Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1929, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
325
Þá er og hægt með þessu móti
að kómá öllu því fyrir almennings-
sjónir, sem mönnum þykir máli
skifta, kippa því burtu eða end-
urbæta það, sem úreldist, og jrfir-
leitt bæta því við, sem þurfa þyk-
ir, hvenær sem er.
— Hversu stórt var Lesarka-
safnið áætlað í upphafi?
— Gert var ráð fyrir 100 örkum,
er síðar skyldi auka við, og skifti
jeg örkunum í 13 flolrka. Býst jeíg
við, að koma megi öllu því efni,
sem erindi á í lesbækur, í einhvern
flokka þessara. En ef svo reyndist
ekki, þá er ekki annað en bæta
nýjum flokkum við.
— Hvernig gerið þjer grein fyr-
ir niðurröðun og e'fnisvali?
— Ef gefa skal yfirlit yfir efni
lesarkasafnsins, er eðlilegast að
skifta flokkunum í 4 aðalþætti.
Einn þeirra fjallar um íslensk
efni. Annar um erlend efni, og
hinn þriðji um ýmislegt xir ríki
náttúrunnar og verklegar og and-
legar framkvæmdir, og hinn fjórði
um ýmsa hluti almenns eðlis.
1 íslenska hlutanum er fyrst
flokkurinn: Sa,ga og sagnir. Þar
eru kaflar úr sögu vorri frá elstu
tímum, og alt fram.á vora daga.
Þar eru m.a. kaflar úr íslendinga-
sögum, t. d. um fyrsta landnáms-
manninn, um Gretti, Gísla Súrsson,
aðalþráðurinn úr Njálu og Lax-
dælp, o. fl. Þar eru kaflar úr Bisk-
upasögunum, Snorra-Eddu, frá-
sagnir af Skaftáreldum, Jóni Ara-
syni, Fjalla-Eyvindi, Niels Finsen
o, m. fl.
Þá er flokkurinn Þjóðarhættir.
Þótti mjer einkum skemtilegt að
safna í þann flokk, af því að lítið
ei af því efni í öðrum lesbókum.
í þessum flokki e'r leitast við að
draga fram á sjónarsviðið lýsing-
ar af atvinnuvegum vorum og
lifnaðarháttum fyr og síðar. Þar
er um hjásetu, baðstofulíf og brúð-
kaupsveislu í sveit eftir Jón
Thoroddsen, um jól í sveit, um
sjómensku eftir Odd Oddssön, egg-
tíð og stekktíð eftir Þórhall
Bjarnarson, um fuglaveiðar og um
melkorn eftir Þorv. Thoroddsen,
um förufólk og ferðalög, um
fjallafetðir, vinnubrögð á togur-
um, mannskaðaveður á s^jó o^
landi, um sveitalíf og Reýkjavík-
urlíf o. s. frv.-
Þriðji íslenski flokkurinn heitir
Heima og heiman. Hann f jallar um
líf og háttu íslendinga lijer og
erlendis, en flytur.þó einltum stað-
lýsingar. í lýsingum íslenskra
staða er lögð sjerstök áhersla á,
að rekja he’lstu sögulega viðburði,
sem gerst' hafa í sambandi við
livern stað, auk þess sem umhverf-
iuu er lýst, því hver staður hefir
sína sögu, og enginn þekkir stað-
inn svo veþ sje, nema hann þelcki
sögu hans um leið.
Flokkur þessi he'fst á lýsing
landsins, eins og það kemur bestu
skáldum vorum fyrir sjónir. Koma
þau þar fram á skáldaþingi og
lýsa einkennum landsins, hvert
með sínum hætti. Þá kemur lýsing
sögustaða, t. d. greinir um Skál-
liolt, Hóla, Þingvelli, Möðruvelli í
Hörgárdal, Hlíðarenda og Berg-
þórshvol, og lýsing nokkurra at-
liafnastaða, svo sem Reykjavíkur,
og annara kaupstaða, kaflar um
stúdentalíf tslendinga á Garði, og
um Ve'stur-lslendinga o. fl.
