierlið frá Egyptalandi, til þess að skakka k'ikinu. Var upphaflega búist við þvi, að hinu enska herliði mundi fljótt takast að bæla niður óeirð- irnar þarna. En símfregnir þær, sem liingað liafa borist eftir mán- aðamótin bera ekki vott um að þær spár hafi ræst til fulls. En hver er undirrót óeirðanna? spyrja menn. Undirrótin er í stuttu máli þessi: Fyrir rúmum fimtíu árum vaknaði lireyfing meðal Gyðinga víðsvegar um heim, í þá átt, að þeir skyldu hverfa heim til síns forna föður- iands og nema þar land að nýju. — í upphafi var eigi ætlast til að hinir nýju landnemar þyrftu á neinum sjerrjettindum að halda. En er leið að aldamótum, tók að bera á ]>eirri skoðun meðal Gyð- : 'ga, að stórveldunum ba-ri skylda til að sjá Gyðingaþjóðinni fyrir viðurkendu og lögtrvgðu heimili i Palestínu; eða að minsta kosti að þeir, er þangað vildu fara, fengju þar tryggan og öruggan verustað. 1917 gaf enska stjórnin ú+ yfirlýsingu um það, að þeir skyldu sjá um að svo gæti oi’ðið. Yfirlýsingin er kend við Balfour lavarð. En Arabárnir í landinu litu svo á, að þrengt sje kosti þeirra með þessu nýja landnámi. Ilefir óán.ægja |)eirra farið vax- andi, þar til nú, að ílr henui liefir orðið eldlieit u|)preisn og blóð- ugir bardagar. Landnám Gvðinga hefir að ýmsu leyti blómgast á síðari órum. — I.andnemarnir hafa notio fjárhags- iegs stuðnings frá auðugum Gyð- iugum víðsvegar um heim. Þeir nafa notið verndar frá umboðs- stjórn Englendinga þar i landi. f.leð dugnaði og fyrirhyggju hafa þeir unnið að ræktun landsins og byggingu nýrra sveitaþorpa. — I i ugnaði og verklegri kunnáttu slanda þeir miklu fram en Arabar, sem fyrir eru í landinu. Á árunum 1917—1927 keyptu landnemarnir 50 þús. ekrur lands i Palestínu. Á sama tíma konni 70 þús. landnemar þangað. Mikill hluti þeirra settist að í hinni nýju borg Tel-Aviv. Sú borg hefir nú 40 þús. íbúa og er hún miðstöð hins nýja. landnáms, hiifuðborg liins nýja Gyðingalands. Er það fögur borg, með breiðum götum og snyrtilegum skemtigörðum. — Meira kveður ])ó að framkvæmdum Gyðinga á sviði akuryrkjunnar. Það er nærri óskiljanlegt, hverju þeir liafa áorkað á svo stuttum tíma í því efni. Óskiljanlegt, ef íaenn ekki vissu hve mikils styrks þeir njóta víðsvegar að úr heim- inum. — 1 sambandi við nýrækt |>eirra hafa þeir sett upp búnað- arskóla, þar sein þeir geta kent bændaefnum. hvernig eigi að búa, undir þeim radíttinarskilyrðum, sem ])ar eru í-landi. Hinu nýja landi Gjrðinga er skift i 28 landnám; sum þeirra ná aðeins yfir lítil svæði og ern eign 20—25 fjölskyldna. Búskaparrekst- urinn er sameiginlegur hjá ölluin fjölskyldum ])essnm. og rikir þar að miþln leýti sameign. Sl?ó]ap

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.