Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1929, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
323
Suðurhlið náttúrugripasafnsins, eins og það er nú.
— 1 safninu eru nú flest-allir
fuglar og fiskar, er fundist hafa
hjer á landi og við land, þar á
meðal nokkurir fiskar, sem enn
eru óþektir annarstaðar. Af ýmis-
kcnar óæðri sjávardýrum íslensk-
um er all-margt, en af skor-
dýrum er tiltölulega minna, enda
hefir lítil rækt verið við þau lögð.
TalsvCrt höfum við fengið af dýr-
um frá útlöndum, og sumt af þe'im
fágætt, en flest eru þau af smærra
taginu, enda ekki húsrúm fyrir
stór dýr.
Steina- og bergtegunda-safnið
er ennfremur orðið all-auðugt og
mest megnis fengið gefins úr ýms-
um áttum.
Grasafræðisdéild safnsins er nú
orðin mjög öflug. Fyrst og fremst
hafa ýmsir gefið safninu plöntur,
en fyrsta verulega grasasafnið er
liingað fekst var safn Ólafs Da-
víðssonar. Á síðari árum hefir
ríkissjóður keypt tvö stór grasa-
söfn: Stefáns Stefánssonar og
He'lga Jónssonar og eru baíði þessi
söfn á náttúrugripasafninu, enda
þótt þau sjeu eigi eign náttúru-
fræðisfjelagsins, heldur ríkisins. —
Fjárhagur náttúrufræðisfjelagsins
er enn sem fyr þröngur. Ríkis-
sjóðsstyrkurinn til fjelagsins er
2400 krónur á ári. En í fjelags-
gjöldum koma að jafnaði inn um
2Q0 þr, Eru þetta allar tekjurnar
sun fjelagið hefir til þess að
standa straum af umsjón og við-
lialdi safnsins og kaupum náttúru-
griþa. Fyrir yfirumsjón me'ð safn-
inu eru greiddar 600 kr. á ári,
en Magnús Björnsson fær 1400
kr. fyrir að vera aðstoðarmaður
við safnið. Það sem afgangs er,
fer venjulega til kaupa á ílátum
og til varðveislu náttúrugripa,
því að lítið er keypt, bæði
vegna fjeleysis og svo vegna þess,
að menn eiga fult í fangi með að
fá húsnæði handa fleiri gripum.
Svo mikið hefir safnið aukist síð-
an það kom í hús Dandsbókasafn-
ins, að eigi mun ofmælt að þrefalt
húsrúm sje hæfilegt fyrir það safn
sem nú er til.
Enn í dag er náttúrugripasafnið
eign náttúrufræðisfjelagsins. Hef-,
ir það komið til orða hvað eftir
annað, að afhenda ríkinu safnið.
En jeg fyrir mitt leyti lit svo á,
að eðlilegast va*ri að safnið ve'rði
þá fyrst afhent, ríkinu til eigniar
þegar því er sjeð fyrir hentugu
húsnæði. Ætti það ekki að dragast
lengi úr þessu að sjá safninu fyrir
því húsrúmi, sem það í raun og
veru þarf.
En þá kemur ýmislegt annað til
greina, en að gólfflötur verði nóg-
ur fyrir muni þá, sem til e'ru. —
Fyrst og fremst þarf vitanlega
að sjá um það, að safnið geti
fengið eðlilega framþróun, þar
sem því verður komið fyrir, ann-
að hvort með því, að bygt verði
hús, er uð stærð verði umfram
núverandi þarfir þess, eða að hús-
byggingunni verði þannig hagað,
að auka megi við hana síðar meir.
Með tilliti til þess, hve vjer ls-
lcndingar verðum að leggja mikla
rækt við fiskiveiðarnar og hve
mikið við eigum undir þeim, þá
tel jeg nauðsynlegt, að í sam-
bandi við náttúrugripasafnið verði
bygt sjóbúr (Akvarium), þar sem
væri hægt að athuga sjódýr í lif-
anda lífi. í sambandi við nátt-
úrugripasafn verður ennfremur að
vera vinnustofa fyrir vísindamenn,
og mjög væri æskilegt, að þar væri
salur til þess gerður að halda þar
fvrirlestra um náttúrufræðise'fni
fyrir almenning og náttúrufræðis-
nemendur. Fyrirkomulag hússins
verður að miða við það, að smám
saman reki að því, að komið verði
á fót kenslu í náttúrusögu
víð háskólann og að kensla
og rannsóknir geti þar farið fram
jiafnhliða hvað öðru. Náttúrugripa-
safn landsins þarf að vera miðstöð
fyrir nauðsynlegar rannsóknir á
náttúru landsins, útbúið með þeim
tækjum, sem til þurfa, til þess gð
rannsóknunum geti miðað vel
áfram. —
Hjer hefir þá í stuttu xnálj yer’