Bókmentaflokkur heitir hinn
fjórði íslenski flokkur. — Kaflar
þessa flokks eru, eins og flestir
aðrir, valdir með það fyrir aug-
um að vekja löngun lesendanna til
þess að kynnast höfundum þeim,
sem þar eru teknir. Þar er skáld-
skapur í bundnu og óbundnu máli,
m.a. eftir Jónas Hallgrímsson; Ein-
aj' H. Kvaran, Bjarna Thorare’n-
sen, Jón Thoroddsen, Ben. Grön-
dal, Matth. Joehumsson, Jón
Sveinsson, J. Magnús Bjarnason
og Guðm. Guðmundsson o. fl.
Erlendu flokkarnir eru tveir:
Frá öðrum þjóðum og Frá öðrum
löndum. 1 fyrri flokknum eru ýms-
ar erlendar staðlýsingar, svo sem
frá Færeyjum, eftir Freystein
Gunnarssoir, frá Harðangri eftir
H. Wergeland, frá Aþenuborg og
Miklagarði e'ftir Einar Magnússon.
Ennfremur ferðalýsingar, t. d.
kafiarnir Síðasta för Stanleys um
Afríku, Til pýramídanna o. fl. —
1 hinum flokknum er grein um
Kolumbus, sögukaflar um Hero-
dot, landvinninga Rómverja, og
fyrstu krossferðina eftir Árna
Pálsson.
Þá er næst að geta flokka
tveggja, er fjalla um eitt og annað
úr ríki náttúrunnar. Heitir annar
flokkurinn því nafni, en hinn heit-
ir Dýrasögur og dýralíf.
í flokknnm Úr ríki náttúrunn-
ar eru greinir um lifnaðarhætti
fiska, teknar úr bók Bjarna Sæ-
mundssonar, um ýms landdýr,
rjúpur, apa, fíla, ljón, maura og
moldvörpur; þar er grfin um líf-
starf plantnanna, eftir Guðmund
G. Bárðarson, og um jörðina og
sólkerfið eftir Olaf Daníelsson. í
hinum kaflanum, Dýrasögur og
dýralif, eru aðallega sögur og lýs-
ingar, t. d. úr Dýravininum, svo
og ýmsir aðrir kaflar áþekkir að
efni og meðferð. Er stefnt fyrst
og fremst að því, að auka skiln-
ing lesendanna á lifnaðarháttum
dýranna og velvildina til þeirra.
Til þessa aðalþáttar mætti einn-
ig telja flokkinn Framfarir, er
fjallar mn þær nýjungar, sem
mestri breytingu valda og hafa
valdið á ýmsum sviðum mannlífs-
ins. Kaflar þeir, sem komnir eru
út, lýsa eingöngu verklegri ný-
bieytni, lýsa t. d. ritsíma, útvarpi
og flugferðum i flugvjelum og
loftförum. En gert er ráð fyrir, að
þarna komi og síðar kaflar um
ýinislegt það, sem áhrif hefir haft
á hugsunarhátt manna.
Þá er að geta flokkanna fjög-
urra, er fjalla um almenn efni.
Einn þeirra lieitir Mannsæfin. í
honum er efni, er fjailar iitn
mannsiífið i heild sinni frá vöggu
til grafar. Frá bernskuárunum er
t. d. sagan Anga-langur eftir Jón
Sigurðsson frá Kallaðarnesi og
Fyrirgefníng eftir Eínar H. Kvar-
an. Frá unglingsárunum t. d.
kaflar úr Sigrúnu á Sunnuhvoli:
Þorbjörn og Áslákur og Þorbjörn
og Sigrún. Fullorðinsárunum lýsa
t. d. kaflarnir, Á Búrfelli, eftir
Jón Thoroddsdn og Gamla heyið
eftir Guðmund Friðjónsson. Þar
eru Oig kvæði nokkurra helstu
skálda vorra um ýmiskonar hugar-
ástand.
Annar almenni flokkurinn heitir
Ár og dagur. Er þar lýst árstíð-
um og viðburðum ársins. —- í
fyistu örkinni koma skáldin enn.
fram á skáldaþingi og lýsa árfj-